Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 venjast. Bátsverjar voru góðvinir mínir til margra ára, skötuhjúin Ólöf Elfa og Alfreð. Þau voru orð- in skipseigendur. Ferðinni var heitið á bátasýningu handan við sundið. Þetta var á námsárum okkar í Ósló fyrir hartnær fjöru- tíu árum. Þar kynntist ég þeim. Fyrst Alla, jafnaldra mínum, síð- ar Ólöfu. Hún tveimur árum yngri og sat þá í festum heima á Íslandi. Hún var að ljúka menntaskóla og halda uppi stemningunni á heimavist MA. Ég man svo vel þegar ég hitti hana fyrst þar sem hún vatt sér að mér á Íslendingasamkomu hér í Ósló og sagði: „Svo þú ert þessi Gunna Jóns.“ Æ síðan vorum við vinkonur. Hún var listakokkur og þegar við hin í vinahópnum létum okkur nægja að sjóða spagettí steikti hún dýrindissteikur og bakaði berlínarbollur í litla eld- húskróknum þeirra Alla. Að vera boðið í mat til þeirra var jóla- kvöldi líkast. Ég bjó í hinum enda bæjarins og tók ávallt með mér tannburstann. Mér þótti sjálfsagt að ég fengi að gista. Óskaði gjarnan eftir því að fá heimalag- aða pítsu a la Ólöf í morgunmat. Þetta voru góðir dagar. Það var spilað, spjallað, spaugað og hleg- ið, en umfram allt man ég góðu samtölin okkar Ólafar. Hún hafði manngæskuna og viskuna að leið- arljósi á námsárunum sem og síð- ar sem fullnuma iðjuþjálfi. Hún var ötull talsmaður fatlaðra og annarra þeirra sem máttu sín minna í samfélaginu. Þegar þau fluttu síðan heim til Íslands varð lengra á milli bæja og við fund- umst sjaldnar. Ég heimsótti þau þó oft þegar leið mín lá um Norð- urland. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Þegar börnin þeirra tvö bættust í „áhöfnina“ urðu heim- sóknirnar ennþá betri. Kristín Helga og Axel Aage bera hlýju og góðu uppeldi fagurt vitni. Ólöfu vinkonu minni fannst Mælifellshnjúkur bera af öðrum fjöllum. Ég veit að hnjúkurinn sá drúpir nú höfði líkt og ég í virð- ingu og þakklæti fyrir samfylgd- ina með Ólöfu. Stórt og hlýtt hjarta er hætt að slá, en minn- ingin um Skagafjarðarrósina okkar lifir. Elsku Alli, Kristín Helga, Axel Aage, tengdabörn og litlu gull- molarnir þrír, stórt skarð er höggvið í ykkar „áhöfn“ og ykkar er missirinn mestur. Megi allar góðar vættir styðja ykkur og styrkja í sorginni. Guðrún Jónsdóttir. „Komið inn, komið inn, elsk- urnar. Mikið er gaman að sjá ykkur.“ Svona heilsaði Ólöf okk- ur „orkídeunum“ gjarnan þegar við komum í heimsókn en orkí- deunafnið er heitið á spjallþræð- inum okkar sem óspart var not- aður hin síðari ár. Ólöf sat við gluggann í fallega eldhúsinu sínu umvafin blómstrandi orkídeum, myndum af fjölskyldunni og fal- legum munum ásamt sínu helsta samskiptatæki, snjallsímanum. Í Huldugilinu var setið og spjallað, borðað og hlegið. Umræðuefnin spönnuðu allt frá hversdagslegu dægurmasi upp í hápólitísk al- vörumál, umhverfismál, réttlæt- is- og félagsmál af öllum toga enda allar með sameiginlegan bakgrunn úr félagsfræðideild Menntaskólans á Akureyri. Þar byrjuðu lífsþræðir okkar að vef- ast saman og með árunum hefur vefurinn vaxið, orðið þéttari og traustari og myndað litrík og fal- leg munstur einlægrar vináttu. Þegar Ólöf greindist með krabbamein fyrir tæpum sex ár- um kom það eins og af sjálfu sér að við bekkjarsysturnar efldum og dýpkuðum vinskapinn. Margt var brallað og alltaf voru nýir við- burðir í farvatninu sem hlakka mátti til. Oftast vorum það við norðanstelpurnar sem hittumst en í stærri viðburðum vorum við fleiri. Eftir því sem tíminn leið bættust okkar góðu makar í hóp- inn og úr varð sterkur vinahópur. Þegar líkamlegri heilsu Ólafar hrakaði var það Alfreð sem