Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.06.2019, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 ✝ DýrfinnaHelga Klingen- berg Sigurjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1931. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Seltjörn 29. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Elinborg Tómasdóttir, f. 16.9. 1906, d. 9.5. 1995, húsmóðir og bóndi á Seljalandi, og Sigurjón Jónsson, f. 6.8. 1907, d. 29.2. 1992, hafnarstarfsmaður. Dýrfinna var önnur í röð systkina sinna: Sigríður, f. 16.10. 1929, d. 11.2. 2019, Ingibjörg, f. 31.10. 1933, d. 26.9. 1999, Jörgen Jón Hafsteinn, f. 12.11. 1935, d. 24.3. 2013, Magnús Tómas, f. 12.11. 1937, d. 7.10. 1993, og Jón Oddur Rafn, f. 5.5. 1942. Dýrfinna ólst upp með syst- kinum sínum á Seljalandi, þar sem nú eru gatnamót Ármúla, Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. Hún gekk í Laugar- nesskóla og Kvöldskóla KFUM og KFUK og Ljósmæðraskóla Ís- lands, þaðan sem hún lauk ljós- 1970; fyrrverandi eiginkona Guðrún B. Gylfadóttir. Sigrún Jóna, f. 6.7. 1969, maki Kristófer A. Tómasson, f. 6.8. 1965. Barnabörnin eru 25, lang- ömmubörnin eru 32 og eitt langalangömmubarn. Dýrfinna starfaði sem ganga- stúlka hjá nunnunum á Landa- koti í fjögur sumur og gerðist síðan einkabílstjóri hjá Guð- mundi blinda í Trésmiðjunni Víði uns hún hóf ljósmæðranám. Hún starfaði sem ljósmæðranemi á fæðingardeild Landspítalans á námsárunum 1951-1952 og áfram sem ljósmóðir 1952-1954. Síðan starfaði hún við Mæðra- deild Heilsuverndarstöðvarinnar 1955-1976 og við Fæðingarheim- ili Reykjavíkur 1976-1992 uns það var lagt niður. Þá fór hún yf- ir á fæðingardeild Landspítalans í byrjun árs 1993 starfaði þar þangað til hún lét af störfum fyr- ir aldurs sakir árið 2001. Auk þessa vann hún við mæðraskoð- un og sem afleysingaljósmóðir víðs vegar um landið í sumarfrí- um sínum. Dýrfinna var auk þessa ætíð starfandi ljósmóðir í Reykjavík og nágrenni þar sem hún tók á móti fjölda barna í heimahúsum. Árið 2004 var hún kjörin heiðursfélagi í Ljós- mæðrafélagi Íslands. Hún var sæmd Íslensku fálkaorðunni árið 2015 fyrir störf að heilbrigðis- málum. Útförin verður frá Dómkirkj- unni í dag, 20. júní 2019, klukkan 13. mæðraprófi árið 1952. Dýrfinna giftist Sigurði Ingvari Jónssyni, f. 23.1. 1927, d. 12.9. 2017, verkamanni frá Sæ- bóli í Aðalvík, þann 12. júní 1954. For- eldrar: Elinóra Guð- bjartsdóttir hús- móðir, f. 1.9. 1898, d. 4.8. 1971, og Jón Sigfús Hermannsson, bóndi á Sæbóli og Læk, meðhjálpari í Staðarkirkju, f. 29.6. 1894, d. 29.12. 1991. Börn: Stúlka f. 12.7. 1952, and- vana. Elinborg, f. 27. 10. 1953, maki Guðmundur Ingólfsson, f. 25.10. 1947. Elinóra Inga, f. 20.12. 1954, maki Júlíus Valsson, f. 23.10. 1953. Magnús Jóhannes, f. 27.3. 1957. Maki Margarita Raymondsd., f. 9.11. 1955. Þórey Stefanía, f. 17. 07. 1961, fyrrver- andi eiginmaður Gunnar Þ. Hjaltason. Sigríður Helga, f. 14.4. 1963, maki Guðmundur Vernharðsson, f. 17.9. 1962. Jón Helgi, f. 6.7. 