Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
m.
Lítil og létt loftpressa. Kemur með
fjórum stútum sem passa á dekk,
bolta, vindsængur og fleira.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu
Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu)
M12 Inflator
Alvöru loftpressa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
20. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.11 126.71 126.41
Sterlingspund 157.95 158.71 158.33
Kanadadalur 93.9 94.44 94.17
Dönsk króna 18.895 19.005 18.95
Norsk króna 14.425 14.509 14.467
Sænsk króna 13.263 13.341 13.302
Svissn. franki 126.13 126.83 126.48
Japanskt jen 1.1635 1.1703 1.1669
SDR 173.89 174.93 174.41
Evra 141.11 141.89 141.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.2146
Hrávöruverð
Gull 1344.55 ($/únsa)
Ál 1719.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.93 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Velta á aðal-
markaði Kaup-
hallar Íslands nam
908 milljónum
króna í gær. Þar
af nam velta með
bréf Marels 421
milljón króna og
jafngilti það
46,4% af heildar-
veltunni. Í þeim viðskipum hækkuðu
bréf félagsins um 1,3% og stendur
gengi þeirra nú í 547 krónum á hlut.
Hefur fyrirtækið hækkað um rétt ríf-
lega 50% það sem af er þessu ári.
Næstmest var veltan með bréf Sím-
ans eða 157 milljónir króna og hækk-
aði félagið um 1,13% í viðskiptum
dagsins. Velta með bréf Icelandair
nam 92 milljónum og lækkuðu bréf
félagsins um 0,75% í viðskiptunum.
Ekkert félag lækkaði meira en Ice-
landair í gærdag. Það sem af er þessu
ári hafa bréf félagsins hins vegar
hækkað um 10,9%.
Velta á aðalmarkaði
náði ekki milljarði
STUTT
SVIÐSLJÓS
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ég leyfi mér að efast um að við
myndum taka ákvörðun sem þessa.
Mér finnst ekki hafa verið færð
rök fyrir því að ákvarðanir stjórn-
ar sjóðsins gangi gegn hagsmunum
sjóðfélaga,“ segir Ólafur Stephen-
sen, framkvæmdastjóri Félags at-
vinnurekenda, sem tilnefnir einn
fulltrúa af átta í stjórn Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna (LV). Vísar
hann í máli sínu til aðgerða stjórn-
ar VR, sem í gær ákvað að boða til
fundar í fulltrúaráði VR og leggja
þar fram tillögu um að afturkalla
umboð þeirra sem félagið tilnefnir
í stjórn LV og skipa nýja fulltrúa í
stjórn til bráðabirgða. Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, sagði í
samtali við mbl.is í gær að stjórnin
gripi til aðgerðanna sökum þeirrar
ákvörðunar stjórnar LV að hækka
breytilega vexti verðtryggðra sjóð-
félagalána úr 2,06% í 2,26%.
Hækkunin var samþykkt tveimur
dögum eftir að Seðlabanki Íslands
hafði lækkað stýrivexti um hálft
prósentustig.
Stjórn LV er skipuð átta mönn-
um, en af þeim eru fjórir tilnefndir
af stjórn VR. Hinir fjórir eru til-
nefndir af Samtökum atvinnulífs-
ins, Viðskiptaráði Íslands, Kaup-
mannasamtökum Íslands og Félagi
atvinnurekenda.
Spurningar um skugga-
stjórnun
Tómas Hrafn Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður segir ummæli
Ragnars Þórs í gær vera til þess
fallin að ýta undir umræðu um
skuggastjórnun. Þá verði að hafa í
huga að stjórnarmönnum beri að
gæta hagsmuna allra sjóðfélaga,
ekki eingöngu þeirra sem tilnefndu
þá til stjórnarsetu. „Ummæli
Ragnars og staðhæfingar um að
afturkalla umboð þeirra sem félag-
ið tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins
og skipa nýja fulltrúa í stjórn til
bráðabirgða geta leitt til þess að
hætta verði á hagsmunaárekstrum
og jafnvel að umræða fari af stað
um einhvers konar skugga-
stjórnun. Það verður að teljast af-
ar óheppilegt og það fer gegn því
markmiði sem stjórn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna setti sér árið 2018
í stjórnarháttayfirlýsingu varðandi
umboðsskyldu. Þar er sérstaklega
tekið fram að stjórnarmaður sé
ekki bundinn af fyrirmælum þeirra
sem tilnefna hann til setu í stjórn
sjóðsins,“ segir Tómas Hrafn og
bætir við að samþykktir LV verði
ekki skildar öðruvísi en svo að
boða verði til fundar ætli stjórn
VR að tilnefna nýja aðila til setu í
stjórn sjóðsins.
