Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 & 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 ERTU Í SÖLU- HUGLEIÐINGUM Hafðu samband og við aðstoðum þig VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hinn 28. júní verða nákvæmlega 100 ár liðin frá því að Haraldur Júlíusson opnaði verslun sína á Sauðárkróki í timburhúsi að Aðalgötu 22. Allan þennan tíma hefur verslunin verið á sama stað því á árunum 1929-1930 var steinhús byggt utan um timbur- húsið, timburhúsið síðan rifið innan úr steinhúsinu og steinhúsið síðan stækkað árið 1944 með því að bæta einni hæð ofan á verslunina. Þarna hefur fjölskyldan búið nær allan tímann. Hinn 14. mars 1930 fæddist sonur Haraldar og Guðrúnar Bjarnadóttur, hann Bjarni, og dótt- irin María fæddist 17. apríl árið eftir. Þau systkini tóku snemma til hend- inni í versluninni en ung að árum fluttist María frá Króknum, giftist Guðfinni Einarssyni, útgerðarmanni í Bolungarvík, og bjó þar lengstum. María lést 18. desember 2016. Bjarni tók við versluninni af föður sínum, fyrst árið 1959 en alfarið eftir að Haraldur lést árið 1973. Guðrún hafði fallið frá 1971, eftir baráttu við krabbamein. „Pabbi glímdi við veikindi þarna árið 1959 og ég þurfti þá að aðstoða hann meira í versluninni. Ég kom hérna inn og fann síðan ekki útidyrn- ar, hef verið hérna meira og minna síðan,“ segir Bjarni við blaðamann er við setjumst niður á kontórnum í versluninni. Draumur Haraldar rættist Eins og fram kemur hér til hliðar á síðunni stendur til að halda veglega upp á 100 ára afmælið laugardaginn 29. júní næstkomandi. „Það er ekki annað hægt en að halda smáveislu, þetta er há tala. Mér finnst líka að þau bæði eigi það vel skilið,“ segir Bjarni og á þar við foreldra sína og fyrirmyndir, Harald og Guðrúnu, sem ruddu brautina og héldu uppi merki verslunarinnar í áratugi. Áður en Haraldur stofnaði versl- unina fyrir 100 árum hafði hann verið verslunarstjóri hjá Kristni P. Briem í ein sjö ár. Hans draumur var að opna eigin verslun, sem varð að veruleika sumarið 1919, er hann var orðinn 34 ára. Haraldur seldi 20 kindur sem hann átti, fyrir heilar 2.000 krónur, sló lán hjá vinum sínum á Akureyri og nurlaði saman öllu sparifénu. Hann keypti lítið timburhús á Sauð- árkróki, sem gekk undir nafninu Baldur, var reist 1881 og hafði m.a. hýst úra- og gullsmíðaverkstæði Franks Michelsens, Gistihúsið Bald- ur og þar áður barnaskólann á Króknum. Haraldur hafði rekið verslun sína í nokkur ár þegar ákveð- ið var að stækka og reisa steinhúsið. Í Skagfirðingabók Sögufélags Skagfirðinga, nr. 37 frá árinu 2016, ritar Sölvi Sveinsson m.a. í gagn- merkri grein sinni um kaupmanns- hjónin, Harald og Guðrúnu: „Það gegnir furðu að honum skyldi takast að öngla saman fé fyrir húsinu og einhverjum lager, því að ekki dugði að opna verslun ef ekkert væri framboðið af vörum. Og hann átti tímadag þarna: náði að kaupa inn vörur sínar fyrir gengisfall sem dundi yfir um haustið.