1969, í sambúð með Ingu H. Sigurjónsdóttur, f. 29.7. Þegar leiðir okkar skilja að sinni, elsku mamma mín, er mér efst í huga þakklæti fyrir að leið- ir ykkar pabba lágu saman í Tré- smiðjunni Víði. Þar varst þú að vinna þér inn peninga til að geta hafið óskanámið þitt, að verða ljósmóðir. Erfiðleikar sóttu að ykkur í tilhugalífinu, þegar þið urðuð fyrir þeirri sáru raun að missa frumburð ykkar. Andvana stúlka fædd eftir sjö mánaða meðgöngu og „var jörðuð með gamalli konu“ í ókunnu leiði. Til- finningalegt áfall sem ekki var rætt um. Þá þekktist ekki áfalla- hjálp, þið kærustuparið þurftuð bara að vera sterk og bera harm ykkar í hljóði. Það gerðuð þið í 65 ár en sorgin blundaði og birt- ist þá sem blik í auga. Þegar ég las eftirfarandi ljóð í bernsku og ætíð síðan hefur mér fundist það vera þitt: Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sigurður Júl. Jóhannesson) Elinborg Sigurðardóttir. Elska hjartans mamma mín. Mikið sakna ég þín, þú varst kletturinn í lífi mínu. Það var alltaf hægt að fá góð ráð og leið- beiningar hjá þér. Ég man fyrst eftir mér ca fjögurra ára heima á Sogavegi þar sem ég klifraði upp á borðum og ísskáp og þegar þú, elsku mamma, þurftir að berjast fyrir lífi mínu, ég var á sjötta ári þeg- ar ég veiktist og lamaðist. Þá var farið með mig á Landakot og ég var sett í súrefnistjald. Ég var þar í sólarhring og mikið veik. Þá fréttir þú að það væri betri tækni á Landspítalanum og þú hættir ekki fyrr en þú varst búin að fá mig flutta þangað, sem betur fer. Takk, elsku mamma mín, fyrir það, með þinni trú, von og kær- leika gerðist kraftaverk. Þú vaktir yfir mér daga og nætur og baðst góðan Guð um hjálp sem við fengum. Þið pabbi voru með stórt heimili, fimm börn. Á þessum tíma var pabbi að ljúka við að byggja Hraunbæ og þú vannst meira en 100 % vinnu og ég á spítala í þrjá mánuði. Ég kom svo heim af spítalanum daginn eftir að þið fluttuð inn í Hraunbæ, síðan þá var ég alltaf „litla“ stelpan ykkar sem þið vor- uð að vernda og passa uppá þó svo að ég væri orðin fullorðin og komin með fjölskyldu, já og fimm börn, sem þú hjálpaðir mér að koma í heiminn. Börn sem við erum svo stoltar af. Elska mamma mín, nú veit ég að þú ert búin að hitta elsku pabba og ég gleðst yfir því að þið séuð saman á ný en ég sakna ykkar beggja ótrúlega mikið. Ég sakna kvöldanna sem við áttum saman síðustu árin ykkar. Komið er að kveðjustund, ég og fjölskyldan mín biðjum góðan Guð að geyma ykkur og þökkum fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn, ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesús minn. (Hallgrímur Pétursson) Kveðja Þórey. Ég minnist mömmu sem ró- lyndrar, ljúfrar, umhyggjusam- rar og hláturmildrar móður, sem ávallt var gott að leita til. Hún miklaði ekki fyrir sér hlutina og yfir henni ríkti sérstök ró. Ein af æskuminningum mín- um er um árlegar ferðir með mömmu og pabba í bústaðinn í Aðalvík á Hornströndum en þangað fór hún ásamt pabba á hverju sumri með öll börnin, mest sjö talsins. Þetta var mikil fyrirhöfn þar sem allri fjölskyld- unni var komið fyrir í bílnum og farangurinn settur á toppinn. Síðan var keyrt af stað alla leið til Ísafjarðar. Alltaf var sama ró- in yfir mömmu þrátt fyrir langt ferðalag og mikinn undirbúning. Á Hornströndum var mikil náttúrufegurð og þar ríkti kyrrð og friður. Þar áttum við yndis- legar stundir, veiddum í ánni og lékum í fjörunni, löbbuðum á fjöll, hlustuðum á langbylgjuna og miðdegissöguna í batterís- útvarpi því ekkert rafmagn var í bústaðnum. Spiluðum á spil og nutum nærverunnar við kerta- ljós. Mamma hafði létta lund og skemmti okkur með heimatil- búnum skemmtiatriðum, þar til við ultum um af hlátri. Þetta voru góðar stundir. Mamma helgaði sig ljósmóð- urstarfinu í rúma hálfa öld, vann á fæðingarheimilinu á