Morgunblaðið - 20.06.2019, Síða 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
50 ára Ívar er úr Kópa-
vogi en býr í Garðabæ.
Hann er lærður fram-
reiðslumaður en var
tryggingaráðgjafi hjá
TM þar til í síðustu
viku.
Maki: Aldís Hafsteins-
dóttir, f. 1968, vinnur hjá Garra heild-
verslun.
Börn: Ástrós Rut, f. 1988, Garibaldi, f.
1998, og Rúrik Lárus, f. 2003.
Barnabarn: Emma Rut Bjarkadóttir og
Ástrósar.
Foreldrar: Bragi Ingason, f. 1933, mat-
reiðslumaður, og Erla Óskarsdóttir, f.
1936, hjúkrunarkona. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Ívar
Bragason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur verið erfitt að láta skyn-
semina ráða þegar tilfinningarnar ólga. Nú
færðu launaðan greiða sem þú varst búinn
að steingleyma.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt að taka frumkvæðið í þínar
hendur í stað þess að láta reka fyrir at-
hugasemdum annarra. Framlag þitt fer ekki
framhjá yfirmönnum þínum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það fer ekki vel á því að blanda
saman vinnu og einkalífi. Reyndu að skapa
ró í kringum þig og einbeittu þér að því að
slaka á.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður við maka og/eða nána
vini koma hugsanlega lagi á eitthvað sem
þér er kært. Þú færð ósk þína uppfyllta.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú álítur þig mjög hagsýna/n, en ein-
hver mun draga fram aðra hliðina á þér.
Bíddu til morguns með að gera ferðaáætl-
anir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst þú enn eiga margt ógert
en mundu að veraldlegum hlutum má auð-
veldlega skjóta á frest. Eitt af því besta
sem við getum gert fyrir ástvini okkar er að
halda heilsu og jafnvægi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu það eftir þér að njóta dagsins
með vinum þínum. Þú færð upplýsingar
sem þú ert ekki ánægð/ur með.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér er óhætt að tjá þig ef þú
heldur þig innan ákveðinna marka. Einhver
lítur á þig sem velgjörðarmann sinn í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki slúður vinnufélag-
anna hrófla ró þinni. Allt er fertugum fært,
það sannast á þér. Betur má ef duga skal í
markmiðasetningunni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu daginn til að slappa af.
Nýttu þér hjálp fagfólks til að bæta sam-
skipti þín við systkini þín. Láttu ekki undan
freistingum af nokkru tagi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ræddu málin til hlítar, það getur
komið þér í koll ef þú ætlar að skauta bara
á yfirborðinu. Mestu erfiðleikarnir eru yfir-
stignir og þú sérð fram á betri daga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur svo mikla orku að þú verð-
ur að eyða hluta hennar í líkamsæfingar.
Ljúktu því sem þú þarft að gera í dag þann-
ig að þú getir leikið þér á morgun.
alltaf mikið fjör í kringum þessar
konur og þær höfðu gaman af
vinnunni og lífinu og er ég ákaflega
þakklátur fyrir þeirra óeigingjörnu
störf“. Árið 1986 seldi Sigurður
Klapparholtið og einnig gróðrar-
stöðina með Skagamold. Flutti fjöl-
skyldan að Ási í Melasveit og ein-
beitti sér að framleiðslu á græn-
meti. Sigurður var einn af
stofnendum sölufyrirtækisins
Ágæti sem seldi grænmeti um allt
land.
Sigurður hefur ávallt verið sinn
eigin herra eins og hann orðar það,
en hann hefur aldrei unnið sem
launamaður fyrir utan þessi þrjú ár
í olíustöðinni meðan hann jafnaði
sig á berklunum. „Samt sem áður
skorti aldrei neitt og manni tókst
að láta enda ná saman þó að það
hafi oft verið mikil vinna.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar var Guð-
munda Runólfsdóttir, f. 31.10. 1930,
d. 28.4. 2002. Foreldrar hennar
voru hjónin Runólfur Guðmunds-
Þegar fór að þrengjast um land-
rými í Klapparholti þá byggði Sig-
urður að Smiðjuvöllum bæði Skaga-
mold og Gróðurval. Hélt starfsemin
þar áfram og var blómleg. Í öll
þessi ár þá voru 10-15 konur sem
unnu hjá Sigurði. Sigurður minnist
þeirra tíma með ánægju. „Það var
S
igurður Gunnarsson
fæddist á Steinsstöðum
á Akranesi, sem var við
Óðinsgötu 36, en í dag er
þetta Kirkjubraut 26.
Sigurður fluttist með fjölskyldunni
að nýbýlinu Steinsstöðum sem þá
voru rétt fyrir utan Akranes en eru
nú við Eyrarflöt. Sigurður fór ung-
ur að Lambhaga í Hvalfjarðarsveit
til sumardvalar.