var hennar óbilandi stoð og stytta og gerði henni kleift að vera með. Fyrir það var hún óendanlega þakklát og hafði oft orð á því við okkur hversu traustur og trygg- ur hann væri. Ólöf tókst á við veikindi sín af æðruleysi og þrautseigju og ræddi sjúkdóminn af einstöku hispursleysi. Hún var iðjuþjálfi fram í fingurgóma og nýttist sú þekking bæði öðrum og seinna henni sjálfri til að finna úrræði og auka lífsgæðin. Ólöf tileinkaði sér viðhorf og gildi sem voru einstak- lega heilsteypt og varð með þeim öðrum mikil fyrirmynd. Hún taldi að hæfileg blanda af kæru- leysi og skynsemi væri best til þess fallin að geta lifað með sjúk- dómnum og lét hann ekki koma í veg fyrir áform sín um að lifa líf- inu eins vel og fallega og henni var unnt. Þannig skipulagði Ólöf hvert tilhlökkunarefnið á fætur öðru og tókst meira að segja að gera Danmerkurferð í jáeindask- anna og geislameðferðir til Reykjavíkur að gleðiferðum þar sem hún naut þess að hitta fólkið sitt og vini og bæta á sig nýrri orkídeu eða „koníaksrós“. Ólöf hafði í raun miklu meiri áhyggjur af fólkinu sínu en sjálfri sér sem er afar lýsandi fyrir hana og gerði allt sem hún gat til að búa í haginn fyrir fjölskylduna. Þannig þreyttist hún aldrei á að hvetja og styðja, samgleðjast og efla fólkið sem henni var annt um. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í okkar hóp og munum við sakna Ólafar sárt. Á sama tíma erum við fullar þakklætis fyrir allt sem hún gaf okkur. Elsku Alfreð, Kristín Helga, Axel Aage, Ottó, Sigrún og auga- steinarnir þrír; Ólafur Elías, Snæfríður Björt og Unnsteinn Ægir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um kæra vinkonu lifir áfram í hjarta okkar. Hugrún, Ragnheiður og Rósa. „Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni.“ Þetta vitum við sveitastelpurnar, að lífið er alls konar og kúnstin er að finna jafn- vægið. Að gleðjast yfir góðu gjöf- unum og taka ágjöfunum með æðruleysi. Að sakna þeirra sem okkur þykir vænt um vegna þess hve miklu máli þau skiptu okkur í lífinu. Elsku Ólöf, þú sem gafst okkur öllum svo margt, örlæti þitt og gestrisni var víðfræg. Að eiga þig að þegar á bjátaði, þú miðlaðir af þekkingu þinni og lífsspeki þann- ig að leiðin áfram varð augljós. Samleið okkar spannar nær fjörutíu ár. Alli og Ólöf, órjúfan- leg eining, þannig átti þetta alltaf að vera. Vinirnir fyrir norðan sem við heimsóttum og nutum ríkulegrar gestrisni þeirra. Alltaf eitthvað nýtt að sjá og skoða, Ingvar Hersir minnist enn veiði- ferðarinnar á Eyjafirði og auðvit- að fengum við veiðina heim með okkur, slægða og frysta. Og að sitja við eldhúsbekkinn og njóta alls þess sem Ólöf galdraði fram, jú svona var það í Noregi meðan þau höfðu frystikistuna við hjónarúmið og jafn dásamlegt í Huldugilinu. Að hlæja saman að misalvarlegum uppákomum, að njóta lífsins meðan við áttum það saman. „Ég er elst, feitust og frekust,“ sagði Ólöf fyrir löngu og ég gerði þetta orðtæki strax að mínu. Ábyrgðartilfinning elsta systkin- isins, hún bar hagsmuni fjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti. Við vinirnir vorum mjög sæl með að vera talin til stórfjölskyldunn- ar og þar með undir hennar verndarvæng. Undir þeim væng greri allt og þroskaðist, börnin, unglingarnir og blómin – já, Ólöf var sérstakur snillingur í blóma- ræktinni. Orkídeurnar svignuðu undan blómum í eldhúsgluggun- um og úti var sannkallaður yndis- garður. Fyrir nokkrum árum vorum við staddar saman í Hofi. „Ég er búin að skipuleggja útförina mína, hvað finnst þér um það, Dedda?