Eiríks- götu, fæðingardeildinni á Land- spítalanum og í heimafæðingum. Hún var virt í starfi og hafði þessa sérstöku og notalegu nær- veru. Því myndaðist einstakt samband milli hennar og sæng- urkvennanna. Oft báðu sængur- konurnar hana þegar vaktaskipti áttu að eiga sér stað um að vera lengur og vera hjá þeim þar til fæðingin væri yfirstaðin og varð hún iðulega við því. Því var mamma oft ekki heima þegar við systkinin vöknuðum en þá gripu eldri systkinin inn í og pössuðu þau yngri. Konurnar sem hún sinnti og mörg börn þeirra héldu sam- bandi við mömmu alla tíð og sýndu henni þannig þakklæti sitt. Mamma var sæmd fálkaorð- unni 2015 fyrir ljósmóðurstörf sín og var hún mjög stolt yfir þeirri viðurkenningu. Mamma rifjaði oft upp prakk- arasögur af sér og hló mikið þeg- ar hún sagði okkur sögurnar af því þegar hún sem ung ganga- stúlka hjá nunnunum á Landa- koti faldi sig eitt sinn inni í skáp í lokuðu herbergi nunnanna, því hún vildi komast að því hvernig væri að vera alvöru nunna. En upp komst um hana og þurfti hún að svara fyrir gjörðir sínar. Mömmu hafði lengi langað að keyra sjúkrabíl og einn dag sá hún sjúkrabíl í gangi fyrir utan Heilsuverndarstöðina í Reykja- vík, hún vatt sér upp í bílinn og keyrði einn hring og þá var sá draumur uppfylltur. Félagslyndi einkenndi mömmu. Hún var gestrisin og mikil húsmóðir, bauð ávallt gest- um og gangandi upp á heita ný- bakaða sandköku með ískaldri blárri mjólk. Elskaði að spila bingó, mætti í öll afmæli í fjöl- skyldunni og ef haldið var ætt- armót í fjölskyldunni þá linnti mamma ekki látum fyrr en flestir höfðu skráð sig á mótið. Hún hafði ótrúlega mikla orku og vildi vera innan um fólk. Mamma elsk- aði lífið í allri sinni dýrð og átti einstaklega fallegt og hamingju- samt samband með pabba í yfir sextíu ár. Hvíl í friði, elsku mamma mín og takk fyrir alla þína elsku, ég kveð þig nú með mikilli eftirsjá og þakklæti. Jón Helgi. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Elskulega mamma mín, Dýr- finna ljósmóðir, var engin venju- leg mamma, hún var eiginlega of- urkona. Það skildi ég þegar árunum fjölgaði og ég fór að læra hjúkrun, þá var ég oftar en ekki kynnt sem „dóttir hennar Dýr- finnu“ með miklum virktum og ég held að þá hafi ég lagt sér- staklega hart að mér til að standa mig. Margar minningar koma fram um mömmu. Hún sagði okkur sögur af því þegar hún þurfti 11 ára gömul að liggja á trébekk á Landakotsspítala í nokkra mán- uði því það átti að lækna hrygg- skekkju hjá henni. Þá kynntist hún nunnunum og fór að vinna hjá þeim á unglingsárunum. Hún var svolítill grallari í sér og faldi sig inni í skáp í nunnuherberginu af því hana langaði svo að vita hvað þær voru að gera. Það komst upp um hana og þá sagði hún ósköp saklaus að hún ætlaði að verða nunna þegar hún yrði stór, „og þá var mér fyrirgefið“ sagði hún. Mamma tók bílpróf, sem kannski var ekki algengt hjá stelpum í þá daga og tæplega tví- tug gerðist hún einkabílstjóri Guðmundar blinda í Víði. Þar kynntist hún pabba. Hún ákvað að fara í ljós- mæðranám og útskrifaðist 1952 og sagði okkur sögu af því þegar hún stalst til að setjast undir stýri á sjúkrabíl og keyra einn hring á hlaðinu, skólasystrum sínum til undrunar og kátínu. Mamma og pabbi urðu fyrir þeim harmleik 12.júlí 1952 að missa fullburða stúlkubarn, en mamma sagði að hún hefði fengið spark í magann frá konu sem hún var að aðstoða í fæðingu stuttu