Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 65

Morgunblaðið - 20.06.2019, Page 65
Áhugaverð nálgun Jólasýning Borgarleikhússins er Vanja frændi eftir Anton Tsjékhov í þýðingu Gunnars Þorra Péturs- sonar og leikstjórn Brynhildar Guð- jónsdóttur sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu 11. janúar 2020 á af- mæli Leikfélags Reykjavíkur. „Þetta verk hefur lengi verið á óska- listanum hjá okkur. Persónulega finnst mér þetta besta verk Tsjék- hovs þar sem það býr yfir bæði miklum húmor og örvæntingu. Per- sónur verksins borða og drekka all- an daginn á sama tíma og þær eru síkvartandi. Það er eitthvað við þessar aðstæður sem kallast sterk- lega á við samtímann, einhver deka- dens sem er gaman að rannsaka. Þetta er fólk sem maður kennir til með á sama tíma og það er algjör- lega í ruglinu,“ segir Kristín og tek- ur fram að spennandi verði að sjá verkið í túlkun Brynhildar. „Hún setti upp Ríkharð þriðja hjá okkur í vetur sem var einstakt ferli. Áður en sú sýning var frumsýnd vorum við farin að ræða hvaða leik- riti hún myndi næst leikstýra, en hún hefur mestan áhuga á að takast á við klassísk verk,“ segir Kristín og rifjar upp að mikill áhugi hafi verið meðal leikstjóra um að fá að leik- stýra Ríkharði þriðja eftir að til- kynnt var á starfsmannafundi að til stæði að setja það upp. „Mikill fjöldi reyndra leikstjóra lýsti yfir áhuga á að leikstýra verkinu og gerði grein fyrir nálgunaraðferð sinni. Hug- mynd Brynhildar var hins vegar sú nálgun sem okkur fannst áhuga- verðust. Það er ekki sjálfgefið að reynd leikhúsmanneskja geti sest í leikstjórastólinn og látið hugmyndir sínar ganga upp. Þess vegna var ennþá meira gefandi að sjá þetta ganga upp. Það er stórkostlegt fyrir okkur að eiga leikstjóra á þessum mælikvarða sem er kona, því hennar lestur á Ríkharði var allt annar en karlkyns kollega hennar,“ segir Kristín og bendir sem dæmi á að hlutverk kvennanna í Ríkharði þriðja séu oft skorin talsvert niður en Brynhildur hafi valið að skoða titilpersónuna út frá samskiptum hans við konurnar. „Leikmynd Barkar Jónssonar fyrir Vanja frænda verður væntan- lega frekar abstrakt og óstaðbundin þótt hún verði á köflum nútímaleg, en búningar Filippíu Elísdóttur munu vísa í períóduna,“ segir Krist- ín. Leikhópinn skipa Valur Freyr Einarsson, sem leikur titilhlut- verkið, Hilmir Snær Guðnason, Jó- hann Sigurðarson, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir og Halldór Gylfason. Nýtt verk eftir Tyrfing Helgi Þór rofnar nefnist nýtt leik- rit eftir Tyrfing Tyrfingsson í leik- stjórn Stefáns Jónssonar sem frum- sýnt verður á Nýja sviðinu í febrúar. Um er að ræða fimmta verkið eftir Tyrfing sem Borgarleikhúsið setur upp en hann var hússkáld leikhúss- ins 2014-15. „Nýja verkið fjallar um eitraða karlmennsku, en kveikjan að verkinu voru viðtöl sem Tyrfingur tók við unga karlmenn um hlutverk þeirra í lífinu og samviskubitið og togstreituna sem þeir upplifa marg- ir hverjir yfir því að taka sér pláss í samfélaginu og sýna tilfinningar,“ segir Kristín og tekur fram að verk- ið sjálft sé þó ekki heimildarleikhús í hefðbundnum skilningi. „Verkið gerist á útfararstofu feðga sem Bergur Þór Ingólfsson og Hilmar Guðjónsson leika,“ segir Kristín og tekur fram að líkt og fyrri verk Tyrfings gerist það í Kópavogi. „Þeir feðgar eru hálfgerðir fúskarar í þessum bransa, enda pabbinn mik- ill braskari. Atburðarásin fer af stað þegar dóttir manns sem feðgarnir eru að jarða kemur í heimsókn til að fara yfir allt sem viðkemur útför- inni. Sonurinn, sem er líksnyrtir, og stúlkan fella hugi saman,“ segir Kristín, en með hlutverk stúlkunnar fer Þuríður Blær Jóhannsdóttir. „Verkið gengur mjög langt í ákveðnum brútalisma í anda Söruh Kane,“ segir Kristín og bendir á að fá af leikskáldum nýrrar kynslóðar hafi notið jafn mikillar hylli og Tyrf- ingur. „Verk hans hafa hlotið veg- legar kynningar á leiklistarhátíðum í Evrópu, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Kristín og bendir á að Borg- arleikhúsið hafi látið þýða verk hans yfir á