Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Uppblásið fortjald Frábært verð Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið mánud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16 TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 159.000 Flókna lagadanskan ekkert mál Aríel játar að dönskukunnátta sín hafi ekki verið sú besta þegar hann sótti um námið. „Ég var gjörsamlega háður dönskukunnáttu konunnar minnar í umsóknarferlinu, enda var kunnátta mín í faginu svipuð og ann- arra Íslendinga sem standast stúd- entspróf og tala síðan ensku það sem eftir er,“ segir Aríel kíminn. Danskan hafi hins vegar komið furðufljótt, og hjálpaði þar ekki síst til sjö vikna herþjálfunarbúðir í upp- hafi námsins, þar sem bara var töluð danska, rétt eins og í öðrum hlutum námsins reyndar. Hann bætir við til gamans að hann hafi í bóklega náminu reynst merki- lega glúrinn í hafrétti, og naut Aríel fyrir hvað tæki við,“ segir Aríel og bætir við að Hrefna hafi séð tæki- færi til þess að leggja sitt af mörkum til dönskukennslu á Íslandi eftir að hafa alist upp að hluta til í Kaup- mannahöfn. Hún innritaði sig því í kandídatsnám í dönskum kennslu- fræðum (cand. pæd. dansk didaktik) við Háskólann í Árósum. Á þeim tíma reri Aríel sem annar stýrimaður á frystitogaranum Vigra og hafði verið þar í einhver þrjú ár og líkaði mjög vel, en fann að hann vildi einnig ná lengra á sínu sviði. „Það má segja að þetta hafi verið það tækifæri sem mér bauðst til þess að komast lengra og sérhæfa mig innan fagsins og mennta mig í ein- staklega hagnýtu stjórnunarnámi,“ segir Aríel. þar leiðsagnar heimsþekkts lagapró- fessors innan þess geira. „Loka- prófið var fimm klukkustunda skrif- legt próf og fékk ég sérstaklega að vita það eftir á hvað lagaleg flækju- danska lægi vel fyrir mér,“ segir Aríel. Axarsköft Aríels í tungumálinu voru þó einnig nokkur í upphafi námsins og lenti hann í spaugilegu atviki, sem nú er orðið að skemmti- sögu á skólaskipunum. „Ég átti að stjórna setningu gúmbáts frá skips- hlið, en hafði misskilið leiðbeiningar eitthvað því þegar ég átti að fyrir- skipa „lad gå forhaler“, sem er fram- bandið sem tengist í gúmbátinn, hrópaði ég á yfirliðþjálfann „lad gå, for helvede!“ við mikinn fögnuð við- staddra,“ segir Aríel. Þar sem Aríel hafði þá þegar lokið skipstjórnarnámi, var hann settur í bekk með þremur öðrum með sama menntunarbakgrunn, og segir Aríel að í raun hafi námið snúist að miklu leyti að læra upp á nýtt hvernig ætti að stjórna skipi og áhöfn þar sem allt önnur lögmál gildi um það hvernig herskip sigla frá þeim sem til dæmis eru á togurum. „Þar vilja menn helst sigla eins langt frá grynningum og öðrum skipum og hægt er, en verk- efni herskipa krefjast gjarnan þess að þau sigla mjög nálægt hvert öðru og á slóðum sem eru hættulegar ör- yggi venjulegra skipa.“ Einn hluti námsins var að sigla meðfram vesturströnd Grænlands á eftirlitsskipinu Lauge Koch, en það er útbúið til að ryðja sér braut í gegnum ísinn. Aríel segir það magn- aða upplifun að sigla á slíku skipi. „Maður fær mikla virðingu fyrir þeim kröftum sem knýja skip áfram,“ segir Aríel, en Grænlands- ferðin var bæði löng og ströng, og fengu skipverjar einn daginn óvenjulegt „landvistarleyfi“ á miðjum firði, og spókuðu þeir sig á ísnum. Kom honum þægilega á óvart Í flestum skólum, og ekki síst her- skólum, skapast ýmsar hefðir og venjur, og er útskriftarathöfnin þar engin undantekning. Aríel segir að útskriftarárgangurinn hafi farið í sitt fínasta púss með stingsverði og tilheyrandi upp í Amalíuborg, þar sem Margrét Þórhildur tók á móti útskriftarnemunum, hélt stutta ræðu og þakkaði þeim fyrir með því að taka í höndina á þeim, en einungis liðsforingjar fá að njóta þess heiðurs við útskrift. „Daginn eftir var svo formleg útskriftarathöfn í her- akademíunni við Svanemøllen undir ljúfum blæstri lúðrasveitar sjóhers- ins, hvar ég var sleginn til Premier- lautinants eða yfirlautinants á ís- lensku.