Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 49

Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 Eitt sinn var ung að árum og brosti með gleði í tárum við mannsefni, káta vífið var tilbúið út í lífið. Og brátt svo komu börnin, birtust þau eitt af öðru. Ekki var auðveld törnin sem afleiðingarnar gjörðu. Tuginn fyllti fjöldinn, fá urðu þau kvöldin sem færðu ró og friðinn fyrst dagurinn var liðinn. Hún byrjaði daginn svo brátt, beinskeytt, það var ekki fátt því sem þurfti að sinna. Grautinn góða að sjóða, grislingum hann að bjóða og reyn‘ að haf‘ alla góða. Halda svo áfram að vinna við mjaltir og miklu fleira, snúningar minna og meira. Hann fylgdi hugurinn sterki, henni varð mikið úr verki. Hún framleiddi fæði og klæði, fegin að hafa næði sem var bara seint á kvöldin seinna tók nóttin völdin. Hún vann oft langt fram á nætur en hafði samt á okkur gætur og alltaf var fyrst á fætur. Sat við sauma og prjóna, smáfólki sínu að þjóna. Mörg myndaðist fögur flík, hún mamma er engri lík. Börnin sín tíu hún bjó vel til manns, bætandi hugann og trúin var tær. Frjósemin erfðist og stór er nú fans í faðm hennar sækir og umhyggju fær. Fákana og frelsið sótti hún í, ferðaðist mikið um heiðar og grund. Það var hennar yndi ef átti hún frí að vera á hesti og drottning um stund. Hún gæðinga átti og gerði þeim vel, glaðir þeir gengu og sporið var létt. Magnaðan knapa mömmu ég tel, mjög fallega fóru og taumhaldið nett. Léttleiki og lífsgleði er‘ henni töm og leikandi ennþá hún hleypur við fót. Hugur og hendi, hún áfram er söm, hrífandi enn og var heillandi snót. Nú kveðjum við okkar ástkæru mömmu, auðvitað tengdó og tvílengda ömmu sem gerði svo margt og var okkur allt og við henni þökkum það þúsundfalt að ver‘ okkur hjá og styðj‘ okkur við, öll blessum þig vina og far nú í frið. Marteinn og fjölskylda. Gjafir lífsins eru margar. Okk- ar er að rækta þær og fara vel með þær. Gefa og þiggja. Við ævi- lok frænku okkar og móðursyst- ur, Fríðu í Leirárgörðum, þökk- um við gjafir hennar. Hennar gjafir voru tryggð og vinátta, alla okkar ævi. Hún fylgdi okkur, hún fylgdist með okkur og ræktaði frænku- hlutverk sitt framar öðrum. Það voru tvær systur, fæddar og uppaldar á Ölverskrossi í Hnappadal, sem örlögin leiddu til búsetu og búskapar í sveitum sunnan Skarðsheiðar. Fríðu og móður okkar Gústu. Því vel skilj- anlegt að samgangur milli þeirra væri mikill. Fríða var örlagavaldur í lífi mömmu. Til hennar fluttist mamma með nýfædda dóttur sína. Þar fann hún mannsefni sitt og örlögin voru ráðin. Njáll og Fríða voru hluti af okkar lífi og mikið til þeirra leitað. Reglulegar Fríða Þorsteinsdóttir ✝ Fríða Þorsteins-dóttir fæddist 26. ágúst 1925. Hún lést 31. maí 2019. Útför hennar fór fram 19. júní 2019. heimsóknir á báða bóga. Því er líf okkar samvafið við Fríðu frænku okkar. Sem við minnumst af hlýju og söknuði. En fyrst fremst af gleði yfir því sem hún var okkur öllum. Fríða var ein- stök dugnaðar- kona. Ekki aðeins að ala önn fyrir stórum barnahópi, að byggja upp heila bújörð og standa fyrir myndarbúi í Leirárgörðum, held- ur og ekki síður fyrir hvernig lífs- viðhorf hennar var. Þær voru all- ar einstakar dugnaðarkonur systurnar frá Ölverskrossi. Hver á sinn hátt voru þær kjarkmiklar og áræðnar. Þær eru sú kynslóð sem líklega upplifði mestu bú- háttabyltingu sveitanna og þjóðarinnar. Voru gerendur í þeim miklu breytingum. Fríða átti langa og