“ Ekki bara verslun Það er með sanni góður árangur að ná að reka verslun í heila öld, á tím- um mikilla samfélagsbreytinga. Verslun Haraldar Júlíussonar á sér merka sögu og tengist ekki aðeins verslun með vörur af ýmsu tagi, held- ur einnig samgöngum og flutningum Þau eiga skilið að fá veislu  Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki fagnar 100 árum  Bjarni Har hefur rekið verslun- ina í 60 ár  Afmælisfagnaður 29. júní og öllum boðið  „Kannski enda ég sem safnvörður hérna“ Bjarni Haraldsson og fjölskylda hans ætla að halda upp á tíma- mótin laugardaginn 29. júní nk. þegar slegið verður upp veislu við verslunina, þar sem allir eru boðnir velkomnir frá kl. 13-16. Í boði verða léttar veitingar, ávörp og skagfirsk tónlist, undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Umfram allt vill Bjarni að þetta verði góðra vina fundur, þar sem fólk komi saman undir fögrum, skagfirskum himni. Verslunin verður opin á með- an á afmælishátíðinni stendur en Bjarni vill alls ekki láta íþyngja sér með gjöfum eða blómum. Frekar vill hann að gestir styrki Sauðárkrókskirkju með því að leggja inn á reikning hennar, 0310-22-000980, kt. 560269-7659. Gestir styrki kirkjuna AFMÆLIÐ 29. JÚNÍ Morgunblaðið/Björn Jóhann Kaupmaður Bjarni Haraldsson í verslun sinni á Sauðárkróki, sem faðir hans stofnaði fyrir 100 árum. Ljósmyndir/Úr einkasafni Verslunin Farþegarúta af gerðinni Chevrolet, í eigu Haraldar Júlíussonar, fyrir utan verslunina við Aðalgötu á Sauðárkróki í kringum 1942.  SJÁ SÍÐU 28 „Það þurfti allt í senn dirfsku, var- kárni og útsjónarsemi til þess að opna verslun á Króknum árið 1919 og það fór allt saman hjá Har- aldi Júlíussyni,“ segir Sölvi Sveinsson, sem ritaði ítarlega grein í Skagfirð- ingabók um hjón- in Harald og Guðrúnu Bjarna- dóttur. „Hann keypti Baldur, þar sem fyrsti barnaskóli Króksara hafði verið til húsa, og opnaði búð. Staðsetningin var frábær, margir áttu leið niður á bryggju fram hjá búðinni og hinum megin var slát- urhús þar sem ýmsir áttu erindi. Haraldur fékk lán til að kaupa nokkurn lager og síðan opnaði hann búðina og rak hana farsæl- lega til dauðadags með dyggri að- stoð Guðrúnar sinnar og Bjarna, sonar þeirra. Hann hafði mörg járn í eldi, seldi olíu út um allar sveitir, keypti ull og lét vinna úr henni sokkaplögg og vettlinga, seldi bændum dráttarvélar og hey- vinnsluvélar og rak bílaútgerð svo nokkuð sé nefnt. Og hann var greiðvikinn. Ýmis heimili fengu væna aðréttu fyrir jólin. Sumar nót- ur voru aldrei rukkaðar. Haraldur var líka félagsmálamaður mikill þótt ekki væri hann í forsvari þeirra. Hann átti þátt í stofnun Náttúrulækningafélags Íslands, kom við sögu Tindastóls, skátanna, skákfélags, útgerðarfélags – sem kostaði hann stórfé – svo fátt eitt sé talið. Hann barst lítið á, undi sér best heima, sívinnandi. Þau voru einkar samhent hjón, Haraldur og Guðrún, og Bjarni og María, börn þeirra, voru þeim hjálpsöm. Bjarni tók við búðinni eftir for- eldra sína og stendur enn vaktina og heldur í gamlar hefðir. Klukkan nákvæmlega tólf læsir hann versl- uninni, setur lykilinn á vísan stað, og fær sér að borða, opnar svo endurnærður kl. eitt. Búðin er sam- komustaður alla morgna og þar eru þjóðmálin viðruð og vandamál leyst. Bjarni er sama ljúfmennið og foreldrar hans voru og mér er sagt að enginn hafi selt fleiri happ- drættismiða fyrir Sjálfstæðisflokk- inn en Bjarni!“ Sumar nótur aldrei rukkaðar Sölvi Sveinsson  Sölvi þekkir vel sögu verslunarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.