Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 4 5 PRÓFAÐU 100% RAFBÍL Í 24 TÍMA! RENAULT ZOE Renault ZOE – verð: 3.790.000 kr. TIL AFGREIÐSLU STRAX! Hafðu samband við sölumenn Renault og tryggðu þér 100% rafdrifinn ZOE til reynslu í 24 tíma. Renault ZOE hefur algjöra sérstöðu í þessum stærðarflokki rafbíla með 300 km uppgefið drægi.* ZOE er að auki, eins og aðrir nýir Renault bílar, með ríkulegan staðalbúnað. Taktu græna skrefið og prófaðu Reanult ZOE 100% rafbíl. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 *Uppgefið drægi miðast við WLTP staðal. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Skemmdirnar eru mjög alvarlegar vegna þess að þetta er það víðfeðmt, það er mikið um pár,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, um skemmdarverk sem unnin voru á Helgafelli í Hafnarfirði nýlega. Þar hafa skemmdarvargar greypt myndir af getnaðarlimum og skrifað nöfn sín í berg fjalls- ins. Krot þetta er afar áberandi öllum sem leið eiga um. Umhverfisstofnun hefur kært málið til lög- reglu en óvíst er til hvaða aðgerða stofnunin mun grípa í framhaldinu, enda ekki um friðlýst svæði að ræða. Brotin skilja eftir sig skemmdir sem tekur náttúruna tugi eða hundruð ára að afmá. Hugsanlega börn að verki „Það eru alla jafna til leiðir til þess að minnka svona skaða. Þær duga misvel eftir því hvernig bergið er svo við getum kannski ekki alveg sagt neitt með fullri vissu um aðgerðir. Það verður á valdi sveitarfélaganna sem eiga Reykjanesfólksvang að meta framhaldið en við munum aðstoða eftir föngum ef þess verður óskað,“ segir Björn. Um það hvort ekki verði erfitt að hafa uppi á skemmdarvörgunum segir Björn: „Áletranirnar eru í einhverjum tilvikum býsna einkennandi.“ Hann bendir á að skynsamlegast sé fyrir þá sem ábendingar kunna að hafa út frá áletr- ununum að snúa sér beint til lögreglu. Mögu- leiki sé á að skemmdarvargarnir séu börn og því varar Björn við of miklu hatri gagnvart spjöllunum. Vaxandi vandamál Annað stórt umhverfisspjallamál kom upp fyrr í þessum mánuði þegar rússneskur ferða- maður og samfélagsmiðlastjarna ók utan vegar skammt frá Jarðböðunum við Mývatn og skildi eftir sig miklar skemmdir. Um það hvort náttúruspjöll séu að færast í aukana hérlendis segir Björn: „Á tilteknum landsvæðum eins og á Friðlandi á Fjallabaki hefur utanvegaakstur sannarlega verið vaxandi vandamál svo á einhverjum stöð- um á landinu virðist þetta því miður hafa færst í aukana. Í öðrum tilvikum getur verið að það sé bara meiri samkennd á meðal íbúa og ferða- manna um að láta vita af svona brotum.“ Björn bendir á að nýr hópur skemmdar- varga sé orðinn meira áberandi. „Það má segja að það sé fólk sem fer sínu fram og virðist ekki skammast sín fyrir það heldur gerir í því að markaðssetja sjálft sig sem einstaklinga sem vilja fara sínu fram og jafnvel setja sitt mark á náttúruna með hætti sem varðar við lög.“ Sá hópur líti jafnvel á sektargreiðslur fyrir nátt- úruspjöll sem markaðskostnað þar sem það að brjóta reglurnar veki athygli og geti stækkað fylgjendahópa á samfélagsmiðlum. Reðurtákn rist í berg Helgafells  Tekur náttúruna tugi eða hundruð ára að lagfæra skemmdarverkin  Áletranirnar á fjallinu „býsna einkennandi“  Athæfið kært til lögreglu  Nýr hópur skemmdarvarga að ryðja sér til rúms Skemmdarverk Ummerki þeirra sem léku sér að því að rista stafi og tákn í náttúruna eru vel sýnileg öllum sem ferð eiga um. Sár sem þessi geta tekið mjög langan tíma að hverfa. Ljósmynd/María Elíasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.