Morgunblaðið - 20.05.2019, Side 17

Morgunblaðið - 20.05.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019 ✝ Svanur Elíssonfæddist í Reykjavík 18. jan- úar 1955. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. maí 2019. Foreldrar hans voru Kristrún Guðnadóttir, f. 10.2. 1927, d. 4.4. 2009, og Elís Bjarnason skipstjóri, f. 23.7. 1926, d. 9.9. 1983. Systkini Svans eru Elísabet Birna, f. 11.11. 1953, maki Jó- hann Sigurðsson, f. 14.8. 1955. Hálfsystkini samfeðra eru Jón Garðar, f. 28.11. 1947, d. 20.5. Ingimundardóttir, f. 13.6. 1987. Sonur þeirra er Markús Orri, f. 10.8. 2018. 2) Einar Orri, f. 24.2. 1990, unnusta hans er Fríða Jónsdóttir, f. 16.9. 1991. Svanur ólst upp á Fálkagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann gekk í Mela- og Hagaskóla, lauk námi í framreiðslu frá Hótel- og veitingaskólanum og starfaði á Hótel Holti áður en hann hóf nám í Lögregluskól- anum 1976. Fyrst eftir útskrift úr Lögregluskólanum starfaði hann í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík, síðar ávana- og fíkniefnadeild og loks tækni- deild lögreglunnar frá 1987. Svanur og Anna Margrét bjuggu í Kópavogi og frá árinu 1997 í Frostaskjóli í Reykjavík. Útför Svans fer fram frá Neskirkju í dag, 20. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 1975, og Sævar, f. 16.7. 1949, maki Svandís Árnadótt- ir, f. 15.1. 1950. Svanur kvæntist 27.12. 1980 Önnu Margréti Jóhanns- dóttur, f. 19.11. 1959. Foreldrar hennar eru Anna A. Agnarsdóttir, f. 6.2. 1942, og Jó- hann Ingi Ein- arsson, f. 6.5. 1940, d. 18.12. 2005. Fósturfaðir Önnu Mar- grétar er Páll Örvar Garð- arsson, f. 18.12. 1947. Synir Svans og Önnu Mar- grétar eru: 1) Páll Örvar, f. 5.12. 1982, maki Erla Guðrún Orðin mín um Svan tengdason minn látinn. Það verður hrós, lofgjörð og prís. Þótt ég ætti lífið að leysa gæti ég ekki fundið neitt það sem væri honum til minnkunar. Svan- ur var mörgum kostum gæddur. Hann var hógvær, orðvar, ná- kvæmur og reglusamur og hjálp- semi hans við vini og vandamenn var alltaf sjálfsögð. Svanur var mér mikil stoð og stytta við bú- ferlabrölt mitt í gegnum árin, fjórum sinnum á milli húsa, þá var hann ávallt mættur með málningargræjurnar og hófst handa við að mála og snyrta allt sem honum þótti betur mega fara. Ég get ekki látið þess ógetið hvað hann var glæsilegur. Það var fyrir um fjörutíu og tveim árum að ég var stödd í sam- kvæmi þar sem ég sá þennan fal- lega unga mann og varð mér að orði við dóttur mína daginn eftir: „Það var svo fallegur ungur mað- ur í veislunni í gærkvöld sem ég gæti hugsað mér fyrir tengda- son.“ Forspá þar. Svanur var sleginn illvígum vá- gesti fyrir tveim árum. Hann fór í skurðaðgerð og við tóku lyfja- meðferðir til endadægurs. Hann tók veikindunum með þvílíku æðruleysi að undrum sætti. Ef Svanur var spurður um líðan sína var svarið jafnan: „Ég hef það mjög gott“ og bætti við: „En þú?