“ Fyrst hrökk ég við en áttaði mig svo, við ákveðum hvort og hvernig við viljum standa að helstu viðburðum lífs okkar og því þá ekki dauðanum? Ólöfu fannst sjálfsagt að tala opinskátt um veikindi sín og nýta reynslu sína samhliða þekkingu iðjuþjálfans í þágu sjúklinga. Greinar hennar og viðtöl vöktu enda mikla athygli og umhugsun. Kletturinn Alli gerði henni líka kleift að lifa við fulla reisn – það vill til að hann er dýralæknir sagði hún, hann sinnir öllum mín- um erfiðu þörfum. Kristín Helga og Axel Aage sýndu sömuleiðis úr hverju þau voru gerð, fjöl- skyldan veitti henni gleði og til- gang þrátt fyrir veikindin erfiðu. Ég þakka trausta vináttu og allt það góða sem Ólöf gaf mér og minni fjölskyldu. Katrín Andrésdóttir. Kynni okkar flestra hófust haustið 1977 þegar við settumst öll í sama bekk í Menntaskólan- um á Akureyri, 4. F. Þetta var lit- ríkur hópur ungmenna og eitt þeirra var hún Ólöf, sveitastelpan úr Skagafirðinum með ljósu, þykku flétturnar sem náðu langt niður á bak. Fljótlega kom í ljós að stelpan var afskaplega skel- egg, rökföst og hafði sterkar skoðanir á flestum málum og lá ekki á þeim. Hún var strax mikil félagshyggjumanneskja og talaði fyrir réttlæti og jöfnuði. Hún átti líka auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar, var hláturmild, hjálpsöm og hafði góða nærveru. Á skólaárunum styrktust vina- böndin ár frá ári. Öll menntaskólaárin bjó Ólöf á heimavistinni og eignaðist þar tryggan og góðan vinahóp. Þar kynntist hún líka æskuástinni, honum Alfreð sínum, en þau voru fyrsta parið sem fékk leyfi til að deila herbergi á vistinni og hafa því sennilega rutt braut fyrir aðra í þeim efnum. Til þess þurfti undirritað samþykki foreldra Ólafar sem var bara sautján ára þegar þetta var. Þau hafa síðan gengið saman lífsins veg. Eftir menntaskólaárin héldum við hvert í sína áttina eins og gengur en þökk sé hinni sterku hefð MA-stúdenta að halda af- mælismót á fimm ára fresti þá endurnýjuðust böndin og styrkt- ust í hvert sinn. Þegar við urðum 25 ára stúd- entar voru flest okkar komin áleiðis með að koma börnum á legg og gafst þá meiri tími til samvista. Þá stofnuðum við bóka- klúbb, svona til málamynda, en oftar var bókin yfirskin til að koma saman og þar kom að þeirri átyllu var alveg sleppt og hitting- urinn færðist úr heimahúsum yfir á hverfispöbbinn. Oft var glatt á hjalla, lausnir fundnar á ýmsum þjóðþrifamálum en líka skrafað um menn og málefni á léttari nót- um. Það var gott að spjalla við Ólöfu, maður kom aldrei að tóm- um kofunum hjá henni varðandi nokkurt málefni og þegar henni líkaði ekki eitthvað í lands- eða heimsmálum var hún skorinorð og vandaði þá oft ekki kveðjurnar þeim sem við stjórnvölinn voru í það og það skiptið. Fyrir tæpum sex árum greind- ist Ólöf með brjóstakrabbamein og kom snemma í ljós að sá sjúk- dómur yrði hennar fylgifiskur. Þó að gesturinn óvelkomni fylgdi Ólöfu síðustu árin sýndi hún mikla hetjulund í samskiptum við hann. Af raunsæi og jákvæðni tókst hún á við veikindi sín allt til síð- asta dags. Hún var hetja og fyr- irmynd en jafnvel hetjur þurfa stundum að lúta í lægra haldi. Að baki Ólafar stóðu klettarnir hennar, Alfreð og börnin tvö, tengdabörnin og barnabörnin sem veittu henni ómælda gleði og styrk. En hún var líka kletturinn þeirra. Missir þeirra er mikill og sárt að Ólöf fái ekki að fylgjast með barnabörnunum vaxa úr grasi og að þau fái ekki að njóta samvista og leiðsagnar hennar. Um leið og við vottum fjöl- skyldu Ólafar okkar dýpstu sam- úð viljum við þakka af heilum hug fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ólöf fylgdist vel með okk- ur öllum, hvatti okkur endalaust til dáða, var góður hlustandi og gaf af umhyggju og mannelsku allt til enda. Hvíl í friði elsku Ólöf. Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna úr 6. F, 1980, Adolf H. Berndsen. Í dag kveðjum við Ólöfu Elfu Leifsdóttur, samstarfskonu okk- ar til margra ára. Ólöf var iðju- þjálfi að mennt og kom til starfa hjá Akureyrarbæ í kjölfar mikilla breytinga. Málaflokkur fatlaðra var færður frá ríki til sveitarfé- lags og miklar breytingar og gróska einkenndi starfið en einn- ig voru þetta breytingar sem voru mörgum erfiðar og ekki ein- falt að koma inn í ferlið þegar langt var liðið á það. Ólöf var fagmaður fram í fingurgóma og setti strax mark sitt á starfsemina á Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi (PBI) sem er starfs- og endurhæfingarstaður, en þangað var hún ráðin sem for- stöðumaður. Hún náði vel til fólks, hvort sem um var að ræða fatlað starfsfólk, aðstandendur þeirra eða almenna starfsmenn. Samskiptamáti hennar einkennd- ist af því að ræða hvert mál og fá allar hliðar þess upp á borðið áð- ur en ákvarðanir voru teknar og þannig voru mörg málin af- greidd, hægt og hljótt en örugg- lega. Það kom enginn að tómum kofunum hjá Ólöfu. Hún var mjög svo fróð kona, skynsöm, áhugasöm, svolítið forvitin á já- kvæðan hátt, úrræðagóð og ein- staklega góður yfirmaður. Starfsfólk PBI minnist hennar með mikilli hlýju og þakklæti. Ólöf var mikil baráttukona fyr- ir réttindum fatlaðs fólks og árið 2006 fékk fatlað fólk loksins laun fyrir vinnu sína á PBI þegar gerður var kjarasamningur við Einingu – Iðju um störf á vernd- uðum vinnustað. Þar átti Ólöf stóran þátt og var mjög stolt yfir þessum áfanga. Miklir umbrotatímar voru í at- vinnumálum fatlaðs fólks á þess- um árum og árið 2007 voru sam- þykkt lög um að þau færðust frá fötlunarþjónustunni til Vinnu- málastofnunar. Ólöfu var umhug- að um að þjónustan yrði a.m.k. ekki verri en hún hefði verið og mikil vinna var lögð í að skoða hvernig best væri að þjónusta við fatlað fólk yrði skipulögð til fram- tíðar. Mikil umræða var á þessum tíma um aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaðnum og hvað þyrfti til að undirbúa og endurhæfa fólk með skerta starfsgetu og þá var gott að eiga Ólöfu að. Alltaf var hún til í spjall um allt sem tengd- ist málaflokknum og ætíð var hægt að komast aðeins lengra í umræðunni eftir hennar innlegg. Hún fylgdist vel með allri um- ræðu, var víðsýn og gat horft á málefnin frá mismunandi sjónar- hornum. Eftir að Ólöf lét af störfum vegna veikinda vantaði fjöl- skyldusvið Akureyrarbæjar starfsmann til að fylgja úr hlaði nýstofnuðu notendaráði fatlaðs fólk. Hún tók það að sér og stýrði þeirri vinnu með miklum ágætum á meðan hún hafði starfsþrek. Við söknum Ólafar mikið, hún var innblástur fyrir okkur öll sem vinnum við að skapa þjónustu fyrir fatlað fólk og að henni er mikill missir. Við sendum Alfreð, Kristínu Helgu, Axel og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur sem og allri stórfjölskyldunni sem við vitum að Ólöfu þótti svo einstaklega vænt um. F.h. fjölskyldusviðs Akur- eyrarbæjar, Karólína Gunnarsdóttir. ✝ SteingerðurSigurðardóttir fæddist á Hnausi í Flóa hinn 6. ágúst 1926. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Grund 24. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Vilhelmína Eiríksdóttir og Sigurður Þorgils- son. Var hún næst- yngst sjö alsystkina en þrjú dóu ung. Bræður Steingerðar voru Bjarni, Þorgils Haukur og Ei- ríkur. Hálfbróðir samfeðra var Vilhjálmur. Þeir eru allir látnir. Steingerður eignaðist tvær dætur, Svönu Hafdísi Stef- ánsdóttur, sambýlismaður hennar er Björn Jóhannsson og sonur hennar er Gunnar Ey- þórsson; og Lindu Sif Sigurðar- dóttur, dóttir hennar er Íris Stefánsdóttir. Steingerður gift- ist árið 1972 Sig- urði Má Péturssyni (látinn 1987). Börn hans og stjúpbörn Steingerðar eru Gréta, hennar börn eru Þórdís Jóna og Hreiðar Már; Egg- ert, hans börn eru Harpa, Íris Björg, Elvar Már, Gerður Hlín og Sigurður Már; Þorvarður Már, hans börn eru Guðmundur Már og Björg; Birna Elínbjörg, hennar börn eru Björg Arna, Arnar Logi og Heiða María, og Pétur, hans börn eru Fanný Mjöll, Birna og Sigurður Már. Útför Steingerðar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 3. maí 2019, klukkan 13. Elskulega Gerða er nú farin á annan stað og við sem eftir erum hér eigum um hana fallegar og dýrmætar minningar. Steingerður Sigurðardóttir, föðursystir mín, var aldrei kölluð annað en Gerða frænka í minni fjölskyldu. Öllum þótti vænt um Gerðu enda einstaklega vönduð manneskja og mörgum kostum gædd. Hún var hlý, gefandi og vel gefin. Ég á svo margar hlýjar minn- ingar úr lífi mínu þar sem Gerða er á einhvern hátt tengd. Gerða var svo stór hluti af fjölskyldu okkar. Ef einhverjir viðburðir voru sem skiptu máli, þá var Gerða alltaf boðin. Skírn barna, brúðkaup og aðrar uppákomur. Það var oft unun að sitja með Gerðu og móður minni, en þær voru innilegar vinkonur í um sjö- tíu ár. Traustið og kærleikurinn þeirra á milli duldist engum. Þær rifjuðu oft upp gamla tíma um ferðalög í íslenskri náttúru, minntust fólks sem þær höfðu þekkt og verið samferðafólk á einhverjum tíma, töluðu um fjöl- skylduna og svo ótalmargt. Það var alltaf léttleiki og gleði þegar þær voru saman. Hér áður fyrr var einstaka sinnum sérrítár í glasi og þá var gjarnan hlegið. Í ágúst 2016 hélt Gerða upp á níræðisafmæli sitt í Pedersen- svítunni í Reykjavík. Þessi dagur var sólríkur og fallegur eins og afmælisdrottningin sjálf. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Gerðu. Stuttu síðar flutti ég frá Íslandi og í fyrra heyrði ég svo að Gerða frænka væri andlega farin að mestu frá okkur. Mikið óskap- lega þótti mér erfitt að heyra það, þrátt fyrir að það væri eðlilegur gangur lífsins. Gerða er nú farin og ég mun alltaf minnast hennar með hlýju, kærleika og virðingu. Elsku Linda Sif, Svana, Íris, Gunnar og fjölskyldan öll, inni- legustu samúðarkveðjur. Ég læt fylgja hér ljóð sem ég tengi á einhvern hátt svo mikið við þessa einstöku frænku mína. Dagný Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungu, - hið ljúfasta, úr lögunum mínum, ég las það í augunum þínum. Þótt húmi um hauður og voga, mun himinsins stjörndýrð loga um ást okkar, yndi og fögnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (Tómas Guðmundsson) Ragnhildur Birna Hauksdóttir. Steingerður Sigurðardóttir Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR SIGURGESTSSON, fyrrverandi forstjóri, Skeljatanga 1, Reykjavík, sem lést annan páskadag á Land- spítalanum, Fossvogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 6. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Áslaug Ottesen Inga Harðardóttir Vicente Sánchez-Brunete Jóhann Pétur Harðarson Helga Zoega Áslaug Kristín, María Vigdís, Hörður Aldís Clara og Victor Pétur Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR, Yrsufelli 1, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 26. apríl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13. Magnea I. Hafsteinsdóttir Njáll Flóki Gíslason Dagbjartur Hilmarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.