Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 19
m.a. Landgræðsluverðlaunin
2002, sannarlega verðskuldað.
Byggingar, vélakostur og fjár-
stofn, allt með svo miklum
myndarbrag að eftir var tekið.
Allt sem jörðin og aðstæður
buðu upp á, var nytjað. Sauð-
fjárbúskapurinn var kjarninn,
en auk þess silungsveiði í vötn-
um, rekaviður í fjörum og út-
gerð á sjó. Einnig man ég vel
eftir tilraunum til æðarræktar
þar sem Ásgrímur freistaði
þess að ala upp æðarunga heilt
sumar, í þeirri von að þeir
kæmu aftur að vori og mynd-
uðu framtíðarstofn á Mallandi.
Auk búskaparins var Ás-
grímur í sveitarstjórn um árabil
og tók þátt í öllum framfara-
málum sveitarinnar, sem máli
skiptu.
Það var hálfdapurlegt að sjá
hvernig veikindi efri ára léku
þennan ágæta mann. Líkaminn
orðinn þreyttari en hugurinn og
það voru örugglega ekki að-
stæður sem honum hugnaðist.
Ég kveð Ásgrím með þakklæti
fyrir okkar samfylgd í lífinu og
votta Árnýju, Maju og allri fjöl-
skyldunni samúð mína.
Kristín (Stína) frá
Þorbjargarstöðum.
„Það er góður dagur til að
verða bráðkvaddur í dag.“
Þessi orð Ásgríms flugu mér í
hug er ég frétti andlát hans.
Þau féllu meðan hann bjó enn á
Mallandi. Ásgrímur hafði geng-
ið út sér til hressingar og Ár-
nýju þótti útivistin eitthvað
löng og fór að gera sér
áhyggjur.
Ásgrímur hafði svolítið sér-
stakan og skemmtilegan húmor
og minnist maður oft gullkorna
sem féllu við ýmis tækifæri
bæði um menn og málefni. Gull-
korn sem lifa og kalla fram
bros hjá manni við ýmis tæki-
færi.
Ásgrímur var öflugasti
máttarstólpi sinnar sveitar og
drifkraftur alls staðar þar sem
uppbygging varð og virðist sem
enginn hafi komist þangað með
tærnar sem hann hafði hælana.
Ávallt var hann boðinn og
búinn að aðstoða ef með þurfti
en var þó ekki að trana sér
fram. Þegar Röggi kom í sveit-
ina fagnaði honum enginn betur
og var boðinn og búinn ef hann
gæti eitthvað greitt götu hans.
Það var ekki háttur Ásgríms að
skara eld að eigin köku, heldur
studdi hann sitt samfélag með
ráðum og dáð.
Margar skemmtilegar stund-
ir áttum við í heiðinni, þar sem
hann uppfræddi mig um ör-
nefni, greni, við smalamennsku
og eftirminnilega hestaferð. Ás-
grímur var öflugur smali og var
unun á að horfa þegar hann fór
að reskjast að alltaf varð hann
ungur í hnakknum. Reið spræk-
um klárum og gaf yngri mönn-
um ekkert eftir. Síðustu göng-
urnar sem hann fór, þá kominn
fast að áttræðu, varð eitthvert
baks með eina skjátuna
skammt fyrir ofan réttina.
Gangnaflokkurinn var eitthvað
að vandræðast hvað gera ætti,
kom þá Ásgrímur að og án hiks
lét skvera henni í hnakkinn fyr-
ir framan sig og reið niður að
rétt eins og ekkert væri. Þar
sem Ásgrímur var, var aldrei
hik eða vandræðagangur, hon-
um var í blóð borið að stjórna
og taka ákvarðanir.