“ Þakklæti og söknuður er mér efst í huga á kveðjustundinni og tel ég að Svani verði ekki ætlað almennt sæti í æðri heimi. Það verður stúkusæti sem bíður Svans, um- vafið englakórnum. Anna Agnarsdóttir. Mig langar til að minnast Svans, tengdaföður míns, sem nú er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Ég kynntist Svani nokkrum mánuðum eftir að við Palli, sonur hans, byrjuðum að vera saman árið 2011. Ég fann strax hvað Svanur var hlýr og með góða nærveru. Það var allt einhvern veginn ekkert mál og sjálfsagt. Við Palli nutum svo sannarlega góðs af góðmennsku hans. Þegar við fluttum fyrst inn saman og síðar í aðra íbúð tók hann til dæmis ekki annað í mál en að fá að mála allt hjá okkur, sem hann gerði mestmegnis einn, því Svan- ur var líka nákvæmur og vildi bara helst ekki aðra í verkið. Þá eru einnig ótaldar ferðirnar upp á Keflavíkurflugvöll, þegar við vor- um að fara til eða koma heim frá útlöndum. Alltaf vildi Svanur skutla og sækja og var það jafn sjálfsagt þó um hánótt væri. Þá verð ég að nefna alla grillborg- arana og lambalærin, sem ég hef borðað í boði Svans og Önnu Möggu, og samverustundirnar í kringum það, en þar stóð Svanur vaktina við grillið, og skipti þá ekki máli þó úti væri rigning og 20 metrar á sekúndu. Ég gæti haldið áfram, en mér finnst þessi litlu dæmi svo lýsandi fyrir Svan, sem vildi allt fyrir alla gera. Það var mikil gleðistund hjá tengdaforeldrum mínum þegar þau eignuðust sitt fyrsta barna- barn í ágúst síðastliðnum, en þá fæddist Markús Orri, sonur okk- ar Palla. Það væri óskandi að Svanur hefði getað fylgst með afastráknum sínum vaxa og dafna, en á þessum stutta tíma áttu þeir félagar þó saman dýr- mætar stundir og augnablik. Ég man það svo vel að í eitt af sein- ustu skiptunum sem Markús hitti Svan lifnaði svo mikið yfir Svani við að sjá afastrákinn sinn. Svan- ur fíflaðist í Markúsi og þeir brostu á einhvern óræðan hátt svo sérstaklega breitt hvor til annars. Kæri Svanur. Takk fyrir allar samverustundirnar, góðvildina og aðstoðina á þeim tíma sem við þekktumst. Við Palli munum um halda minningu þinni á lofti við litla afastrákinn þinn, sem við vit- um að þú vakir yfir og passar af himnum ofan. Hvíldu í friði. Erla Guðrún Ingi- mundardóttir. Í dag kveðjum við mætan mann, Svan Elísson, eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Svanur var nákvæmur, glað- lyndur, þolinmóður og hallmælti engum. Mikið snyrtimenni og fyrir- mynd allra sem honum kynntust og umgengust. Svanur var með afbrigðum hjálpsamur, þekkti sína styrk- leika og var ávallt boðinn og bú- inn. Kom það meðal annars fram í vel máluðum íbúðum fjölskyld- unnar en þar lifir handbragð hans. Þetta gerði hann þrátt fyrir langan vinnutíma. Í störfum sín- um fyrir lögregluna kynntist hann bæði ljósum sem og dekkri hliðum samfélagsins, en þær upp- lifanir geymdi hann hjá sjálfum sér. Svanur og Anna Magga voru fullkomið teymi, sem kom upp tveimur fyrirmyndardrengjum. Anna Magga og drengirnir stóðu ásamt unnustum þeirra þétt við bakið á Svani í þeim veikindum sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Það var honum mikið gleðiefni að fá í hendur fyrsta barnabarnið, Markús Orra, en tími þeirra saman var allt of stutt- ur. Kæra fjölskylda, Anna Magga, Páll Örvar, Erla og Markús Orri, Einar Orri og Fríða. Það er sárt að sakna, en minningarnar ylja, hugur okkar er hjá ykkur. Fjölskyldan Hraunbæ 70, Erna Agnarsdóttir. Vinur okkar Svanur Elísson er látinn eftir tveggja ára baráttu við erfið veikindi. Við kynntumst Svani í gegnum Önnu Möggu konuna hans þegar við byrjuðum að skokka með Trimmklúbbi Sel- tjarnarness fyrir rúmum þremur áratugum. Með okkur fjórum vin- konum og eiginmönnum okkar tókst náinn og dýrmætur vin- skapur