Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
www.gilbert.is
GEFÐU TÍMA
ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL
101 ART DECO
Rúmar 70 milljónir manna voru á flótta frá heimkynn-
um sínum vegna átaka, árása eða ofsókna á síðasta ári,
að því er fram kemur í nýrri skýrslu Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. Flóttamennirnir hafa aldrei
verið svo margir frá því að stofnunin hóf starfsemi
fyrir nær 70 árum. Flóttamönnunum fjölgaði um 2,3
milljónir á síðasta ári og þeir eru nú nær tvöfalt fleiri
en fyrir tveimur áratugum. Rúmlega tveir þriðju flótta-
fólksins eru frá Sýrlandi, Afganistan, Suður-Súdan,
Búrma og Sómalíu, að sögn stofnunarinnar.
70,8 milljónir
manna í heiminum
hafa flúið heimkynni sín
vegna átaka og ofsókna
Þeirra á meðal fólk sem hefur
flúið efnahagshrun í Venesúela
á hverja 1.000 íbúa
2
4
6
8
10
Dvalarstaðir flóttafólksins nú
Hlutfall flóttafólksins
25,9 milljónir
eru flóttamenn
skv. skilgreiningu
Sameinuðu þjóðanna
3,5 milljónirmanna
hafa sótt um hæli og
umsóknir þeirra hafa
ekki verið afgreiddar
138.600
börn eru fylgdarlaus
og urðu viðskila
við foreldra sína
50% flóttafólksins
eru börn undir
átján ára aldri
41,3 milljónir
manna eru
á flótta í
heimalandi sínu
2017 20182016201520142013201220112010200920082007
Mesti fjöldi flóttafólks á íbúa
Flóttamenn á hverja þúsund íbúa
Lönd sem fólkið kemur frá
Sjö af upprunalöndunum
Lönd sem hafa tekið við flestum
Heildarfjöldi flóttamanna
3,7 m. 156
72
45
26
29
26
23
1,4 m.
1,2 m.
949.700
979.400
1,1 m.
906.600
Tyrkland
Pakistan
Úganda
Líbanon
Íran
Þýskaland
Bangladess
Súdan 1,1 m.
Sýrland
Afganistan
Suður-Súdan
Búrma
Sómalía
Súdan
Austur-Kongó
Mið-Afríkulýðveldið
6,7 m.
2,7 m.
2,3 m.
1,1 m.
949.700
724.800
720.300
590.900
Líbanon
Jórdanía
Tyrkland
Úganda
Tsjad
Súdan
25Svíþjóð
Suður-Súdan
67% þeirra sem hafa flúið heimkynni sín koma frá fimm löndum
Helstu tölur skv. nýrri skýrslu
Flóttamannastofnunar SÞ
Flóttamannavandinn í heiminum
Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR
Tyrkland
3,7 milljónirVenesúela3,4 milljónir
manna höfðu
flúið landið
í lok síðasta
árs
Rúmar 70 milljónir manna á flótta
Fjölþjóðleg rannsóknarnefnd sakaði í
gær fjóra menn um manndráp vegna
árásar á farþegaþotu Malaysian Air-
lines, MH17, sem var skotin niður yfir
Úkraínu í júlí 2014. 298 manns létu líf-
ið þegar þotan hrapaði.
Rannsóknarnefnd undir forystu
Hollendinga kvaðst ætla að ákæra
þrjá rússneska ríkisborgara – Ígor
Gírkín, Sergej Dúbínskí og Oleg
Púlatov – og Úkraínumanninn Leoníd
Khartsjenkó. Réttarhöld yfir mönn-
unum eiga að hefjast í Hollandi 9.
mars á næsta ári, en líklegt er að sak-
borningarnir verði ekki viðstaddir
réttarhöldin vegna þess að yfirvöld í
Rússlandi framselja ekki rússneska
ríkisborgara sem ákærðir eru í öðrum
löndum, að sögn fréttaveitunnar
AFP.
Stjórnvöld í Moskvu neituðu því að
Rússar væru viðriðnir árásina og
Gírkín sagði í gær að ekkert væri
hæft í því að uppreisnarmenn í
austurhéruðum Úkraínu hefðu
grandað farþegaþotunni. Upp-
reisnarmennirnir hafa notið stuðn-
ings Rússa.