Vil ég senda Árnýju, Leó,
Gísla, Helgu og Önnu Mæju og
öðrum aðstandendum samúðar-
kveðjur og ljúka þessum fátæk-
legu orðum mínum með tilvísun
í Hávamál sem segja allt sem
segja þarf.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Halldóra (Dóra) í Ketu.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
✝ Petrína HelgaSteinadóttir
fæddist í Reykjavík
27. september
1926. Hún lést á
Landspítalanum
25. apríl 2019. Hún
var dóttir hjónanna
Steina Helgasonar
og Elínar Helga-
dóttur. Alsystir
Petrínu var Agnes
G. Steinadóttir, d.
2010, og hálfsystkini Arnhildur
Helga Guðmundsdóttir, d. 2013,
Helgi S.V. Guðmundsson og
Kristján Steinason.
Petrína giftist ung Einari
Thorlacius Magnússyni sem
starfaði við endurskoðun hjá
Eimskip. Foreldrar hans voru
sr. Magnús Guðmundsson og
Baldur Hallgrímur, Pétur og
Einar Helgi. 4) Steinunn, f. 1954,
gift Torstein Egeland. Þeirra
dætur: Elin Marie Thorlacius og
Rebekka Thorlacius. 5) Magnús
Thorlacius, f. 1964, d. 2015.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Barnabörnin eru alls 14 og
barnabarnabörnin 27.
Petrína, sem oftast var kölluð
Peta, var lengst af heimavinn-
andi húsmóðir. Hún gekk í hús-
mæðraskólann í Hveragerði,
kenndi gítarleik í kvöldskóla
KFUM og K og við Fóstruskóla
Íslands. Petrína tók virkan þátt í
bæði barna- og fullorðinsstarfi
KFUM og K. Hún söng árum
saman í kirkjukórum, blönd-
uðum kórum og í kvennakór
KFUK. Eftir að börnin fóru að
heiman vann hún við afgreiðslu-
störf, m.a. í versluninni
Stramma og hjá Áklæðum og
gluggatjöldum. Síðustu æviárin
bjó hún á Sólvangi í Hafnarfirði.
Útför Petrínu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 3. maí 2019,
klukkan 13.
Rósa Thorlacius
Einarsdóttir.
Petrína og Einar
bjuggu í Reykjavík,
lengst af í Hvassa-
leiti 119. Þau eign-
uðust fimm börn: 1)
Elín, f. 1948, gift
Guðmundi Inga
Leifssyni, þeirra
dætur eru: Helga
Rut, Dóra Guðrún,
Anna Kristín og
Laufey Fríða. 2) Guðmundur
Thorlacius, f. 1950, giftur Þór-
stínu Unni Aðalsteinsdóttur.
Þeirra börn: Einar Thorlacius,
Gerður Eva, Þórstína, lést við
fæðingu, Rakel, Stefán Thorla-
cius og Tómas Thorlacius. 3)
Rósa, f. 1952, gift Ragnari Bald-
urssyni. Þeirra synir eru:
Mamma mín er látin, hún
hringir ekki lengur í mig og ég
ekki í hana, ég deili ekki lengur
með henni í orðum og myndum
minningum af börnum mínum,
hvað þau eru að gera og hve
barnabörnin mín séu yndisleg.
Ég sé hana fyrir mér brosa og
segja „já hugsa sér“, „er það
virkilega?“. Ég var mömmu-
stelpa, þreifst ekki vel í sveit eða
sumarbúðum, beið eftir að kom-
ast heim, enginn eldaði eins góð-
an mat og mamma, foreldrar
mínir veittu mér það skjól sem
ég þurfti á uppvaxtarárunum.
Amma og afi í Ólafsvík voru þar
undantekning, þangað var
dásamlegt að koma.
Við systkinin vorum fimm og
einu barnabörnin í fjölskyldu
pabba, sterk fjölskyldutengsl
voru bæði við systkini mömmu
og pabba, og við nutum þess.
Það var öllum ljóst sem umgeng-
ust mömmu og pabba að þau
voru náin, mikill kærleikur
þeirra á milli. Hjálpuðust að í
eldhúsinu þó að hún væri verk-
stjórinn, eldaði og hann vaskaði
upp.