farsæla ævi. Hennar áfall var að missa nokkuð skyndilega Njál, eiginmann sinn, fyrir allmörgum árum. Þá hófst nýtt tímabil ævi hennar sem sýndi best dug hennar og getu. Hestar og hestamennska voru henni ástríða. Á efri árum byggði hún sér nýtt og hentugt hús á grunni Leirárgarða-bæjarins. Það var ekki hægt að sjá að aldur hennar hefði nokkuð að segja. Fim og snör í öllum hreyf- ingum, létt á fæti. Hún átti lengi góða heilsu, þó síðustu ár hafi verið henni erfið. Þá naut hún ein- stakrar umhyggju barna sinna. Það var gott að koma til Fríðu, það var mikið hlegið og gleði hennar var einlæg. Tryggð henn- ar við foreldra okkar og við okkur öll þökkum við af heilum huga við leiðarlok. Jólaboðin lifa í minn- ingunni og þá ekki síst hafrakexið sem enginn gat gert eins og Fríða. Við systkinin á Reyni þökkum Fríðu allt sem hún var okkur og sendum frændfólki okkar og fjöl- skyldum þess samúðarkveðju. Fríða var sannarlega ein af gjöf- um lífs okkar. Haraldur Benediktsson. Okkur langar að minnast góðr- ar vinkonu. Það var fyrir 25 árum að Heiða segir við Fríðu að sig langi svo að fara í Gullborgarhella. Þangað hafði Heiða komið þegar hún var 17 ára og hellarnir voru svo ævin- týralegir í minningunni. Fríða var svo sannarlega til í að fara þangað, þar sem Guðmundur mágur hennar átti hellana. Dúfu var boðið með og þetta var svo gaman að við fórum í stuttar ferðir á hverju ári eftir þetta. Selma bættist svo í hópinn og Litli ferðaklúbburinn var orðinn til. Fyrstu ferðirnar sem við fór- um voru um Borgarfjörð og svo var farið í lengri ferðir til að skoða gil og gljúfur, þar á meðal Nauthúsagil. Síðan fórum við norður á Strandir og það var ferð sem Fríða gleymdi aldrei. Þá fór- um við að gista og taka 2-3 daga í hverja ferð. Svo núna á seinni árum fórum við saman í sumarbústaði, bæði norðan- og sunnanlands. Heiða var unglingurinn í hópnum og keyrði alltaf. Þetta voru svo ógleymanlegar ferðir og yndisleg samvera hjá okkur í Litla ferðaklúbbnum. Viljum við þakka Fríðu fyrir samveruna, því þessi hópur hefði ekki orðið til ef hún hefði ekki far- ið með okkur þessa fyrstu ferð í Gullborgarhella. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við börnum Fríðu og fjölskyldum þeirra. Litli ferðaklúbburinn, Dúfa, Selma og Heiða. Nú er hún farin í enn eitt ferðalagið, stelpan sem elskaði að ferðast. Ég man ennþá daginn sem Þorbjörg systir mín fæddist. Það var reyndar kvöld og við sátum saman systur hennar í stofunni heima og biðum þess að fá fréttir af því hvort við værum búnar að eignast bróður eða systur. Ég man að ég var svo þreytt en ég ætlaði ekki að fara að sofa fyrr en ég vissi að hún væri fædd. Já, hún. Því ég var alveg viss um að ég fengi litla systur. Og svo var hún komin, lítil og fullkomin, og mér fannst ég eiga hana. Ég elskaði að hafa hana ná- lægt mér því mér fannst hún vera partur af mér. Og ég átti að passa hana. Svo stækkaði hún en var samt áfram svo lítil, brothætt og við- kvæm. Hún lifði svo hratt og gerði svo margt. Á þessum tæpu 26 árum sem henni voru gefin ferðaðist hún t.d. mjög víða. Hún var eigin- lega alltaf á einhverju ferðalagi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa deilt með henni einhverjum af þessum ferðalögum. Eins og þeg- ar við Begga ákváðum að gefa henni systraferð til New York í fermingargjöf. Jafnvel þá vissum við að hún vildi það frekar en að eignast ein- hverja hluti. Já, hún Tobba vildi ekki