Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkur hefur veitt heimild til
að vinna deiliskipulagstillögu fyrir
Frakkastígsreit, þ.e. lóðirnar
Laugaveg 33, 33a, 33b, 35 og 37 og
Vatnsstíg 4 á kostnað lóðarhafa og
að mestu í samræmi við nýjustu til-
lögur, dagsettar 24. maí 2019. Lóð-
arhafi er félagið Leiguíbúðir ehf.
Reiturinn, sem skipulagið nær til,
afmarkast af Hverfisgötu í norðri,
Laugavegi í suðri, Vatnsstíg í vestri
og Frakkastíg í austri. Deiliskipu-
lagstillagan er unnin af Zeppelin
arkitektum og felst hún í að hús á
Laugavegi 33 og 33b verði færð í
átt að upprunalegu útliti, hús á
Laugavegi 35 verði hækkað um eina
hæð og timburhluti sama húss verði
endurbyggður og hækkaður um
eina hæð, hús á Laugavegi 33a og
Vatnsstíg 4 verði rifin og ný byggð í
þeirra stað, uppbyggingu á Lauga-
vegi 37 o.fl.
Húsið Vatnsstígur 4 hefur staðið
mannlaust og með byrgða glugga í
áratug og ástand þess hefur
óneitanlega verið lýti á miðborginni.
Húsið var byggt árið 1901 og er 360
fermetrar. Það komst í fréttirnar
árið 2009 vegna þess að hústökufólk
hafði þar aðsetur. Fólkið var fjar-
lægt með lögregluvaldi í apríl það
ár, alls 22 einstaklingar. Á milli
fjörutíu og fimmtíu lögreglumenn í
óeirðabúningum tóku þátt í aðgerð-
inni. Síðar kviknaði í húsinu í tví-
gang og skemmdist það talsvert.
Í greinargerð Einars Skúla
Hjartarsonar, sérfræðings Hús-
verndarstofnunar Íslands, dags. 24.
september 2018, kemur fram að við
nánari skoðun telji hann ekki verj-
andi að gera upp Vatnsstíg 4, svo
illa er það farið, en ítrekar að þegar
húsið verður tekið niður skuli allt
nothæft „tekið til handargagns“.
Við Laugaveg, í nýjum og göml-
um húsum, er gert ráð fyrir gisti-
starfsemi á efri hæðum og því gert
ráð fyrir að innangengt verði milli
húsanna. Á jarðhæð er gert ráð fyr-
ir verslun og þjónustu.
Hús á Laugavegi 33 og 35 verða
gerð upp, en húsið á Laugavegi 35
verður jafnframt lengt til austurs
og hækkað um eina hæð. Auk þess
er gert ráð fyrir fjögurra hæða við-
byggingu með þakverönd á baklóð
Laugavegs 35, þar sem fyrirhug-
aðar eru u.þ.b. 33 hótelíbúðir, sem
er fækkun úr 50-55 smáíbúðum skv.
tillögu í ágúst 2018, en einnig er
gert ráð fyrir hótelíbúðum í þeim
húsum sem standa við Laugaveg og
verða gerð upp. Hámarkshæð bak-
húss á Laugavegi 35 hefur verið
lækkuð og hæðum fækkað úr 6 í 4
hæðir frá því sem áður var áform-
að.
Rök umsækjenda fyrir því að
gera ráð fyrir gististarfsemi á efri
hæðum við Laugaveg eru að kostn-
aður við að gera upp húsin verði
það mikill að engin önnur starfsemi
myndi standa undir honum. Einnig
telja þeir að ekki sé heppilegt að
vera með íbúðir sem snúa að
Laugavegi vegna ónæðis frá Lauga-
veginum. Rökin fyrir gististafsemi í
nýbyggingu á baklóð Laugavegs 35
eru að þar sé þröngt um húsið, en
vesturhlið þess upp við gamla stein-
húsið á Laugavegi 33b, en austur-
hliðin snýr að þröngu porti við
Laugaveg 37 og því yrðu íbúðirnar
þar mjög dimmar og henti ekki sem
heilsársíbúðir.
Í umsögn skipulagsfulltrúans í
Reykjavík er lagt til við skipulags-
og samgönguráð að fallist verði á
röksemdir lóðarhafa vegna gisti-
starfsemi, en þó sé mikilvægt að í
greinargerð á deiliskipulags-
uppdrætti verði ítarlegar rökemdir
fyrir starfseminni. Einnig þurfi að
sýna lóðahönnun sem miðar að því
að skapa mannvænlegt og fallegt
umhverfi. Ráðið samþykkti tillög-
una með breytingum sem fram
koma í umsögn skipulagsfulltrúa
frá 27. maí.
Erindið kemur til lokaafgreiðslu í
borgarráði.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Í dag Húsin Laugavegur 33 til 37, framhús við Vatnsstíginn.
Tölvumynd/Zeppelin
Eftir breytingu Svona mun húsaröðin við Laugaveg líta út.
Morgunblaðið/sisi
Ekki til prýði Vatnsstígur 4 hefur verið mannlaus í áratug.
Loks uppbygging á „vandræðareit“
Nýtt deiliskipulag unnið fyrir Frakkastígsreit Ónýt hús við Vatnsstíg verða rifin og ný hús
byggð í staðinn Vatnsstígur 4 var í fréttum fyrir réttum áratug þegar hústökufólk tók húsið yfir
Tölvumynd/Zeppelin
Til framtíðar Þannig hugsa arkitektarnir sér að Vatnsstígurinn muni líta út þegar húsin tvö hafa verið rifin og ný
hús reist í þeirra stað. Þessi „vandræðareitur“ í miðborg Reykjavíkur mun gjörbreytast til hins betra við þetta.
Morgunblaðið/Júlíus
Vatnsstígur 2009 Lögreglumenn í
óeirðabúningum brutu sér leið inn.
Morgunblaðið/Eggert
Eldur á Vatnsstíg 4 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp í
húsinu í júlí 2009. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu, sem var mannlaust.