áður. Þá var engin áfallahjálp og báru þau harm sinn í hljóði alla tíð. Þau áttu svo eftir að eignast sjö börn. Mamma vann hlutastarf á meðan við vorum lítil á Heilsu- verndarstöðinni, á Fæðingar- heimilinu og á Landspítalanum ásamt því að taka á móti börnum í heimahúsum. Mamma var venjulega mamma heima, eldaði mat, þvoði þvotta og saumaði á okkur föt ef þurfti. Hún spilaði á gítar fyrir okkur krakkana og við sungum hástöfum meðal annars „ég lang- ömmu á sem að létt er í lund“. En ég kynntist mömmu á nýj- an hátt þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þá kynntist ég ljós- móðurinni sem var eins og vernd- andi engill með sínar mjúku hendur og yfirnáttúrulegu ró. Mamma hafði það fyrir sið áður en hún fór að taka á móti í heimahúsi að kveikja á kerti fyr- ir framan Maríustyttuna sína og fara með bænirnar sínar, enda var hún einstaklega gæfusöm í starfi. Mamma og pabbi voru sam- stiga í að láta hlutina ganga upp. Þegar mamma fékk afhenta fálkaorðuna 2016 þá fékk ég þann heiður að vera bílstjórinn þeirra og verða vitni að því þegar þau gengu saman fram fyrir for- seta Íslands, leiðandi hvort ann- að og hann nældi nælunni í barm hennar. Það var fögur sjón um samhent hjón. Mamma mín, nú eruð þú og pabbi sameinuð á ný. Ég held að ég hafi launað þér allt það góða sem þú gafst mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Elinóra Inga Sigurðardóttir. Elsku tengdamóðir mín er far- in, amma Dista eins og hún var alltaf kölluð. Hún var engin venjuleg kona. Það fann ég þeg- ar hún tók á móti börnunum okk- ar Magga. Það var svo gott að hafa hana, svo róleg, yfirveguð og örugg að maður treysti henni fyrir lífi sínu. Nudd á bakið þeg- ar verstu verkirnir komu, það kom ekkert í staðinn fyrir töfra- hendurnar hennar. Mikið skarð er nú komið í fjöl- skylduna, engin amma Dista og enginn afi Siggi. Það var alltaf svo gott að kíkja í kvöldkaffi til þeirra í rólegheitin og hlýjuna, fá hjá þeim kakóbolla og meðlæti, svo ég tali ekki um frægu sand- kökuna hennar ömmu Distu. Enginn sleppti henni. Dista hafði alveg einstaka nærveru og öllum leið vel í kringum hana. Mér er hugsað til allra stundanna sem við skáluðum í sjerríi, það bragð- aðist einstaklega vel með henni. Þetta eru allt svo góðar minn- ingar, ég kveð ömmu Distu með mikilli eftirsjá en veit hún er í góðum höndum hjá afa Sigga. Hvíldu í friði, elsku Dista mín. Þín tengdadóttir, Margaríta R. Raymondsdóttir. Elsku amma Dista. Mig langar að þakka þér fyrir þau djúpu áhrif sem þú hefur haft á líf mitt, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þú setur markið hátt fyrir okkur sem á eftir komum og skilgreindir hvað það þýðir að vinna fyrir hlutunum. Ekkert var gefið eftir; sjö börnum komið til manns, glæst- ur starfsferill sem ljósmóðir en samt alltaf til nýbökuð sandkaka og opnir armar tóku á móti barnabörnum í pössun. Það var fyrst þegar ég sjálf eignaðist barn og dvaldi á sængurleg- udeild að ég skildi þau stóru áhrif sem þú hefur haft á ljós- mæður á Íslandi. Þegar þú varst viðstödd fæðingu sonar míns flykktust ljósmæður á vaktinni til þess að koma og heilsa þér. Þegar ég nefndi að ég væri barnabarn þitt var ég oft spurð hvort von væri á þér í heimsókn. „Hún var svo góð, hún var svo róleg, hún sagði mér að allt færi vel.