Í 6. gr. samþykkta LV kemur
fram að stjórnarmenn séu skipaðir
til þriggja ára. „Eins og ég skil
samþykktirnar er ekki hægt að
draga umboð stjórnarmanna til
baka utan fundar og skipa aðra til
bráðabirgða. Slíkt þyrfti að gerast
á ársfundi eða á aukafundi þar sem
jafnframt þyrfti að tilnefna nýja
stjórnarmenn, en samþykktirnar
gera þó ráð fyrir því að tilnefning
stjórnarmanna gildi í þrjú ár,“
segir Tómas Hrafn.
Hann telur uppþot stjórnar VR
ekki vera til eftirbreytni. „Mér
finnst ummælin nokkuð óheppileg í
ljósi þess að stjórnir eiga að vera
óháðar í störfum sínum,“ segir
Tómas.
Stjórn LV fundaði í hádeginu í
gær og síðdegis var fjölmiðlum
send yfirlýsing þar sem ítrekað
var að sjóðurinn hefði hagsmuni
sjóðfélaga og lántakenda ætíð að
leiðarljósi. Var þar bent á að ný-
verið hefðu fastir verðtryggðir
vextir verið lækkaðir úr 3,6% í
3,4% en að á sama tíma hefðu
breytilegir vextir hækkað úr 2,06%
í 2,26%. Segir stjórnin að hækk-
unin komi til þar sem hingað til
hafi verið notast við „úrelt viðmið“
við ákvörðun breytilegra vaxta og
þeir séu því orðnir „óeðlilegir“.
Segir stjórnin í niðurlagi tilkynn-
ingar sinnar að yfirlýsingum um
meintan annarlegan tilgang við
vaxtabreytingar sé „vísað til föður-
húsanna“.
FME blandar sér í málið
En það var ekki aðeins stjórn
LV sem brást við fréttum af að-
gerðum stjórnar VR. Þannig sendi
Fjármálaeftirlitið frá sér áréttingu
undir lok dags þar sem fjallað var
um þær kröfur sem gerðar væru
til starfsemi lífeyrissjóða. Er þar
rakið hvernig í lögum er kveðið á
um markmið með starfsemi líf-
eyrissjóða hér á landi sem felist í
að varðveita og ávaxta lífeyri fólks.
Þá segir í lok áréttingarinnar:
„Með hliðsjón af framangreindu
telur Fjármálaeftirlitið að
stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé
óheimilt að beita sér fyrir því að
lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum til-
gangi en þeim sem að framan var
lýst.“
Ákvörðun VR vekur spurn-
ingar um skuggastjórnun
Morgunblaðið/Hari
Stjórn LV Benedikt K. Kristjánsson, Guðný R. Þorvarðardóttir, Árni Stef-
ánsson, Magnús R. Guðmundsson, Ólafur R. Gunnarsson formaður, Ína B.
Hannesdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður, Auður Árnadóttir.
Stjórnarmenn eru ekki bundnir af fyrirmælum þeirra sem tilnefna þá
Nox Medical hefur hlotið 50 milljóna
króna styrk úr Tækniþróunarsjóði
til að þróa og markaðssetja á al-
þjóðamarkaði þráðlausan snjall-
skynjara sem mælir heilarit og súr-
efnismettun í svefni.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að snjallskynjarinn sé mikilvæg við-
bót við þann tækjabúnað sem fyrir-
tækið er með á markaði til að gera
svefnmælingar heima fyrir. Hingað
til hafi heimamælingar verið gerðar
án heilarits, og því ekki hægt að
greina nákvæmlega uppbyggingu og
gæði svefns á einfaldan hátt. Því hafi
fólk þurft að dvelja næturlangt inni á
sjúkrahúsi til að mæla heilarit í
svefni og afar tímafrekt sé að lesa úr
niðurstöðunum.
Hlaðið í skýið
„Verkefninu er ætlað að hlaða
niðurstöðum mælinga upp í skýið og
beita gervigreind til að lesa úr mæl-
ingunum. Fyrirtækið hefur gert til-
raunir í samvinnu við vísindamenn
og niðurstöður þeirra tilrauna sýndu
að hægt er gera svefnmælingar í
heimahúsum með heilariti með áður
óþekktum afköstum,“ segir Pétur
Már Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Nox Medical, í tilkynningunni.
Einnig segir þar að ef vel takist til
verði aðgangur að mikilvægu grein-
ingartæki fyrir svefnvanda gerður
ódýrari og greiðari. „Nýsköpun á Ís-
landi er í miklum blóma og það er
gríðarlega mikilvægt fyrir fyrir-
tækin í landinu að geta sótt stuðning
hjá Rannís, Tækniþróunarsjóði og
með endurgreiðslu frá ríkinu vegna
rannsókna og þróunar,“ segir Pétur
Már að lokum. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Svefn Eitt af mælitækjum Nox
Medical til svefnrannsókna.
Betri svefnmæl-
ingar heima við
Nox Medical
fær 50 milljóna
króna styrk