Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 4

Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Anna Þóra Björnsdóttir, annar eigenda gleraugnaverslunar- innar Sjáðu við Hverfisgötu, segir í samtali við Morgunblaðið að hún sé ein þeirra sem fundið hafa fyrir framkvæmdum og götulokunum. „Fyrirtækið sem keyrir til okkar vörur var að koma og segja okkur að í framtíðinni yrðum við að sækja hlutina sjálf. En ástæðan er sú að það kemst ekki með vörur hingað til okkar,“ segir hún. Í gær hófst vinna við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis og er það hluti af endurnýjun Hverfis- götu sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Vegna þessa verða gatnamótin lokuð fram til loka ágúst hið minnsta og verður umferð beint um hjáleiðir. Þá var einnig nýverið sú breyting gerð að Lauga- veg skal aka upp að hluta í stað niður, eins og greint hefur verið frá. Umræðuefnið við alla kúnna Spurð hvort hún telji aðgengi að verslun sinni erfitt fyrir viðskipta- vini svarar hún: „Já. Þetta er um- ræðuefnið við hvern einasta kúnna. Það eru allir að tala um hvað það er erfitt að komast í bæinn.“ Anna Þóra segist vel gera sér grein fyrir nauðsyn framkvæmda, en að skyn- samlegra hefði verið að ráðast ekki í nýhafnar framkvæmdir á sama tíma og breytt akstursstefna gildir á Laugaveginum í bland við götu- lokanir og -þrengingar. „Viðskiptavinurinn lítur þannig á að það taki því ekki lengur að koma, þetta sé orðið svo mikið vesen. En mér finnst eiginlega verst þegar birgjar eru farnir að segja okkur að sækja vörurnar sjálf vegna erfiðs aðgengis,“ bætir hún við. Sindri Snær Jensson, einn eig- enda Húrra Reykjavík við Hverfis- götu, segist ekki hafa fundið fyrir framkvæmdunum sem slíkum. „Ég hef í raun ekkert út á þessar framkvæmdir að setja,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Segist hann telja að viðskipta- vinir muni áfram sækja þangað sem finna má vinsæl vörumerki og eft- irsóttar vörur sem erfitt er að finna annars staðar. Sindri Snær segist hins vegar finna fyrir því þegar lok- að er fyrir umferð eða bílastæði í námunda við verslanir. „Þá breytist einhvern veginn mynstrið,“ segir hann, en leggur áherslu á að sín til- finning sé sú að kúnnar finni samt leiðir til að sækja verslanirnar heim. Nóg af stæðum á Skúlagötu Aðspurður segir Sindri Snær að kúnnar verslananna ferðist með mjög fjölbreyttum hætti. Margir þeirra komi á reiðhjólum, fótgang- andi og með strætó. Stór hluti kem- ur þó með einkabílnum. „Það er feikinóg af bílastæðum, til dæmis á Skúlagötu og nálægt Skuggahverfi og víðar,“ segir hann. Bjarni Brynjólfsson er upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir framkvæmdirnar á Hverfisgötu enga stórframkvæmd. „Þetta er svo sem ekki nein stór- framkvæmd miðað við það sem áður hefur gengið á á Hverfis- götunni,“ segir Bjarni og bætir við að verkið verði unnið eins hratt og unnt er. Þá segir hann alltaf svolítið erfitt þegar framkvæmdir standa yfir. „En á eftir verður þetta allt betra,“ bætir hann við. Birgir neitar að koma með vörur  Kaupmenn og viðskiptavinir finna mjög fyrir erfiðu aðgengi í miðborg Reykjavíkur  Stór fram- kvæmd hófst í gær  Þetta er umræðuefnið við hvern einasta kúnna, segir verslunareigandi í bænum Morgunblaðið/RAX Sundurgrafin Miklar framkvæmdir standa yfir neðarlega á Hverfisgötu og verður hluti götunnar lokaður í sumar. Kaupmenn hafa lengi kvartað yfir erfiðu aðgengi í bænum vegna framkvæmda, götulokana og götuþrenginga. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Sýning Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, „Hjúkrun í 100 ár“, var formlega opnuð í Árbæjarsafni í gær þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi í félaginu, klipptu á borða við hátíðlega athöfn á safninu. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir sýninguna vera lið í 100 ára afmælishátíð félagsins sem haldin er í ár og að hún muni standa öllum opin þar til í lok október. Lög undirrituð þennan dag Guðbjörg segir að sýningin reki sögu hjúkrunar á Íslandi frá því í byrjun 20. aldar, þegar smitsjúk- dómar og skortur á mat og almennu hreinlæti voru helstu ógnir við heilsu bæjarbúa, og fylgi þróun hennar eftir fram í sérhæfðan og tæknivæddan heim hjúkrunar í nú- tímanum. Hún segir að dagurinn 19. júní hafi verið sérvalinn vegna kvenrétt- indadagsins en einnig vegna þess að það var þennan dag árið 1933 sem Kristján X. konungur skrifaði í fyrsta skipti undir svokölluð hjúkr- unarkvennalög, sem gerðu starf hjúkunarfræðinga á Íslandi lög- verndað. Guðbjörg segir fjölskylduhátíð til- einkaða börnum hjúkrunarfræðinga og börnum sem þeir hafa sinnt á síðustu 100 árum verða haldna á safninu 15. ágúst næstkomandi. „Þar með erum við komin með alla landsbyggðina. Ég held að enginn fari í gegnum lífið án þess að vera sinnt af hjúkrunarfræðingi á þessu tímabili frá vöggu til grafar,“ segir hún. Segja má að kvenréttindadagur- inn eigi vel við í sögu hjúkrunar- fræðinga, en stéttin, sem er 97% kvennastétt, hefur lengi barist fyrir auknum réttindum. Með 20% lægri grunnlaun Guðbjörg segir að þótt Ísland sé framarlega í réttindabaráttu kvenna sé landið ekki framar en svo að hjúkrunarfræðingar telji sig vera með 20% lægri grunnlaun en aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð. Auk þess sé mun meiri kynjaskipting í hjúkrun hér á landi en í mörgum öðrum löndum. „Ein- hverra hluta vegna er menning okk- ar þannig að við erum ekki að sýna karlmönnum nógu mikið svigrúm til að fara í hjúkrun eins og við sjáum í öðrum löndum. Við erum 97% kvennastétt í dag, sem er mjög ólíkt öðrum löndum þar sem karlar eru allt upp í 20% af stéttinni.“ Morgunblaðið/Hari Forsetar Guðni Th. Jóhannesson og Vigdís Finnbogadóttir opnuðu sýninguna „Hjúkrun í 100 ár“ í Árbæjarsafni. 100 ára saga hjúkrunar rakin á Árbæjarsafni  Kvenréttindadagurinn sérvalinn fyrir opnunina Fleiri hælisleitendur hafa sótt um al- þjóðlega vernd það sem af er ári mið- að við sama tíma í fyrra, samkvæmt nýjustu tölum Útlendingastofnunar. Þar kemur fram að 322 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir lok maí sl., sem er meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þegar talan var alls 235. Eitthvað hefur þó hægst á á fjölgun hælisleitenda á árinu miðað við tölur Útlendingastofnunar fyrir apríl og maí. Fjöldi einstaklinga sem sóttu um alþjóðlega vernd á fyrstu þremur mánuðum ársins var 222, eða að meðaltali 74 á mánuði. Í apríl sóttu 44 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi en 56 í maí. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlend- ingastofnunar, segir fjölda umsókna á fyrstu þremur mánuðum ársins svipa til ársins 2017, en í lok mars á því ári voru umsóknir 226. Segir hún að fjöldi umsókna í apríl og maí á þessu ári svipi frekar til gagna frá 2018, en þá bárust stofnuninni 43 umsóknir í apríl og 54 í maí. Flestir frá Írak og Afganistan Flestar umsóknir á árinu eru frá einstaklingum frá Írak, 42, og Afgan- istan, 28. Á sama tíma í fyrra höfðu 43 einstaklingar frá Írak sótt um alþjóð- lega vernd en 14 frá Afganistan. Þriðju algengustu ríkisföng hælis- leitenda eru Nígería og Venesúela, en 24 einstaklingar frá hvoru landinu hafa sótt um alþjóðlega vernd á árinu. Er það fjölgun frá því í fyrra, þegar fimm einstaklingar frá Venesúela sóttu um hæli á fyrstu fimm mánuð- um ársins 2018 og enginn frá Nígeríu. Fleiri hafa sótt um hæli nú en í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.