eiga hluti. Hún vildi frekar eiga ferða- lög, minningar og vini, en af þeim átti hún alveg ótrúlega mikið. Það kemur mér reyndar ekki á Þorbjörg Ómarsdóttir ✝ Þorbjörg RósaÓmarsdóttir fæddist 14. júlí 1993. Hún lést 3. júní 2019. Þorbjörg Rósa var jarðsungin 19. júní 2019. óvart að hún hafi átt miklu vinaláni að fagna því hún var bæði skemmtileg og hjartahlý. Hún sankaði einhvern veginn að sér fólki og það vildu allir vera í návist hennar. Nú er stórt skarð höggvið í hennar stóra og mikla vina- hóp. Þorbjörg var líka sannkölluð uppáhaldsfrænka litlu frænda sinna og sjálf sá hún ekki sólina fyrir þeim. „Hvað segir Tryggvi minn?“ spurði hún mig alltaf þeg- ar ég heyrði í henni. Hún elskaði fólkið sitt og var umhugað um að öllum liði vel. Þó að hún hafi verið mikið yngri en ég fannst mér hún miklu lífsreyndari en ég. Hún var svo sjálfstæð og sterk. Hún gerði það sem hún vildi, hafði fastmótaðar skoðanir á hlutunum og lét ekki segja sér hvernig hún átti að haga lífi sínu. Síðasta árið bjó Þorbjörg í Kaupmannahöfn. Þar átti hún heimili sem henni leið vel á. Það er gott til þess að vita. En henni leið ekki alltaf vel. Það skiptust á góðar og slæmar stundir í lífi hennar og maður sá það oftast á henni hvort hún var á góðum stað eða ekki. Það er sárt að hugsa til þess að henni hafi ekki liðið vel síðustu dagana. Hefði maður kannski getað gert eitthvað ef maður hefði vitað það? Gat ég passað hana betur? Þó að mér finnist svo sárt að stelpan okkar sé farin er ég svo þakklát fyrir að hún hafi verið hér og að ég hafi fengið að deila með henni lífinu. Hún er og verð- ur alltaf hluti af mér. Þorbjörg mín, ég vona að þú hafir nú fundið ró og frið. Seinna mun ég finna þig í fjarlægu landi. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson) Halldóra Kristinsdóttir. Við Þorbjörg, eða Tobba eins og hún var oftast kölluð, kynnt- umst fyrst þegar við Bergrún systir hennar vorum nýlega farin að rugla saman reytum. Þá gisti Tobba einu sinni sem oftar heima hjá systur sinni. Einn morguninn vorum við Tobba bæði frekar slöpp og úr varð að þegar Berg- rún fór í vinnuna urðum við eftir heima og áttum að deila rúmi saman. Okkur fannst þetta báð- um hálfóþægilegt og vorum eitt- hvað að bylta okkur til og frá. Að lokum reis ég upp, leit yfir rúmið og sá að bæði vorum við búin að ýta til koddum og púðum á milli okkar. Þá fannst mér þetta ekki ganga lengur, ef við ætluðum að deila saman rúmi yrðum við að vera sátt við nærveru hvort ann- ars. Ég hafði einhver orð um þetta og hún var sammála, þetta var frekar trist. Þetta varð fyrsti kaflinn í kynnum okkar Tobbu sem áttu eftir að verða lengri, en samt ekki eins löng og vonir stóðu til. Við fyrstu kynni minnti Þor- björg mig stundum á lítinn hræddan fugl sem átti eftir að finna sinn stað í veröldinni. Við nánari kynni kom hins vegar í ljós sterkari karakter sem hafði sínar skoðanir og hún stóð föst á þeim ef henni bauð svo við að horfa. Hún virtist ekki finna sig í hefðbundnu námi en ekki var við skort á gáfum að sakast. Eitt sinn þegar komið var að lokaprófi í sögu í FG þá kom hún til mín og sagðist lítið hafa mætt og tekið enn minna eftir þá önn. Gæti ég ekki tekið hana í tíma? Það var mjög auðsótt. Settumst við niður og ég endursagði efnið og út- skýrði samhengið fyrir henni. Hún sat og hlustaði en af og til virtist hún vera eitthvað annars hugar, sagði ég þá einhverja vit- leysu, svona til að ganga úr skugga um hvort hún væri ekki að hlusta. Þá leit hún á mig og sagði frekar snöggt: „Ég er sko alveg að hlusta.