sem hefur eflst og styrkst með árunum. Undanfarna daga hafa komið upp í hugann góðar minningar sem veita yl og birtu. Óhætt er að fullyrða að Svanur hafi verið gæfumaður í einkalífinu með Önnu Möggu, ástina í lífinu, sér við hlið. Hún var manni sínum klettur og skjól í erfiðri baráttu hans síðustu misserin. Tveir ynd- islegir synir þeirra, Páll Örvar og Einar Orri, hafa stutt foreldra sína og aðdáunarvert að fylgjast með hve fjölskyldan stóð þétt saman og sýndi mikið æðruleysi á erfiðum tímum. Það birti þegar von var á litlum afa- og ömmu- dreng og dýrmætt að Svanur skyldi ná að fylgjast með litla Markúsi Orra þroskast og dafna fyrstu mánuði ævinnar. Svanur lærði til þjóns sem ef- laust hefur reynst honum gott veganesti í ævistarfi sínu innan lögreglunnar. Hann var einstak- lega hjálpsamur og greiðvikinn maður og lagði sig fram um að finna lausnir á öllum málum. Svanur var dulur en með afar hlýja nærveru. Eflaust hefur vinnan hans í rannsóknarlögregl- unni oft verið erfið og tekið mikið á. Okkar góði, sterki vinur naut sín vel í því flókna starfi sem allt samfélagið treystir á að í veljist úrvalsfólk. Við vinirnir hittumst oftar eftir því sem árin liðu og nutum skemmtilegra stunda saman. Við munum seint gleyma ófáum hum- arveislum sem þau hjónin héldu af miklum höfðingsskap. Margs er að minnast og erum við sátt og þakklát fyrir að leiðir okkar lægju saman. Fyrir tæpum þrem- ur mánuðum hittumst við og borðum góðan mat, spjölluðum og hlógum. Við vissum þá að hugs- anlega fengjum við ekki fleiri tækifæri til að gleðjast öll saman. Við erum ríkari fyrir að hafa kynnst Svani, þeim góða dreng sem kaus að sjá jákvæðar hliðar á tilverunni. Hann var æðrulaus og þakklátur fyrir lífið og það sem það gaf honum til hinstu stundar. Svanur ætlaðist ekki til mikils af öðrum en krafðist þeim mun meira af sjálfum sér. Aldrei heyrðist hann kvarta heldur gerði lítið úr veikindum sínum og sagði gjarnan þegar hann var spurður um líðan að hann hefði það fínt. Nú hörmum við að góðu stund- irnar verða ekki fleiri með Svani og syrgjum sárt hvað hann þurfti að kveðja allt of snemma. En genginn er góður og tryggur vin- ur. Við höfum fylgst með og dáðst að þeim mikla stuðningi og hlýju sem vinir hans sem og samstarfs- fólk í lögreglunni hefur sýnt hon- um og fjölskyldunni. Elsku vinkonu okkar, sonum þeirra, tengdadætrum og sonar- syni vottum við okkar dýpstu samúð. Einnig sendum við systk- inum hans og fjölskyldum þeirra, tengdamóður og mágum, hug- heilar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku vinur. Elfa, Hildur, Ingibjörg Ósk. Það eru upp undir 30 ár síðan börnin okkar hófu nám við Su- zuki-tónlistarskólann. Foreldr- arnir tóku mikinn þátt í námi barnanna og félagsstarfi því tengdu. Við fórum svo í allmarg- ar ferðir saman á námskeið hér heima og í útlöndum. Ferðin okk- ar til Balatonvatns í Ungverja- landi stendur upp úr í minning- unni. Börnin uxu úr grasi en foreldrarnir urðu vinafólk og ferðafélagar. Það hefur ekkert breyst í tímans rás. Einn í þessum hópi var Svanur Elísson. Svanur hafði góða nær- veru. Hann var afskaplega jafn- lyndur og skipti aldrei skapi svo að við sæjum. Hann var hófsam- ur í hvívetna, hraustmenni og stundaði reglulega líkamsrækt. Ekki síst þess vegna kom okkur í opna skjöldu að hann skyldi veikjast af