Morgunblaðið - 20.05.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MAÍ 2019
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
50 ára Sævar ólst upp
í Efra-Breiðholt en býr í
Kópavogi. Hann er
sjálfvirkniverkfræð-
ingur að mennt frá Há-
skólanum í Skövde og
Háskólanum í Lough-
borough og MBA frá
HR. Hann er verkefnastjóri hjá Isavia í
þróunar- og rannsóknadeild.
Maki: Sigríður Sía Þórðardóttir, f. 1970,
forstöðumaður hjá Advania.
Börn: Sæunn Rut, f. 1990, og Viktor, f.
1997.
Foreldrar: Birgir Ríkarðsson, f. 1950,
vélvirki, bús. á Selfossi, og Guðný
Harðardóttir, f. 1951, framkvæmdastjóri
Strá ehf., bús. í Reykjavík.
Sævar
Birgisson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þarfir þínar eru mikilvægar og þú
ættir að splæsa á þig því sem þig langar í.
Láttu það ekki undir höfuð leggjast.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt í vandræðum með eitthvað
sem þú fórst létt með hér áður fyrr. Gefðu
þér því nægan tíma í að kryfja málin til
mergjar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu kost á þér á framabraut-
inni, sama hversu illa þér hefur gengið til
þessa. Ef þú dekrar þig smá, muntu skyndi-
lega finna fyrir auknum krafti og lífsvilja.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Næstu vikurnar munu sennilega
verða þér hagstæðar í starfi og á vinnu-
staðnum. Láttu neikvæðni annarra ekki
draga úr þér því þú veist hvað þú þarft að
gera.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ættir að brjóta upp daginn með
einhverju óvæntu. Farðu gætilega og
reyndu að láta þér nægja að koma sjón-
armiðum þínum á framfæri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hætt við því að það komi upp
einhvers konar óþægindi eða ósætti í
vinnunni i dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. Láttu ekkert egna þig
upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur mikið að gera og
skalt ekki fara út í stórar framkvæmdir á
heimilinu. Vertu opin/n fyrir nýjum aðferð-
um til að gera hlutina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að deila velgengni þinni
með þeim sem standa þér næst. Gættu
þess bara að skoðanir þínar hvorki móðgi
né gangi fram af fólki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu daginn í að tryggja fram-
tíð þína á hagnýtan og fjárhagslegan máta.
Gamall vinur birtist aftur þér til mikillar
ánægju.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér verður ljóst að ýmislegt þarf
að lagfæra af heimilistækjum og öðru á
heimilinu í dag. Leggðu áherslu á að um-
gangast aðeins jákvætt fólk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þig langar til að aðstoða einhvern í
vinnunni í dag. Drífðu í því, það þurfa ekki
að gera neinar stórbreytingar.
verið inn í dæmin. Með því að fylgj-
ast samtímis með augnhreyfing-
unum má kortleggja skynjun, at-
hygli og vinnsluminni viðkomandi.
Þetta geri ég á tilraunastofu með dr.
Árna Kristjánssyni, prófessor í HÍ,
sem er einn af leiðbeinendum mín-
um.“
minnið. Ein leiðin er að varpa flóknu
og óvenjulegu tónefni, eins og því
sem gjarnan einkennir nútíma-
tónlist, á skjá og sýna bæði atvinnu-
tónlistarmönnum og samanburðar-
hópi af götunni. Þátttakendur fást
við verkefni, eins og t.d. að koma
auga á breytingar sem settar hafa
P
étur Jónasson fæddist 20.
maí 1959 í Reykjavík en
ólst upp í Bandaríkj-
unum frá fjögurra mán-
aða aldri til sex ára, nán-
ar tiltekið Minneapolis, Worcester
og Boston. Fjölskyldan bjó síðan í
Reykjavík en flutti svo í Garðabæ.
Pétur gekk í Laugarnesskóla og
Barna- og Gagnfræðaskóla Garða-
hrepps og varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1977.
