Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 66

Morgunblaðið - 20.06.2019, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Halló! Ísland er á línunni,“ svarar austurríski barítónsöngvarinn Flori- an Boesch eldhress þegar blaðamað- ur hringir í hann árla morguns í miðri vinnuviku, klukkan sjö að ís- lenskum tíma en níu í Vínarborg þar sem Boesch býr með fjölskyldu sinni. Röddin er djúp, eins og við var að búast af þessum látúnsbarka sem þykir einn fremsti barítónsöngvari heims. Blaðamaður spyr hvort veðrið sé gott í Vín og Boesch svarar því til að það sé dásamlegt. „Kirsuberin eru fullþroskuð í garðinum mínum,“ segir hann seiðandi og hægri röddu og blaðamann grípur mikil og skyndileg löngun í kirsuber. Dökk og hlý rödd Boesch kemur fram á tónlistar- hátíð píanóleikarans Víkings Heið- ars Ólafssonar, Reykjavík Mid- summer Music (RMM), sem hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld með opnunartónleikum. Þar verður Boesch í fríðum flokki flytjenda og á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrstur er hinsti ljóðaflokkur Jóhannesar Brahms, Fjórir alvarlegir söngvar, sem þykir fagur og tregafullur og hæfa vel dökkri og hlýrri rödd Boesch. Næst er verk Sjostakovits, Píanótríó nr. 2, og að lokum Minning um Flórens eftir Tsjækofskíj. Annað kvöld syngur Boesch svo á tón- leikum sem nefnast Skrifast á - Hommage, kemur fram undir lok þeirra og flytur ljóðaflokk Schu- manns en blæbrigðarík, djúp og per- sónuleg túlkun hans á ljóðasöngvum 19. aldarinnar hefur skipað honum í röð eftirsóttustu ljóðasöngvara heims, eins og segir á vef RMM, rmm.is. Boesch þreytti frumraun sína á Schubertiade-tónlistarhátíðinni í Schwarzenberg í Austurríki árið 2002, þegar hann var 31 árs, og í kjölfarið fór ferill hans á flug. Hann kemur reglulega fram í tónleikasöl- um á borð við Wigmore Hall, Musik- verein og Concertgebouw og hefur unnið með mörgum af virtustu sin- fóníuhljómsveitum heims undir stjórn heimskunnra hljómsveitar- stjóra. Þá hefur hann einnig sungið í óperum, nýverið titilhlutverkið í Wozzeck eftir Alban Berg og hljóð- ritun Boesch og Malcolm Martineau á Malarastúlkunni fögru eftir Schu- bert var tilnefnd til Grammy- verðlaunanna 2015, svo fátt eitt sé nefnt af glæsilegri ferilskrá Boesch. Áhrifamikill Ali Víkingur og Boesch kynntust þeg- ar þeir komu fram á tónlistarhátíð í Konzerthaus í Vínarborg í fyrra. Víkingur bauð honum þá að koma fram á RMM og þáði Boesch boðið með þökkum. Blaðamaður nefnir að Víkingur hafi sagt í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu að hann væri aðdá- andi Boesch og Boesch segir þá að- dáun gagnkvæma. „Við fundum fyrir því að við ættum samleið í tónlist- inni,“ segir Boesch. „Hann kannaðist við upptökurnar mínar og ég hans og við berum jafnmikla virðingu og dáumst jafnt hvor að öðrum.“ –Víkingur nefndi í sama viðtali að þið hefðuð á hátíðinni boðið upp á ansi sérstakt atriði, í því spilaði hann etýðu númer 2 eftir Philip Glass og þú söngst við hana ljóðlínu eftir hnefaleikakappann Múhameð Ali. Hvernig datt ykkur þetta í hug? Boesch segir alls ekkert grín hafa verið á ferðinni. „Múhameð Ali er ein aðdáunarverðasta manneskja tutt- ugustu aldarinnar,“ segir söngvar- inn og að ljóðlínan sem hann söng sé einkar áhrifamikil. „Stundum þegar ég hlusta á tón- list fer ég að syngja aðra laglínu. Ég kann vel að meta tónlist Philip Glass en langar alltaf að gera eitthvað við hana. Þegar ég heyrði etýðu númer 2 fór ég að syngja við hana og velti fyr- ir mér hvaða texti myndi falla vel að henni. Í kjölfarið valdi ég texta eftir Múhameð Ali sem fjallar um svart og hvítt,“ segir Boesch og fer með textann fyrir blaðamann: „Ég vakn- aði í morgun og leið vel og svörtum. Ég fór fram úr svarta rúminu mínu, fékk mér svart kaffi, fór í svarta sloppinn minn, hlustaði á svörtu uppáhaldsplöturnar mínar, fór í svörtu jakkafötin mín, svörtu skóna og út um svörtu dyrnar mínar. Og sjá, hvítur snjór.