Veislurnar heima voru falleg-
ar. Mamma og pabbi gestrisin,
alltaf var fallega dekkað borð
þegar gesti bar að garði með
girnilegum veitingum mömmu.
Hún var húsmæðraskólagengin
og bar heimilishaldið það glöggt
með sér. Hún saumaði á mig
kjóla á unglingsárum mínum
sem ég var stolt af, og þegar ég
útskrifaðist úr Hjúkrunarskólan-
um saumaði hún á mig fallegan
hvítan kjól. Handbragðið hennar
var engu líkt og komst ég ekki
með tærnar þar sem hún hafði
hælana þar, og viðkvæðið var ef
ég var að reyna “„svona það er
best að ég geri þetta“, eða „ætlar
nú eggið að fara að kenna hæn-
unni?“. Hún var ákveðin, glæsi-
leg, hafði sjálf þurft að standa á
eigin fótum mjög ung og vinna
fyrir sér. Við systkinin sögðum
stundum að ef mamma væri ung
kona í dag væri hún forstjóri í
vel reknu fyrirtæki. Þegar móðir
hennar, Elín amma, veiktist tók
mamma hana inn á heimilið í
Hvassaleiti, við öll hjálpuðumst
að við að hjúkra henni og þegar
föðurafi minn veiktist kom hann
inn á heimili okkar og mamma
sagði: það er auðvelt að annast
afa ykkar, hann er svo þakklát-
ur.
Mamma kenndi mér á gítar,
en sjálf spilaði hún klassísk verk
á gítar svo unun var á að hlusta.
Tónlist var í hávegum höfð á
heimilinu og þátttaka þeirra
beggja í kórastarfi alla tíð. Við
fundum bréf eftir að pabbi dó og
mamma flutti á Sólvang sem þau
skrifuðu hvort öðru á fyrstu ár-
um sínum, falleg ástarsaga.
Þegar ég bauð mömmu að lesa
þau sagði hún „ég man þau öll,
hvert orð, ég þarf ekki að lesa
þau aftur“ og brosti við. Síðustu
árin hennar einkenndust af því
að hún mundi bara það besta úr
lífinu. Mamma tjáði að ein erf-
iðasta reynsla sem hún gekk í
gegnum í lífinu hefðu verið veik-
indi yngsta bróður okkar Magn-
úsar. Eftir lifir minning um ynd-
islegan bróður sem gaf og tók,
og dó langt um aldur fram.
Foreldrar mínir kenndu mér
að biðja, biðja til Guðs sem vildi
umvefja mig og vernda hvern
dag. Það hefur reynst mér í líf-
inu hinn besti fjársjóður og gleði
sem ég deili með mínum börnum
og barnabörnum. Guð blessi
minningu mömmu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Rósa Einarsdóttir.
Elsku mamma er dáin. Ég
kem til með að sakna hennar
mikið. Mamma talaði alltaf mjög
vel um foreldra sína. Barnsárin
hennar voru litrík og gerðu hana
sterka. Á unglingsárunum
kynntist hún KFUM og K gegn-
um systur sína og var tekið þar
af mikilli hlýju.
Hún og pabbi voru virkir þátt-
takendur í KFUM og K, Kristni-
boðssambandinu og í kirkjunni
allt sitt líf. Mamma lærði að spila
á gítar. Ég man eftir henni spila
fjórhent á gítar með þremur öðr-
um konum í KFUM og K.
Mamma kenndi fóstrum að spila
á gítar í nokkur ár. Hún spilaði
líka og söng oft fyrir okkur börn-
in fyrir svefninn og sagði okkur
líka sögur frá barnæsku sinni.