ensku og fleiri tungumál í því skyni að kynna Tyrfing erlendis. „Við erum hluti af evrópsku verk- efni sem nefnist Fabula Mundi, sem gengur út á að kynna leikskáld milli landa, og Tyrfingur hefur verið eitt fjögurra leikskálda sem við höfum verið að kynna. Svo ánægjulega vill til að á næsta leikári mun eitt virt- asta leikhús Hollendinga, Toneel- groep Oostpool, sviðsetja Kartöflu- æturnar þar í landi. Það hefur jafnframt tryggt sér sýningarrétt á nýja leikritinu,“ segir Kristín og bendir á að góðir þýðendur séu mikilvægir í þessu samhengi. „Tyrf- ingur fann þýðanda í Hollandi, þar sem hann býr, sem nær stílnum hans. Svo nú virðist boltinn vera far- inn að rúlla, sem er frábært.“ Sprúðlandi skemmtilegheit Í febrúar verður Gosi eftir Carlo Collodi í nýrri leikgerð eftir Ágústu Skúladóttur frumsýndur á Litla sviðinu. Haraldur Ari Stefánsson fer með titilhlutverkið og af öðrum leik- urum nefnir Kristín Halldór Gylfa- son og Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur. „Okkur hefur lengi langað til að setja upp klassískt ævintýri fyrir yngri áhorfendur á Litla sviðinu. Auðvitað eru til margar útgáfur af þessu ævintýri, en Ágústa hyggst vinna leikgerð sína upp úr uppruna- legu sögunni, sem er dekkri en Disney-útgáfan. Grunnspurningin sem við höfum áhuga á snýst um það hvernig einstaklingi er tekið sem er öðruvísi en allir aðrir auk þess sem sannleikurinn er áhuga- vert þema í verkinu,“ segir Kristín og tekur fram að reikna megi með sprúðlandi skemmtilegri sýningu þar sem tónlist leiki stórt hlutverk í frásagnaraðferðinni. Leikmynd og búninga hannar Þórunn María Jóns- dóttir og Elín Sigríður Gísladóttir gerir grímur sem verða áberandi í sýningunni. Seinna samstarfsverkefni leikárs- ins verður frumsýnt á Nýja sviðinu í febrúar, en það er uppsetning Kven- félagsins Garps á Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í leik- stjórn höfundar. „Þetta er sami hóp- ur og stóð að gerð sjónvarpsþátt- anna Mannasiðir og leikritsins Sóley Rós,“ segir Kristín, en leikarar upp- færslunnar eru Sólveig Guðmunds- dóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. „Þetta er hugmynd sem heillaði okkur mjög mikið. Um er að ræða fjölskyldusögu sem gerist á tveimur tímabilum. Annars vegar þegar kvenréttindabaráttan er að taka flugið á áttunda áratugnum og eiginkonan í verkinu ákveður að hætta að sjá um allt á heimilinu og eiginmaðurinn verður nokkuð ráða- laus. Hins vegar í samtímanum þar sem dóttir þeirra hjóna tekst á við aðrar samfélagsbreytingar sem lúta að hlutverkum kynjanna. Sömu leik- arar leika hvor tveggja hjónin.“ Verk um vald og valdaleysi Oleanna eftir David Mamet í þýð- ingu Kristínar Eiríksdóttur og leik- stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar verður frumsýnd á Nýja sviðinu í mars. „Það er auðvitað mikið ánægjuefni að Ólafur Darri Ólafsson snúi aftur til starfa hjá okkur og spennandi fyrir áhorfendur að sjá hann aftur á sviði. Hann hafði sam- band við okkur og lýsti yfir áhuga á að fá að takast á við hlutverk há- skólakennarans,“ segir Kristín, en með hlutverk nemandans fer Vala Kristín Eiríksdóttir. „Í ljósi alls sem gerst hefur í kringum #metoo fannst okkur þetta mjög áhugavert efni. Verkið fjallar um vald, valdleysi og aðstöðumun persónanna tveggja í verkinu,“ segir Kristín og bendir á að leikskáldið setji það í hendur áhorfenda að túlka það sem gerist í samskiptum persónanna. „Okkur finnst það áhugaverð rannsóknarspurning hvernig persónur verksins upplifa hlutina og aðstöðumun þeirra með ólíkum hætti.