“ Ekki bundinn af hefðum Boesch lýkur ljóðalestrinum með kúnstpásu, leyfir blaðamanni að melta texta Ali nokkur augnablik og bendir svo á að píanó sé með svört- um og hvítum lyklum og að texti Ali sé bæði djúpur, merkingarþrunginn og pólitískur. Þeir Víkingur hafi ekki æft atriðið heldur aðeins rætt það áður en þeir hrintu því í framkvæmd. Boesch segir það hafa sýnt vel hversu opinn og næmur Víkingur sé þegar kemur að túlkun og flutningi á tónlist. „Hann er ekki bundinn af neinum venjum eða hefðum og þann- ig er frábær tónlist í mínum huga og stórkostlegir tónlistarmenn. Tónlist- in á ekki að hefta okkur heldur opna hug okkar og hjálpa okkur að kanna hana,“ segir Boesch. Þetta viðhorf skili sér í flutningi Víkings á verkum eftir Bach, Schumann eða Beethov- en, svo dæmi séu tekin. Boesch er einmitt að fara að syngja verk eftir Schumann og Bach í Hörpu og líka Brahms og hann er spurður að því hvort þeir Víkingur hafi valið verkin í sameiningu. „Við áttum nokkur Whatsapp-samtöl, ég var í Berlín, í leigubíl og hér og þar og við ræddum hvað við gætum gert saman, hvað væri áhugavert. Aðal- verkið í samstarfi okkar á hátíðinni hans verður Liederkreis op. 39 eftir Schumann og svo dálítill Bach. Við stefnum að því að vinna saman að verkefni þar sem þessi tvö tónskáld verða mikilvæg og þetta er því ákveðin prufukeyrsla fyrir það.“ Ekki samruni heldur samtal Boesch segir Schumann hafa farið einstaka leið í verkum sínum fyrir rödd og píanó. „Að mínu mati lítur hann ekki svo á að rödd og píanó eigi að renna saman heldur frekar tala saman, að í verkunum eigi að vera samtal hugmynda, heimspeki og innihalds,“ útskýrir Boesch. Það eigi sérstaklega við í hinum þekktu ljóða- flokkum tónskáldsins. „Píanóið útskýrir alltaf eitthvað annað en röddin, gerir athugasemd við textann. Það má alltaf finna ákveðna skoðun í píanóleiknum og ég verð í því sambandi að nefna sér- staklega píanóleik Víkings því hann býr yfir þeim hæfileika að geta tjáð sig með hljóðfærinu. Píanóleikur hans er ákaflega tjáningarríkur. Sú hlið á flutningnum er auðvitað hug- læg en ég skil hana vel og þegar ég hlusta á Víking leika á píanóið heyri ég texta, innihald, frásögn, skoðanir og að margar ákvarðanir eru teknar innan tungumáls tónlistarinnar sem skila sér í ríkri frásögn og mælsku. Þessi gæði í píanóleik tel ég vera mjög sjaldgæf og þeirra hef ég leitað meðal píanóleikara lengi vel. Þar af leiðandi hefur mig lengi langað að flytja lög Schumanns með Víkingi þar sem mér leikur mikil forvitni á að vita hvað hann hefur að segja.“ Ljósmynd/Lukas Beck Ekki samruni heldur samtal  Austurríski barítónsöngvarinn Florian Boesch kemur fram á tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar, Reykjavík Midsummer Music, sem hefst í dag  Einn eftirsóttasti ljóðasöngvari heims Látúnsbarki Florian Boesch þykir með fremstu barítón- ljóðasöngvurum samtímans. Samsýning um tuttugu meðlima í FÍSL, Félagi íslenskra samtíma- ljósmyndara, verður opnuð í Hlöð- unni á Korpúlfsstöðum á morgun, föstudag, klukkan 18. Sýningin nefnist ISO 2019 og er þetta í þriðja skipti sem FÍSL stendur fyrir slíkri sýningu félaga en þær fyrri voru settar upp á Ísafirði og á Höfn. Meðal sýnenda eru margir kunn- ir myndlistarmenn sem og aðrir sem hafa nýlega kvatt sér hljóðs en eiga það sameiginlegt að hafa eink- um unnið með ljósmyndamiðilinn. Þar á meðal má nefna Spessa, Charlottu Hauksdóttur, Braga Þór Jósefsson, Nina Zurier, Friðgeir Helgason, Kristínu Hauksdóttur, Helga Skútu, Báru Kristinsdóttur, Maríu Kjartansdóttur, Björn Árna- son, Stuart Richardson og Sissu. Á sýningunni eru fjölbreytileg og forvitnileg verk sem eiga það eitt sameiginlegt að vera unnin á síð- ustu tveimur árum og sýna því hvað listamennirnir eru að fást við. Sýningin ISO 2019 er opin á laugardögum og sunnudögum kl. 13 til 17 og lýkur 7. júlí. Samsýning FÍSL á Korpúlfsstöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn sýnenda Charlotta Hauksdóttir. Boðið verður upp á tónleika í röðinni Sumar- jazz í Salnum í Kópavogi í dag, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 17. Sigga Eyrún, Þórdís Gerður og Karl Olgeirs- son flytja gömul og ný lög úr leik- húsi, kvikmyndum og af vinsælda- listunum, í djassútsetningum fyrir selló, píanó og söng. Meðal annars flytja þau lög eftir Cole Porter, Kurt Weill, Marc Shaiman – úr Mary Poppins Returns – og Tom Waits. Einnig verður frumflutt ný vögguvísa eftir Karl. Tónleikarnir eru í forsal Salar- ins og húsið verður opnað klukkan 16. Á tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum eru alls sex síðdegistón- leikar nú í júní og í ágúst og er tilefnið tuttugu ára afmæli Sal- arins. Aðgangur er ókeypis að tónleik- unum. Sumardjass hljómar í Salnum í dag Karl Olgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.