“ Hvort sem um var að ræða óumdeilda kennslu- hæfileika mína eða skarpar gáfur hennar stóðst hún prófið með sóma. Þannig var Þorbjörg, ef hún einsetti sér eitthvað þá var fátt sem gat stoppað hana. Hún var vinmörg og í vinahópnum átti hún fólk sem hún gat alltaf leitað til þegar eitthvað bjátaði á. Atvikin höguðu því þannig að á tímabili flutti Tobba til okkar í Jöklaselið. Hún vildi koma undir sig fótunum og var það auðsótt mál. Vera hennar varð lengri en gert var ráð fyrir, þannig kynnt- ist hún börnum okkar Bergrúnar mjög vel og varð hluti af heim- ilislífinu. Samband hennar við elsta son okkar, Kristin Hrafn, var líka einstaklega fallegt og gott og minnti helst á fallegt sam- band systkina. Þau náðu vel sam- an og þolinmæði hennar við grall- araskap hans var mikil. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag og fólk velur sér ýmsa vegi til að feta. Það má líta á fjöl- skyldu eins og stóra keðju, þegar einn hlekkurinn slitnar þá verður að koma keðjunni saman aftur og reyna að láta hana standa sterk- ari eftir. Það verkefni bíður nú fjölskyldu og vina Þorbjargar. Björn Ólafsson. Þú komst svo glöð, varðst yndið okkar allra augu þín full af trausti, brosið þitt lýsti upp daga þeirra sem þig þekktu Þorbjörg mín litla, hvað við söknum þín. Því nú ertu farin, svo snöggt, og alltof snemma, við sjáum þig ekki meir, en munum þig já, alltaf muntu lifa, ljúfan góða, sem ljós eða blóm í hjörtum vina þinna. Með kveðju frá frændfólkinu í Strassborg, Þórhildur Ólafsdóttir. Mig langar til þess að minnast Einars Hannes- sonar vinar míns með nokkrum orðum. Einari kynntist ég þegar ég hóf nám við lagadeild Háskóla Íslands á tíunda áratugnum og okkur varð strax vel til vina. Enda var Einar hrókur alls fagnaðar, oft á tíðum þungamiðja fé- lagslífs kátra laganema – sér- staklega þegar vertshús borg- arinnar lokuðu dyrum sínum og laganemar leituðu skjóls á Klapparstígnum. Við Einar sát- um saman í stjórn Orators um skeið og stýrði Einar þar fundahöldum og ýmsum mann- fagnaði. Einari líkaði hins veg- ar síður við þann titil sem ég bar í stjórninni enda þótti hon- um heitið alþjóðaritari hafa of mikla skírskotun til Ráðstjórn- arríkjanna. Án þess að ég teldi mig sérstaklega halla undir kommúnisma kom strax í laga- deildinni í ljós að skoðanir okk- ar Einars fóru ekki alltaf sam- an í stjórnmálum og áttum við ansi margar rökræður um stjórnmál og málefni samtíðar. Stundum fauk í mig þegar mér þótti Einar líta aðeins of langt til hægri. Það var hins vegar aldrei hægt að vera reiður út í Einar svo nokkru næmi, glað- lyndi hans og brosið bjarta Einar Hannesson ✝ Einar Hannes-son fæddist 16. janúar 1971. Hann lést 7. júní 2019. Einar var jarð- sunginn 19. júní 2019. eyddu öllum slík- um tilburðum um- svifalaust. Það var einmitt hið ein- staka jákvæða lunderni sem ein- kenndi Einar. Við það má bæta vinar- þeli og greiðasemi. Þegar við Einar vorum samtíða í Brussel þótti hon- um til að mynda ekki nokkurt tiltökumál að mála íbúð sem ég hafði haft á leigu til að forða mér frá því að greiða leigusala fyrir naglaför og annað smá- legt. Hann var fyrstur á stað- inn þegar kom að flutningum og skammaðist út í félaga okk- ar þegar honum þótti þeir of hallir undir drykkjarföng frek- ar en að bera kassa. Samt ávallt með bros á vör. Í bergmálshelli samtímans er mikilvægt að minnast þess hversu dýrmætt það er að eiga vini sem sjá lífið í aðeins öðrum litum en maður sjálfur. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt slíkan vin. Grétari, Einari Tómasi og fjölskyldunni allri færi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um einstak- an félaga lifir. Dóra Sif Tynes. Einar var lágur vexti en sterkgerður, grannur og vörpu- legur. Hann var með myndar- legan kjálka, breiðan munn og stórgerðar tennur, sem sýndu sig þegar hann brosti. Hann var bjartur yfirlitum. Hann virtist geta verið allt í senn: bóndi, sjómaður, smiður og borgarbúi; svona eftir sjónar- átt. Einar lagði fyrir sig lög- fræði, en hann taldi þó óheppi- legt að engin deild háskólans kenndi það sem hann nefndi „almenna sérfræði“. Einar lifði samkvæmt þessu og var víð- lesinn. Val Einars á farkostum á námsárunum var óhefðbundið. Hann fór flestra ferða á hjóli, „hjólaði eins og bíll“ eins og hann sagði sjálfur. Hann hafði samt áhuga á bílum. Hann vildi samt engar drossíur; hann vildi druslur. Þær þurftu síðan að bjóða upp á hæfilegar áskor- anir. Bílferðalög með Einari voru því ævintýri sem hófust oft þannig að farþegarnir ýttu í gang. Síðan gat á miðri leið tekið við makindaleg bið í veg- arkanti á meðan lappir eigand- ans stóðu út úr húddinu og hreyfðust til og frá. Einar var mannblendinn og einlægur í viðkynningu. Hann var höfðingi heim að sækja og hornsteinn í félagsherbergi laganema. Þar dvaldi hann löngum stundum og skegg- ræddi um daginn og veginn við gesti og gangandi. Lífsskoðun Einars var ein- föld. Hann trúði á kraft og mátt einstaklingsins til að breyta heiminum til betri vegar í óteljandi smáum skrefum. Einar sjálfur tók sín smáu skref í lífinu með þetta í huga. Hann var réttlátur, duglegur, greiðvikinn og glaðlyndur og hann skilur eftir sig falleg spor. Hann átti marga vini en enga óvini. Einar var baráttumaður fyr- ir lífsskoðun sinni og tók alla tíð þátt í stjórnmálastarfi. Þar hjálpaði honum að vera mælsk- ur og sá hæfileiki hans að tjá hug sinn skýrt, en með glettni og fjöri. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Einar láta frá sér styggðarorð um þá sem voru honum ósammála. Hans óvenjulega langlundargeð og meðfædda kurteisi leyfðu ekki slíkt. Eftir að Einar lauk námi gerðist hann stjórnarráðs- fulltrúi. Þessi tegund starfsfer- ils endar oft á sjötugsafmælinu. Einar hafði aðrar hugmyndir. Hann hætti störfum ungur maður, keypti sér skútu, sigldi um heimshöfin og gekk í endur- nýjun lífdaga. Siglingum Einars „í fullu starfi“ lauk síðan fyrir nokkr- um árum þegar hann tók til við lögmannsstörf í Reykjavík, bjartsýnn og glaður. Um það leyti byrjaði hins vegar krabba- meinið að herja á hann. Þrátt fyrir það tók Einar fyrir skömmu að sér aðstoðar- mennsku fyrir dómsmálaráð- herra. Því starfi gegndi hann af trúmennsku og prýði og dró hvergi af sér þrátt fyrir veik- indin. Síðastliðna mánuði byrjaði sjúkdómurinn að ná yfirhönd- inni. Einar var hins vegar margbrotnari, flóknari og sleip- ari en svo að unnt væri að hengja hann á einhvern snaga og enn síður meta honum lífs- líkur. Örlaði því að einhverju leyti á þeirri hugsun að krabbamein- ið myndi eiga fullt í fangi með að klófesta hann ef það væri yfirleitt hægt. Fráfall Einars varð því óvæntara en ella. Ég votta aðstandendum Ein- ars mína dýpstu samúð. Reimar Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.