Það var draumur mömmu að
verða hjúkrunarfræðingur og
hún komst inn í hjúkrunarskól-
ann. En á sama tíma kynntist
hún pabba. Á þeim tíma var
sjaldgæft að maður væri hvor-
tveggja heimavinnandi húsmóðir
og hjúkrunarfræðingur. Hún
þurfti því að afsala sér þessu
tækifæri. Mamma fór einn vetur
á Húsmæðraskólann í Hvera-
gerði og naut námsins sem var
mjög fjölbreytt á þessum tíma.
Það var mikil vinna að vera
heimavinnandi húsmóðir með
fjögur börn á þessum árum. For-
eldrar okkar höfðu ekki ísskáp
né þvottavél. Það var stanslaus
vinna á þessum árum, frá morgni
til kvölds. Mamma saumaði yf-
irleitt öll fötin okkar og prjónaði
peysur. Ég man vel eftir mér í
fallegum kjólum og í buxna-
dragt, sem hún saumaði. Allt
sem hún prjónaði og saumaði
hafði einstaklega fallegt hand-
bragð.
Mamma bjó alltaf til afskap-
lega góðan mat og var algjör
snillingur í veislugerð. Ég man
eftir mörgum fínum afmælis-,
fermingar- og brúðkaups-
veislum. Mamma var alltaf ótrú-
lega sterk og dugleg. Ég man
eftir henni á níræðisaldri keyra
og sækja eldri systur sína og
hjólagrindina hennar, gefa henni
mat og kaffi og síðan keyra hana
til baka, eftir að frænka hafði
lagt sig.
Eftir að ég flutti til Noregs,
giftist norskum manni, skrifuð-
umst við oft á og þá uppgötvaði
ég hvað mamma var góður
penni. Hún sagði svo lifandi frá
öllu sem var að gerast heima.
Einnig var mikill samgangur á
milli okkar þrátt fyrir fjarlægð-
ina. Það var alltaf hátíð að fá þau
í heimsókn. Mamma átti lifandi
trú allt lífið. Það reyndist henni
vel, líka þegar á reyndi í lífinu.
Mamma trúði á kærleiksríkan
frelsarann okkar, sem veitir okk-
ur styrk á lífsins göngu og eilíft
líf að lokum þar sem hvorki sorg,
sjúkdóma né dauða er að finna.
Síðustu ár sín bjó mamma á
Sólvangi í Hafnarfirði. Hún
hrósaði starfsfólkinu og var sér-
staklega ánægð með matinn og
allt atlæti. Fannst hún vera eins
og á hóteli þegar hún gat farið
með göngugrindina sína að mat-
arborðinu. Mamma var virk á
Facebook og við gátum talað
saman og sést á „messenger“.
Ég var svo lánsöm að koma í
heimsókn til hennar núna í byrj-
un april þar sem við áttum sam-
an gæðastundir, horfði með
henni á Requiem eftir Mozart og
við fórum í bíltúr. Ég er æv-
inlega þakklát fyrir að hafa átt
svo umhyggjusama og góða for-
eldra og einnig ævinlega þakklát
systkinum mínum og fjölskyld-
unni allri á Íslandi, sem hafa
annast mömmu svo vel í minni
fjarlægð.
Steinunn E. Egeland.
Meira: mbl.is/minningar
Hún tengdamóðir mín var
ferðbúin. Reyndar ætlaði hún
sér að fara sem fyrst af spít-
alanum þar sem hún hafði verið í
um viku tíma heim á Sólvang.
Þar hafði hún dvalið á fjórða ár
og þar leið henni vel, ánægð með
allt atlæti og aðhlynningu.
En hún vissi hvert stefndi og
hún kveið ekki endalokunum því
hún var þess fullviss að Kristur,
Drottinn hennar og frelsari
myndi taka við henni þegar þess-
ari jarðvist lyki. Þessa trú nam
hún við móður- og föðurkné og
hún dugði henni allt lífið, rúm
níutíu ár.