Sigurður gekk í barnaskóla á
Akranesi. Um 18 ára aldur ætlaði
Sigurður að læra járnsmíði hjá Ein-
ari Vestmann en þá greindist hann
með berkla og þurfti að dveljast á
Vífilsstöðum í 8-9 mánuði. Eftir að
þeirri dvöl lauk tók við tími þegar
lítið mátti gera. Þá annaðist Sig-
urður bústörf með Gunnari föður
sínum ásamt því að vinna í olíu-
stöðinnni í Hvalfirði næstu þrjú ár.
Sigurður hefur alltaf haft gaman
af söng og söng hann í tvöföldum
kvartett sem í voru átta félagar og
vinir af Akranesi og Innesinu. Það
var einmitt á einni slíkri skemmtun
sem hann kynnist Guðmundu Run-
ólfsdóttur ættaðri frá Gröf, þau
fella hugi saman og giftast 26. maí
1956. Saman byggja þau Klappar-
holt 1957 og hefja búskap. Klappar-
holt stendur við Tindaflöt á Akra-
nesi í dag.
Búskapurinn samanstóð af
hænsnarækt og sauðfé. Í 25 ár voru
þau með hænsnarækt og sáu
Skagamönnum og nærsveitum fyrir
eggjum en í kringum 1970 var Sig-
urður með stærsta varphænubú
landsins að Klapparholti. Einnig
var selt í Eggjasamlagið sem sá um
að selja egg til hersins á Kefla-
víkurflugvelli. Fljótlega bættu þau
við garðrækt sem átti eftir að verða
þeirra aðalatvinna. Ræktað var
grænmeti, blóm og tré og muna
Skagamenn eftir því að hafa komið
að Klapparholti til að kaupa sum-
arblóm og grænmeti á haustin.
Grænmetisverslun ríkisins keypti
einnig af Sigurði og seldi í búðir
um allt land og blómin voru einnig
seld um allt land. Mikið fór til Vest-
mannaeyja eftir gos og var gerður
góður rómur að blómunum sem
komu af Skaganum.
son, f. 3.4. 1887, d. 2.12. 1985, bóndi
og sjómaður í Gröf í Skilmanna-
hreppi, og Þórunn Jónína Markús-
dóttir, f. 3.10. 1884, d. 11.9. 1970,
húsfreyja.
Sigurður átti fyrir soninn 1) Sig-
urð Pétur, f. 22.3. 1949, rennismið-
ur, giftur Kolbrúnu Gunnarsdóttir,
þau eru bús. í Reykjavík. Börn Sig-
urðar og Guðmundu eru 2) Run-
ólfur Þór f. 9.1. 1957, bygginga-
tæknifræðingur, í sambúð með
Soffíu Örlygsdóttur, þau eru bús. á
Akranesi; 3) Guðmundur Gísli, f.
15.2. 1957, ofngæslumaður, í sam-
búð með Kristínu Guðrún Jóns-
dóttur, þau eru bús. á Akranesi; 4)
Sigmundur Garðar, f. 24.8. 1962,
smiður, giftur Guðríði Guðmunds-
dóttur, þau eru bús. á Akranesi; 5)
Sigurlín Margrét, f. 23.4. 1964, þula
í táknmálsfréttum og ferðaþjón-
ustufrömuður, í sambúð með Magn-
úsi Sverrissyni, þau eru bús. í
Kópavogi; 6) Helga, f. 8.10. 1965,
þjónustufulltrúi, í sambúð með
Halldóri Karlssyni, þau eru bús. í
Reykjavík; 7) Guðráður Gunnar, f.
Sigurður Gunnarsson, fyrrverandi garðyrkjumaður og bóndi í Klapparholti – 90 ára
Hjónin Guðmunda og Sigurður stödd í einu af gróðurhúsum sínum um miðjan 9. áratuginn.
Ávallt verið sinn eigin herra
Garðyrkjubóndinn Sigurður.
30 ára Elín er Vest-
mannaeyingur og er
fædd þar og upp-
alin. Hún er kjóla-
klæðskeri að mennt
frá Tækniskóla Ís-
lands og er sjálf-
stætt starfandi með
eigin stofu, sem heitir Einstök sauma-
stofa.
Maki: Arnar Ingólfsson, f. 1988, bif-
reiðasmiður í Bragganum.
Börn: Ingólfur Máni, f. 2014, og
Gunnar Dagur, f. 2018.
Foreldrar: Árni Gunnar Gunnarsson, f.
1950, rafvirki, og Erna Ingólfsdóttir, f.
1952, leikskólakennari. Þau eru búsett
í Vestmannaeyjum.
Elín
Árnadóttir
Til hamingju með daginn
Vestmannaeyjar Gunnar Dagur
Arnarsson fæddist 8. nóvember
2018. Hann vó 2.665 g og var 48
cm langur. Foreldrar hans eru Arn-
ar Ingólfsson og Elín Árnadóttir.
Nýr borgari