Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Í svari forsætisráðherra við fyrir-spurn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar um fjölda starfsmanna á launaskrá forsætis- ráðuneytisins nú og á síðustu árum kemur fram að veruleg fjölgun hefur orðið í ráðuneytinu.    Árið 2016 vorustarfsmennirnir 44 en nú eru þeir 57.    Þær skýringarsem helstar eru nefndar í svari for- sætisráðherra eru að fimm starfsmenn hafi flust til ráðu- neytisins með tilfærslu jafnréttismála, og að auk þess hafi skrifstofustjóri verið skipaður yfir þá skrifstofu. Þá hafi tvö stöðugildi flust til ráðu- neytisins frá Alþingi.    Samkvæmt þessu hafa sjö störfflust til ráðuneytisins vegna til- flutnings verkefna sem þýðir að þar fyrir utan hefur fjölgað um sex starfs- menn á þremur árum.    Það er mikil fjölgun í ekki stærristarfsmannahópi.    Fyrirtæki landsins hafa þurft aðhagræða verulega og segja upp fólki. Innan fyrirtækja eru tilfærslur á verkefnum ekki nýttar til að fjölga yfirmönnum í leiðinni, þvert á móti.    Þá sýna þær umræður sem nústanda yfir um ríkisfjármálin að ríkið þarf að spara.    Við þær aðstæður væri eðlilegt,ekki síst eftir þá útþenslu sem verið hefur, að forsætisráðuneytið gengi á undan með góðu fordæmi. Tækifæri til hagræðingar STAKSTEINAR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tillaga forsætisnefndar borgar- stjórnar Reykjavíkur að nýjum reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa og trún- aðarstörf utan borgarstjórnar var lögð fram á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Tillagan grundvallast á reglum sem Alþingi hefur sett um sama efni. Meirihlutinn lagði þó til á fundinum að reglurnar gengju lengra og næðu til óbeinnar eignar- aðildar borgarfulltrúa að fyrir- tækjum. Meirihlutinn og fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands samþykktu að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins gagnrýndu þessa afgreiðslu og vinnubrögð og ummæli forseta borgarstjórnar. Í bókun borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins er sagt að nýsamþykktar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hafi verið brotnar í þessu máli með óundirbúinni breyt- ingartillögu og notkun á ræðustóli borgarstjórnar í dylgjur sem lítill sómi hafi verið af. Sjálfstæðismenn lögðu áherslu á að þeir hefðu verið tilbúnir að samþykkja tillögur for- sætisnefndar, með fyrirvara um samþykki Persónuverndar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, sem stjórnaði síðasta borgarstjórnarfundi sínum, segir að ákveðið hafi verið að leggja fram drög sem byggðu að mestu leyti á reglum Alþingis en koma fram með breytingartillögu á fundinum um að auka enn frekar gagnsæi varðandi eignarhald. Það hafi verið talið skýr- ara en að fela þá tillögu inni í regl- unum frá Alþingi. Dóra segir að ákveðið hafi verið að vísa tillögunum til borgarráðs til fullnaðarafgreiðslu vegna krafna minnihlutans um að bíða eftir mati Persónuverndar. Fjárhagsreglum vísað til borgarráðs  Breytingartillaga um frekara gagnsæi  Minnihlutinn gagnrýnir vinnubrögð Svo bar til að það rigndi í Reykja- vík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mæld- ust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Þar með er úrkoman í júní í Reykjavík komin í 2,9 millimetra. Þetta er það minnsta í júní hingað til á þessari öld. Fyrri rigning kom 2. og 15. dag mánaðarins. Þetta er gríðarleg breyting frá júní í fyrra. Þá mældist úrkoman 88,4 millimetrar allan mánuðinn, eða 75% umfram meðallag. En júní í ár er bara ekki sá þurrasti, heldur er hann líka einn sá sólrík- asti. Nokkur dæmi eru um þurra júnímánuði á síðustu öld, sam- kvæmt upplýsingum Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Minnst var úrkoman árið 1971. Þá var hún ekki orðin nema 0,2 millimetrar 19. júní og varð ekki nema 2,1 mm í öllum mánuðinum. Það er þurr- asti júní sem vitað er um í Reykja- vík. „Júní 2019 mun því ekki slá hann út,“ segir Trausti. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sólbað Júnímánuður hefur það sem af er verið einn sá sólríkasti. Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.