Peta ólst að mestu upp í
Reykjavík og lauk fullnaðarprófi
úr Barnaskóla Reykjavíkur. Um
lengri skólagöngu var ekki að
ræða að sinni. Á þessum árum
kynntist hún starfi KFUK í
Reykjavík og bast strax tryggða-
böndum við þann félagsskap og
átti þar athvarf og félagsskap út
ævina.
Það er sennilega ekki algengt
að ungar stúlkur kynnist verð-
andi maka sínum á elliheimili.
En það var nú raunin með
tengdaforeldra mína. Sr. Sigur-
björn Ástvaldur Gíslason prestur
á Elliheimilinu Grund hóaði sam-
an hópi af ungu fólki úr KFUM
og K og stofnaði kór til að syngja
við messur og samverur á Grund.
Peta, sem ekki aðeins hafði fal-
lega altrödd heldur hafði einnig
náð góðum tökum á gítarleik, var
tilvalin í þennan hóp. Í þessum
hópi var einnig ungur prestsson-
ur úr Ólafsvík, Einar Th. Magn-
ússon. Systur Einars höfðu það á
orði að þær hefðu merkt breyt-
ingar á honum um þetta leyti því
hann hafði sungið hátt með sjálf-
um sér: „Það er svo gaman að
ganga saman um græna hjalla og
margt að spjalla.“ Brátt kom í
ljós að förunautur Einars á þess-
um gönguferðum sem hann var
svo leyndardómsfullur yfir var
hún Peta úr elliheimiliskórnum.
Þannig hófst þeirra lífsganga
saman frá elliheimilinu í gegnum
lífið tæp sextíu ár allt til þess er
Einar féll frá 2005.
Um þetta leyti hafði tengda-
móðir mín fengið inngöngu í
Hjúkrunarskóla Íslands. Á þeim
tíma þótti ekki við hæfi að trúlof-
aðar stúlkur hæfu nám við skól-
ann, hvað þá giftar. Þar sem
unga parið var staðráðið í að
rugla saman reytum sínum sem
allra fyrst ákvað hún að sækja
um vist í Húsmæðraskólanum í
Hveragerði. Þar sat hún í festum
um veturinn og útskrifaðist svo
með láði um vorið.
Þau hófu búskap í lítilli íbúð á
Skólavörðustíg 5 og þar fæddist
elsta barn þeirra hjóna, Elín. Á
sama tíma hinum megin við göt-
una var drengstauli að taka sín
fyrstu skref. Tuttugu árum síðar
gekk hann upp að altarinu með
heimasætunni á Skólavörðustíg
5.
Mér er ekki tamt að dæma trú
fólks. En ef hægt er að tala um
sanna trú þá litaði slík trú allt líf
tengdaforeldra minna. Trúin á
hinn upprisna Krist var þeim af-
ar mikilvæg. Fylgjendur hans í
gegnum lífið vildu þau einlæg-
lega vera.
Petrína Helga var heilsteypt,
ákveðin og staðföst kona, hrein
og bein í öllum samskiptum. En
umhyggja fyrir lítilmagnanum
var henni í blóð borin og þá sem
urðu illa úti í lífsins ólgusjó
dæmdi hún aldrei heldur kom
þeim til varnar ef á var hallað.
Eftir rúmlega fimmtíu ára við-
kynningu, sem aldrei bar skugga
á, kveð ég kæra tengdamóður og
óska henni góðrar heimkomu.
Drottinn blessi minningu hennar.
Guðmundur Ingi Leifsson.
Fyrir réttum þremur vikum
var ég stödd á Íslandi að heilsa
upp á ömmu á Sólvangi. Hún lá
uppi í rúmi með heyrnartól að
hlusta á hljóðbók. Bros færðist
yfir. Hún hafði ekki treyst sér í
fermingu Mumma okkar daginn
áður og því var fermingarbarnið
ásamt tertum mætt til hennar.