“ Skoða Bubba í okkur Níu líf er vinnutitill á leikriti Ólafs Egils Egilssonar sem byggt er á ævi Bubba og segir jafnframt sögu þjóðarinnar, en sýningin verður frumsýnd á Stóra sviðinu í mars í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur sem leikstýrði síðast Ati haustið 2015. „Ég reyndi lengi að streitast á móti því að leikstýra þessari sýn- ingu, því það er alveg full vinna að vera leikhússtjóri og mér hefur fundist ég fá mikla listræna útrás í því starfi. Jafnframt er til mikið af leikstjórum sem mig langar að rækta, þannig að mér hefur ekki fundist það forgangsatriði að ég væri sjálf að leikstýra,“ segir Krist- ín og rifjar upp að þau Ólafur Egill hafi unnið saman að uppsetningu Fólksins í kjallaranum og Svari við bréfi Helgu, en Kristín leikstýrði að jafnaði tveimur sýningum á ári í Borgarleikhúsinu frá 2008 þar til hún var ráðin leikhússtjóri. „Við Ólafur Egill vinnum mjög vel saman. Þegar við vorum byrjuð að tala saman um uppsetningu Níu lífa og velta upp nálgunarleiðum í frá- sagnaraðferðinni var mig fljótlega farið að dreyma verkið á nóttunni og ég var farin að fá endalausar hug- myndir. Ég fann að ég var orðin inspíreruð af efniviðnum eins og leikstjóri og á endanum þurfti ég bara að játa mig sigraða. Að feng- inni reynslu sem leikstjóri veit ég að þegar það kemur svona rosalega skýr löngun til að segja sögu þar sem myndir og draumar leita á mann, þá er rétt að taka það verk- efni að sér,“ segir Kristín og rifjar upp að þau Bubbi hafi þekkst lengi. „Þegar ég var 21 árs gaf ég út plötu og í framhaldinu bauð Bubbi mér að spila með sér á Litla-Hrauni á að- fangadag. Ég hef alltaf borið mjög mikla virðingu fyrir Bubba án þess að vera eindreginn aðdáandi. Ég nálgast því viðfangsefnið samtímis af virðingu og kæruleysi, sem ég held að sé mikilvægt,“ segir Kristín og tekur fram að hún sé spennt fyrir frásagnaraðferðinni. „Bæði hvernig við ætlum að segja þessa sögu, því við erum að fara í gegnum sögu Bubba á sama tíma og við förum í gegnum sögu þjóðar- innar. Það verður lítill drengur í sýningunni sem verður eins og vitni að öllu því sem gerist. Markmið okk- ar er að frásagnaraðferðin sé opin, þannig að allir í leikhópnum eru þau sjálf og munu öll líka leika Bubba. Við erum að skoða Bubba og okkur í honum og hvernig hann endurspegl- ast í þjóðarsálinni,“ segir Kristín. Í leikhópnum verða m.a. Jóhann Sig- urðarson, Björn Stefánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Kristín Þóra Haralds- dóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikmynd gerir Ilmur Stefánsdóttir og búninga Filippía Elísdóttir. Breyting á leikhúskortum Veisla nefnist sýning eftir Dóru Jóhannsdóttur og Sögu Garðars- dóttur í leikstjórn Dóru sem frum- sýnd verður á Litla sviðinu í apríl. „Það er í raun bara nútímarevía. Dóra leikstýrði Ræmunni hjá okkur og setti upp sýningu með nem- endum leikarabrautar LHÍ sem hét Bransinn sem var í revíuformi. Ég var mjög heilluð af því hvernig hóp- urinn vann verkið. Ég hef saknað þessa forms í nútímanum. Þetta er sketsasýning með söngnúmerum – í raun Skaupið án stjórnmálanna. Þema sýningarinnar eru veislur, en Dóra og Saga hafa mikla reynslu af veislustjórn. Í sýningunni er fjallað um allt það vandræðalega og stór- kostlega sem getur fylgt veisluhaldi, hvort heldur er ættarmóti eða árshátíð vinnustaðar,“ segir Kristín. Auk Sögu leika í sýningunni Sig- urður Þór Óskarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Prins Póló sér um tónlistina og leikmynd og búninga hannar Eva Signý Berger. Frá fyrra leikári rata aftur á svið söngleikurinn Matthildur á Stóra sviðinu og Jólaflækja á Litla sviðinu. Af öðrum viðburðum má nefna að boðið verður upp á þrjár ólíkar kvöldstundir, Skjáskot með Bergi Ebba, Um tímann og vatnið með Andra Snæ og Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. „Þetta eru þrír hliðarviðburðir sem við bætum inn í áskriftarkortin okkar,“ segir Kristín og bendir á að samhliða sé fyrir- komulagi áskriftarkorta breytt á þá leið að kortagestir geta valið hvaða viðburði sem er inn á kortin sín. „Þar sem nokkuð ólíkt verð er á við- burðum förum við þá leið að fyrir kort með fjórum til sjö viðburðum veitum við 30% afslátt af auglýstu verði, en fyrir kort með átta við- burðum eða fleirum veitum við 40% afslátt,“ segir Kristín að lokum. okkar“ Morgunblaðið/Eggert » Við viljum eiga ísamtali við listafólk og áhorfendur um nýjar nálganir og ný verk. MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Kragelund stólar K 406

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.