Wilbert Paulissen, yfirlögreglu-
þjónn ríkislögreglunnar í Hollandi,
sagði að gefin yrði út handtökutilskip-
un á hendur mönnunum fjórum og
þeir yrðu settir á alþjóðlega lista yfir
eftirlýsta menn.
Kom frá rússneskri herstöð
Rannsóknarnefndin komst að
þeirri niðurstöðu fyrir rúmu ári að
BUK-flugskeyti, sem skotið var á þot-
una, hefði áður verið flutt frá herstöð í
borginni Kúrsk í Rússlandi. Hollenski
saksóknarinn Fred Westerbeke sagði
að mennirnir fjórir yrðu ákærðir fyrir
að flytja vopnið, sem grandaði þot-
unni, á yfirráðasvæði uppreisnar-
manna í Úkraínu.
Saksóknarar segja að Gírkín sé
fyrrverandi foringi í rússnesku ör-
yggislögreglunni FSB. Hann var titl-
aður varnarmálaráðherra í „Alþýðu-
lýðveldinu Donetsk“ í Austur--
Úkraínu. Dubínskí var áður í
leyniþjónustu rússneska hersins,
GRU, Púlatov er fyrrverandi liðsmað-
ur rússneskrar sérsveitar og Khart-
sjenkó fór fyrir vopnaðri sveit upp-
reisnarmanna í Austur-Úkraínu.
Þotan var á leiðinni frá Amsterdam
til Kúala Lúmpúr þegar hún var skot-
in niður. bogi@mbl.is
AFP
Fjórmenningar ákærðir Wilbert Paulissen yfirlögregluþjónn skýrir frá sak-
sókn á hendur fjórum mönnum í tengslum við rannsókn á árásinni á MH17.
Fjórir ákærðir
fyrir manndráp
Saksóttir fyrir árásina á MH17
Rory Stewart, ráðherra þróunar-
aðstoðar, féll út úr leiðtogakjöri
Íhaldsflokksins í atkvæðagreiðslu í
gær og þar með voru fjögur leið-
togaefni eftir. Gert er ráð fyrir að
tveir til viðbótar heltist úr lestinni í
einni eða tveimur atkvæðagreiðslum
í þingflokki íhaldsmanna í dag.
Skráðir félagar í flokknum kjósa
síðan á milli tveggja leiðtogaefna í
póstkosningu í næsta mánuði.
Boris Johnson, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, fékk flest atkvæði í
gær, 143, nær þrefalt fleiri en helstu
keppinautar hans. Jeremy Hunt
utanríkisherra varð í öðru sæti, með
54 atkvæði. Michael Gove
umhverfisráðherra fékk 51 atkvæði,
Sajid Javid innanríkisráðherra 38
og Stewart 27.
Fyrir atkvæðagreiðsluna í gær
kvaðst Stewart hafa rætt við Gove
um að þeir tækju höndum saman í
leiðtogakjörinu til að tryggja að
annar þeirra kæmist í lokaumferð
leiðtogakjörsins. Allir frambjóðend-
urnir nema Stewart höfðu sagt að
þeir vildu hefja viðræður við leið-
toga Evrópusambandsins um nýjan
samning um útgöngu Bretlands úr
sambandinu. Stewart hafði sagt að
þetta væri óraun-
hæft markmið
þar sem leiðtogar
ESB hefðu ekki
léð máls á nýjum
samningi og
kvaðst vilja finna
leið til að tryggja
að fyrirliggjandi
brexit-samningur
yrði samþykktur
á þinginu. Það hefur þó hafnað hon-
um þrisvar.
Raab styður Johnson
Dominic Raab, fyrrverandi ráð-
herra brexitmála, sem féll út úr leið-
togakjörinu í fyrradag, og nær allir
stuðningsmenn hans í þingflokknum
greiddu atkvæði með Boris Johnson
í gær.
Johnson sagði í sjónvarpskapp-
ræðum leiðtogaefnanna í fyrrakvöld
að hann stefndi að því að Bretland
gengi úr ESB 31. október og sagði
það „mjög svo gerlegt“. Hvorki
hann né keppinautar hans réttu upp
hönd þegar þeir voru beðnir um að
gera það ef þeir teldu að þeir gætu
tryggt brexit 31. október.
bogi@mbl.is
Fjórir eftir í
leiðtogakjörinu
Dregur til úrslita í þingflokknum í dag
Boris Johnson