Stiklað var á stóru um líf okkar í
Svíþjóð og myndir sýndar á
spjaldtölvunni. Amma var nú
með þetta allt á hreinu, hafði séð
mikið á Facebook og meira að
segja lækað það.
En ég fann að amma var orðin
þreytt og kvaddi ég hana þennan
dag með það í huga að kannski
væri þetta síðasta skiptið sem
við föðmuðumst.
Nú er amma komin til afa og
Magga frænda. Hátíð á himnum.
Minningarnar streyma. Hvassó!
Þar leið mér alltaf vel. Ég sótti
mikið í ömmu sem barn. Það var
bara eitthvað svo notalegt. Ég
var oft svo eirðarlaus, en ekki
hjá ömmu. Við spiluðum ólsen ól-
sen og stundum greip afi í skák
með mér á meðan amma settist í
ruggustólinn og tók upp prjón-
ana. Ósjaldan settumst við
amma við píanóið þar sem óska-
lagið, Fugl í laufi (Enginn þarf
að óttast síður), var spilað og
sungið. Upp úr stóð nú samt að
fá smá aur hjá ömmu, skokka
upp í Austurver og kaupa
ávaxtakaramellur. Stundum var
líka keypt Prins póló og kók, þá
settist amma með krosslagða
fætur upp í sófa, eftir að hafa
vaskað upp og gengið frá með
afa eins og þau gerðu alltaf sam-
an, notaði álbréfið af súkku-
laðinu sem undirskál og gæddi
sér á því á meðan hlýtt var á
fréttir.
Þegar ég svo gisti, sem var
ósjaldan, sagði amma mér sögur
úr Biblíunni, fór með bænirnar,
tók svo upp gítarinn og söng mig
inn í draumalandið þar sem ég lá
í yndislega brakandi og sléttum
rúmfötum.
Amma var snillingur í eldhús-
inu, hvort sem kom að bakstri
eða eldamennsku, þvílíkur
myndarskapur alltaf hreint. Mitt
uppáhald var súkkulaðikaka með
karamellukremi, perutertan,
hjónabandssælan, aspassúpan og
tartaletturnar, það þurfti sko
ekkert hangikjöt með þeim að
mínu mati.
Svona mætti lengi telja en það
er ekki hægt að minnast ömmu
án þess að tala um afa í sömu
andrá. Svo samrýnd voru þau.
Endalaus ást og gagnkvæm virð-
ing. Mér er ljúft og skylt að taka
þau til fyrirmyndar í mínu hjóna-
bandi sem og í lífinu öllu og
mætti hafa það hugfast miklu
oftar.
Elsku amma, Guð geymi þig,
afa og Magga.
Enginn þarf að óttast síður
en Guðs barna skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjarna’ á himinvegi.
Hann vor telur höfuðhárin,
heitu þerrar sorgartárin,
hann oss verndar, fatar, fæðir,
frið og líf í sálum glæðir.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
(Friðrik Friðriksson)
Gerður Eva
Guðmundsdóttir.
Petrína Helga
Steinadóttir
Elsku Bára
mín. Ég vil þakka
þér fyrir allan
þinn stuðning þeg-
ar við vorum saman í Hólm-
inum. Þú tókst svo vel á móti
mér þegar ég kom þangað
fyrst, sýndir mér ást og kærleik
og síðan höfum við verið vin-
konur. Þú hjálpaðir mér að
sauma þjóðbúninginn, breyta
Bára Þorbjörg
Jónsdóttir
✝ Bára ÞorbjörgJónsdóttir
fæddist 20. sept-
ember 1943. Hún
lést 2. apríl 2019.
Útför Báru Þor-
bjargar fór fram
12. apríl 2019.
honum og lagfæra
enda snillingur í
höndunum. Við hitt-
umst svo hinumegin
þegar minn tími
kemur.
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Sigurbjörn Einarsson)
Kærleikskveðjur.
Þín
Eyrún (Eyja).