“ Þegar heim var komið til Íslands segir Aríel að Hrefna Marín, eigin- kona hans, hafi sannfært hann um að klæða sig í einkennisbúninginn und- ir þeim formerkjum að þau myndu hitta vin sinn og fjölskyldu í lautar- ferð í Guðmundarlundi, og um leið yrði farið í fjölskyldumyndatöku. „Þegar á staðinn var komið leist mér ekki á blikuna miðað við bílafjöldann á bílastæðinu, því mér leið hálf- apalega að þramma um í fullum skrúða,“ segir Aríel. Hrefna rak hann hins vegar af stað inn í lundinn, og þar blasti við honum skemmtileg sjón. „Þar beið mín stór hópur fjölskyldumeðlima og vina minna sem hrópaði „óvænt ánægja“, mér öllum að óvörum. Ég get aðeins fyllst þakklæti og fékk þarna staðfestingu á því hvað það er gott fólk í kringum okkur, en ekki síður hvað eiginkona mín er ráðagóð og kemur mér sífellt á óvart,“ segir Aríel um þessa skemmtilegu uppá- komu. Stuðningurinn ómetanlegur Í þessu samhengi segir Aríel að hann hefði ekki getað stundað námið án þess mikla stuðnings sem Hrefna Marín veitti honum. „Það var ótrú- lega mikilvægt að vera hamingju- samlega giftur, og það má segja að það að vera erlendis með skert tengslanet hafi fært okkur nær hvert öðru. Ég og konan mín urðum enn betri vinir og við áttum ómet- anlegar stundir með börnunum okk- ar,“ segir Aríel „Vissulega var mikið álag á konunni minni þegar ég var fjarverandi vegna námsins en sem betur fer voru börnin í bestu mögu- legu höndum. Það er leitun að jafn- dugmikilli, röggsamri og góðri konu og Hrefnu Marín. Hún nefnilega sinnti ekki aðeins heimili og börnum í fjarveru minni, heldur einnig mastersnámi sínu við Árósaháskóla með glæsibrag,“ segir Aríel. En nú að loknu námi eru Aríel og fjölskylda komin aftur til Íslands, og hann mun hefja störf hjá Land- helgisgæslunni um næstu mán- aðamót. „Ég hlakka mikið til að hefja störf og geta skilað til baka þeirri þjálfun sem Danir hafa gefið mér, bæði með því að þjóna Íslandi og með því að stuðla að góðu sam- starfi á milli ríkjanna tveggja,“ segir Aríel að lokum. Ljósmynd/Malthe Kjær Bendtsen Landvistarleyfið Eftir erfiða törn á eftirlitsskipinu Lauge Koch fékk áhöfnin ,,landvistarleyfi“ í miðjum firði á vesturströnd Grænlands, þar sem Aríel fékk þessa mynd tekna af sér fyrir framan skipið. Ljósmynd/Jónatan Atli Sveinsson Fjölskyldumyndin Aríel er hér í fullum liðsforingjaskrúða í Guðmundar- lundi ásamt Hrefnu Marín Sigurðardóttur, eiginkonu sinni og börnunum þeirra, frá vinstri: Eldur Hrafn, Esja Marín og Jökull Orri Aríelsbörn. Vantaði meiri áskorun  Aríel Pétursson útskrifaðist úr sjóliðsforingjaskóla danska hersins  Hefur störf hjá Landhelgisgæslunni VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég vildi finna hvað ég gæti reynt mikið á eigin þolrif,“ segir Aríel Pétursson, en hann útskrifaðist ný- verið sem yfirlautinant frá sjóliðs- foringjaskóla danska hersins. Hann segir námið hafa verið bæði krefj- andi og skemmtilegt, og að það hafi gert honum kleift að kynnast sjálf- um sér betur sem stjórnanda. Tildrög þess að Aríel valdi sér þetta óvenjulega nám tengdust fjöl- skyldunni. „Eiginkona mín, Hrefna Marín Sigurðardóttir, var í kennara- námi við Háskóla Íslands og þegar leið að útskrift úr grunnnáminu lá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.