“ Ég hef lært að trúin á að allt fari vel er eitt það mikilvæg- asta að tileinka sér á meðgöngu, í fæðingu og í uppeldi. Í kistulagningunni talaði Bjarni Karlsson prestur um að svona liti sigur í lífinu út; að lifa langa ævi þar sem þú snertir líf svo margra, skilur eftir þig stóra fjölskyldu og færð að sofna hin- um langa svefni sársaukalaust umkringd ástvinum. Elsku amma, þú komst, sást, lagðir þig alla fram á hverjum degi, og sigraðir. Þín, Gyða Guðmundsdóttir. Elsku amma mín og nafna mín er farin frá okkur. Þetta er stór missir því amma var eitthvað sem væri hægt að kalla „súper- kona“. Hún ól upp sjö börn og var í meira en 100% starfi sem ljósmóðir. Hvernig er það hægt? Hún sagði mér einhvern tímann að hún hefði líklega aldrei neitað konu um aðstoð. Það er ótrúlegt hversu vel hún náði að ala börnin sín sjö upp. Öll svo kurteis og svo rosalega góð við allt og alla. Það verður erfitt þegar ég kem heim til Íslands og get ekki komið að heimsækja hana. Það var svo gott að koma til hennar og kyssa hana og knúsa. Eftir að afi dó fannst mér eins og hún hefði ekki náð sér aftur og hún er örugglega ánægð að vera komin til hans. Hvíldu í friði, amma mín. Helga Dýrfinna Magnúsdóttir. Elsku amma Dista. Kvöldsólarglóðin litar blúndugardínurnar í glugganum kærleikurinn er umvefjandi og nálægðin af ástvinum þessa heims og að handan áþreifanleg allt í kring Undan hvítri sænginni mjúkar hendur sem hafa fært í þennan heim ótal mörg líf hendur sem hafa huggað, bíað, strokið hendur sem hafa klappað, faðmað, fagnað mjúkar ljósu hendur Ljósin sem hún hefur hjálpað inn í þennan heim mynda hring utanum hana eins og ógnarstóran geislabaug og leiðbeina henni rétta leið með kærleikanum Þar bíður hennar mikil ást og hlýja allir sem hún hefur elskað og horft á eftir Í blómabreiðunni bíða þau öll eftir að hún bætist í hópinn komi í gleðskapinn með söng og dansi og sandköku með sultu á milli Og þar bíður hann og þau leiðast í gegnum blómabreiðuna inn í eilífa sumarnóttina með lítið ljós sín á milli sem fékk aldrei að skína í þessum heimi og allt er gott Hún er komin í draumalandið. Elsku amma og langamma. Við munum sakna þín og minn- ast þín. Takk fyrir allt. Anna Helga, Magnús, Svanborg Soffía og Sigurður Jóhann. Markmið flestra í lífinu er að gera vel í því sem þeir leggja fyr- ir sig. Ömmu tókst það og gott betur. Fyrir það hlaut hún ekki einungis fálkaorðuna heldur einnig ómælda virðingu og góðan orðróm sem mun lifa lengur en nokkuð annað. Ég var stoltur af ömmu þegar hún hlaut riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu á nýársdag árið 2015 fyrir störf sín sem ljósmóð- ir. Það var hins vegar ekki fyrr en ég varð svo heppinn að verða faðir og gekk í gegnum með- gönguferlið með unnustu minni sem ég áttaði mig á því hversu mögnuð amma var. Hvort sem ég kynnti mig í mæðraskoðun- inni eða í fæðingunni sjálfri sem barnabarn Dýrfinnu Helgu þá fékk ég ávallt að heyra það frá starfsystrum hennar hversu mögnuð amma hafi verið. Þannig var ömmu meðal ann- ars lýst sem ástæðu þess að þær Dýrfinna Helga Klingenberg Sigurjónsdóttir Elsku sonur minn, faðir okkar, bróðir, afi og langafi, HAUKUR JÓNSSON bryti, lést á heimili sínu þann 10. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Blessuð sé minning þín. Jón Ólafur Ormsson Heimir Bergmann Hauksson Sveinn Bergmann Hauksson Ia Lindholm Lilja Bergmann Hauksdóttir Þorvaldur Færseth Jón Heiðar Hauksson Edda Jónsdóttir systkini, barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.