alvarlegu meini sem dró hann til dauða á skömmum tíma. Síðasta ferðin sem við fórum saman var fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Þá var Svanur orðinn veikur en lét það ekki á sig fá. Þetta var í Kaupmannahöfn, þar sem Svanur var á heimavelli vegna starfsþjálfunar sem hann sótti þar af og til. Hann var æðru- laus, kvartaði aldrei og tók fullan þátt í öllu því sem við gerðum okkur til gamans. Okkur þótt full ástæða til að endurtaka leikinn nú í haust og Anna Magga og Svanur ætluðu ekki að láta sig vanta. Því miður var svo af Svani dregið að þau urðu að hætta við, en ekki fyrr en fullreynt var að ekki yrði komist. Svanur var drengur góður og við söknum nú góðs vinar sem við kveðjum með söknuði. Guð blessi minningu hans. Við sendum Önnu Möggu, son- um þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Að leiðarlokum er það huggun harmi gegn að minnast Svans. Hann var góður fjölskyldufaðir og bar hag konu og barna fyrst og fremst fyrir brjósti. Á minningu hans fellur enginn skuggi. Fyrir hönd Mor- og FarViolin, Regína Gréta Pálsdóttir. Látinn er fyrir aldur fram eftir erfið veikindi kær starfsfélagi og vinur, Svanur Elísson lögreglu- fulltrúi. Lífið er hverfult og sárt þegar fólk á besta aldri fellur frá kærri fjölskyldu og vinum. Á slíkri stundu verður manni orð- fátt um hið margsnúna lífshlaup sem gefur og tekur. Svanur var réttsýnn og góður lögreglumaður, léttur í lund og baauð af sér afar góðan þokka hvar sem hann fór. Það er góð minning að hafa átt slíkan sam- starfsmann og félaga í krefjandi starfi sem víðar. Það styrkir lög- reglumenn í starfi að hafa trausta starfsfélaga sér við hlið og til að fara yfir málin eftir erfið og snúin útköll, því oft er ekki langt í næsta verkefni þar sem mikið getur reynt á til hinna ýmsu verka. Svanur var sanngjarn við þá sem hann þurfti að hafa afskipti af í starfi, útskýrði hlutina af hóg- værð, festu og yfirvegun þannig að viðkomandi skynjuðu yfirleitt lögregluafskiptin án frekara mál- þófs. Svanur komst vel í gegnum lögreglustarfið, bæði við almenn löggæslustörf, umferðareftirlit, rannsóknir sem annað. Það er ómetanlegt fyrir liðsheildina að hafa átt slíkan samstarfsmann með vandvirkni og lipurð til verka. Við Svanur áttum gott spjall fyrir nokkru og dáðist ég að yf- irvegun hans þrátt fyrir erfið veikindi. Því spjalli lauk með bjartsýni okkar beggja til góðs bata. Það væri hægt að skrifa langa minningargrein um góðar stundir með Svani, minningar sem ég mun geyma um samstarfsmann og vin sem gaf af sér góðan starfsanda innan vakta, deilda sem víðar. Megi Guð vernda Svan og minningu hans og gefa eiginkonu, börnum, fjölskyldu og vinum styrk og ljós til framtíðar. Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér, það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. (Aðalheiður Hallgrímsdóttir) Með virðingu og þökk kveð ég kæran samstarfsmann og félaga. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ómar G. Jónsson. Hvað er meint þegar sagt er í minningu einhvers: „Hann var drengur góður“? Í þessu orðatil- tæki hefur frá fornu fari falist sú fullyrðing að um einstakan ágæt- ismann hafi verið að ræða. Önd- vegismann í allri þeirri merkingu sem það orð felur í sér. Þetta orðatiltæki viljum við færa yfir á vin okkar og náinn samstarfs- félaga til fjölda ára sem kvaddur er í dag, Svan Elísson. Hann var drengur góður. Svanur unni lögreglustarfinu. Það sást best á vönduðum vinnu- brögðum og framkomu hans gagnvart vinnufélögum og sam- borgurum. Nærgætinn og um- hyggjusamur, líka gagnvart þeim sem ekki voru á góðum stað í líf- inu eins og sagt er. Hann naut þess að taka þátt í fjölbreytileika starfs okkar, vera til staðar fyrir þá sem yngri voru, leiðbeindi og tók leiðbeiningum. Svanur var frumkvöðull hvað lögregluljósmyndun varðar og vörslu slíkra sönnunargagna. Óþreytandi í að leita bestu leiða og lausna fyrir lögregluna í land- inu að koma á stórum ljósmynda- grunni þar sem allar myndir væru skráðar og geymdar. Sú þrautseigja hans skilaði sér, því að í dag hefur lögreglan yfir slík- um grunni að ráða. Þeir eru ófáir lögreglumennirnir í gegnum árin sem hafa notið leiðsagnar Svans við ljósmyndun. Gæði, fag- mennska og framsetning lög- regluljósmyndunar hefur jafnt og þétt batnað með árunum og þar teljum við Svan eiga stóran þátt. Sjálfur var hann oftast nær ljósmyndarinn og sjaldnast fram- an við myndavélina. Var duglegur að skrásetja sögu lögreglunnar en var lítið fyrir það að vera sjálf- ur í sviðsljósinu. Í dag eru þær myndir og stundir okkur dýr- mætar minningar. „Engin vandamál, bara lausn- ir“ voru einkunnarorð hans í starfi og leik. Traustur og raun- góður á erfiðum stundum. Ef ein- hverju okkar varð á, eitthvað mis- fórst, kom góðlátleg athugasemd frá honum: „Ekkert mál, gerir þetta bara tvisvar næst vinur.“ Hæglátur en glaðlyndur, vildi gera öllum gott og lét fátt trufla sig eða koma sér úr jafnvægi. Slíkur starfsmaður er hverri stofnun mikilvægur. Slíkur starfsmaður er ríkur þáttur í því að mikið traust mælist í garð stofnunarinnar. Virðing og traust er áunnið. Í dag kveðjum við með virðingu og söknuði einstakan heiðursmann. Saga tæknideildar síðustu 30 ár hefur verið með Svan Elísson inn- anborðs. Það er okkar sem eftir stöndum að halda á lofti minningu góðs drengs. Hvíl í friði, Svanur Elísson. Sendum Önnu Möggu, Páli Örvari, Einari Orra og þeirra nánustu hugheilar samúðarkveðj- ur. Samstarfsmenn í tæknideild lögreglu, Agnes Eide, Björgvin, Bogi, Guðjón, Guðmundur Ingi, Guðmundur Þór, Haukur, Hörður, Jóhannes Gauti, Logi, Ragnar, Sigurlín Rósa, Vignir Örn og Valþór. Svanur Elísson Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, GRÉTAR ÞÓR FRIÐRIKSSON frá Höfða, Skagafirði, lést sunnudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, föstudaginn 24. maí klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur, 0310-13-703015, kt. 5611790189. Sandra Rún Grétarsdóttir Andri Þór Grétarsson Ingvar Þór Kale Guðrún Þórðardóttir systur og barnabörn hins látna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG R. LÍNDAL KARLSDÓTTIR, Gógó, Hringbraut 2 B, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 15. maí. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. maí klukkan 13. Kristín Líndal Hafsteinsd. Hörður Oddgeirsson Karlotta Líndal Hafsteinsd. Sigurður Friðfinnsson Guðmundir Örn Jónsson Guðbjörg Líndal Jónsd. Hallgrímur Atlason Grétar Jónsson Þórlaug Steingrímsdóttir Rúnar Haraldur Jónsson Ástkær móðir okkar, GUÐLAUG HINRIKSDÓTTIR, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Börnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.