Pétur hóf nám í gítarleik níu ára
að aldri hjá Eyþóri Þorlákssyni og
var við framhaldsnám hjá Manuel
López Ramos í Mexíkóborg eftir
stúdentinn. Að loknu námi þar 1982
hlaut Pétur Sonning-heiðursstyrkinn
danska til frekara náms á Spáni hjá
José Luis González og í kjölfarið var
honum veittur styrkur frá spænska
ríkinu til þess að stunda nám hjá
José Luis Rodrigo í Santiago de
Compostela. Árið 1986 var hann einn
af tólf gítarleikurum víðs vegar að úr
heiminum sem valdir voru til þess að
leika fyrir Andrés Segovia á sögu-
frægu námskeiði sem haldið var í
University of Southern California í
Los Angeles.
Pétur hefur komið fram sem ein-
leikari í 25 löndum, gert útvarps- og
sjónvarpsupptökur og leikið inn á
hljómplötur og geisladiska, m.a. verk
sem samin hafa verið sérstaklega
fyrir hann. Hann var tilnefndur til
Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
árið 1990, fyrstur íslenskra einleik-
ara. Pétur hefur einnig lagt mikla
áherslu á kammertónlist og er m.a.
gítarleikari CAPUT-hópsins og Riot
Ensemble í London, hljómsveita sem
báðar sérhæfa sig í flutningi á sam-
tímatónlist. Pétur hefur verið kenn-
ari við Listaháskóla Íslands frá 2004.
Auk tónleikahalds og kennslu
stundar hann nú rannsóknir í Lond-
on og á Íslandi til doktorsgráðu frá
Royal College of Music í London.
„Þetta er rannsóknasetur sem heitir
Centre for Performance Science þar
sem stundaðar eru raunvísindarann-
sóknir á þeim fjölmörgu og ólíku
þáttum sem liggja að baki því að
flytja tónlist sem og sviðslistir al-
mennt. Ég er að rannsaka hvernig
tónlistarmenn leggja flókna hluti á
Pétur þarf sjálfur á góðu minni að
halda því hann hefur verið að flytja
70 mínútna verk í niðamyrkri ásamt
hljómsveit sinni, Riot Ensemble, að
kröfu tónskáldsins Georgs Fried-
richs Haas. Hljómsveitin frumflutti
verkið, sem heitir Solstices, eða Sól-
stöður, á Myrkum músíkdögum í
vetur og mun leika það á tónlistar-
hátíðum úti um allan heim næstu tvö
árin. „Það þótti við hæfi að frum-
flytja verkið á Íslandi. Nútíma-
tónlist er oftast mjög flókin og þótt
maður hafi nóturnar fyrir framan
sig þarf maður samt að kunna hana
utan að að stærstum hluta. Þegar
við erum að flytja þetta verk sér
maður ekki einu sinni hendurnar á
sér. Það er fyrir tíu hljóðfæraleikara
og því reynir mjög á minni og sam-
hæfingu, en höfundur verksins er
sannarlega einn af ca. fimm fremstu
núlifandi tónskáldum heims.“
Pétur hefur verið í hljómsveitinni
Riot Ensemble síðustu tvö ár. „Ég
var beðinn að spila með þeim á
tvennum tónleikum og eftir þá var
mér boðið að gerast fastameðlimur
Pétur Jónasson, gítarleikari og doktorsnemi – 60 ára
Riot Ensemble Frá hljóðupptökum í Bretlandi um daginn fyrir nýjan geisladisk.
Rannsakar eigið minni og annarra
Gítarleikarinn Pétur slær á létta strengi að þessu sinni.
40 ára Selma er
Reykvíkingur og ólst
upp í Árbæjarhverfinu.
Hún er með BA-gráðu
í grafískri hönnun frá
Listaháskóla Íslands
og er hönnunarstjóri
(CD) hjá Pipar/TBWA
og einn af eigendum fyrirtækisins og
situr í stjórn þess.
Maki: Árni Davíð Skúlason, f. 1977, for-
stöðumaður hjá Arion banka.
Börn: Tanja Kristín, f. 2002, Mikael Aron,
f. 2006, og Hilmir Hrafn, f. 2011.
Foreldrar: Þorsteinn Pálsson, f. 1954, og
Kristín Árnadóttir, f. 1954, eigendur og
starfsmenn fasteignafélagsins Laugar
ehf. Þau eru búsett í Kjósarhreppi.
Selma Rut
Þorsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
Sandgerði Óskírð El-
ísdóttir fæddist 31.
mars 2019 kl. 23.31.
Hún vó 2.835 g og var
47 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sigrún
Svava Thoroddsen og
Elís Gunnþórsson.
Nýr borgari