Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það kom okkur á óvarthversu ólíkir þessir staðireru og hversu margarleiðir eru að langlífi og
heilsuhreysti. Þessi samfélög eiga
það þó sameiginlegt að þar er mikil
áhersla lögð á tengsl fjölskyldu og
vina. Stórfjölskyldan hittist á
hverjum degi og kynslóðir búa
gjarnan saman eða í nánasta ná-
grenni, foreldrar, afi, amma og
tengdaforeldrar. Allir taka þátt og
létta undir í heimilislífinu, stór-
fjölskyldan deilir ábyrgð og verk-
um. Slíkt fyrirkomulag dregur
mjög úr álagi og minnkar streitu,
ungir foreldrar þurfa þá til dæmis
ekki einir að sjá um allt í tengslum
við börn sín. Þetta viðhorf er afar
ólíkt því sem við þekkjum hér. Við
Íslendingar segjum reyndar að
fjölskyldan skipti öllu máli, en
hegðun okkar endurspeglar það
ekki alltaf. Við höfum flýtt okkur
of mikið frá þeirri menningu að
þrír ættliðir búi saman, eins og
tíðkaðist fyrir ótrúlega fáum árum
hér á landi,“ segja þau Guðjón
Svansson og Vala Mörk sem eru
nýkomin heim úr fimm mánaða
rannsóknarferðalagi þar sem þau
heimsóttu jafn marga staði þar
sem fólk lifir lengur en aðrir jarð-
arbúar og er við óvenju góða
heilsu. Þetta eru Loma Linda í
Kaliforníu, Kosta Ríka í Mið-
Ameríku, japanska eyjan Okinawa,
gríska eyjan Ikaría og ítalska
eyjan Sardinía. Þau dvöldu í mán-
uð á hverjum stað með tveimur
sonum sínum og kynntu sér lífs-
hætti fólks.
Gefum gleðinni meira pláss
„Athyglisvert var að gleðin
var stór hluti af daglegu lífi fólks á
öllum þessum stöðum. Allir voru í
góðum „fíling“, fólk almennt ánægt
með lífið og mikið verið að grínast
og leika sér. Við Íslendingar þurf-
um að gefa gleðinni meira pláss og
leyfa henni að smitast.“
Þau segjast hafa fundið veru-
lega fyrir því hversu miklu minni
streita var á öllum þessum stöðum
heldur en hér á landi.
„Þegar við fórum út í búð í
Okinava í Japan þá fundum við
hvernig þeir sem unnu þar lögðu
stolt sitt í að standa sig vel í starfi.
Þessi hugsunarháttur og hlýja við-
mót setur tóninn í daginn hjá mér
sem kem að versla í búðinni,“ segir
Vala sem fann fyrir því þegar hún
fór að versla í matinn á Íslandi eft-
ir heimkomu, hversu lítil gleði er
yfir starfsfólki og viðskiptavinum,
virðingin fyrir starfinu virðist ekki
vera til staðar og undirliggjandi
spenna yfir öllu.
„Við þurfum að endurhugsa
okkar vestræna streitufulla lífsstíl
sem er mjög litaður af efnishyggju
og neyslumenningu. Við ætlum að
reyna að halda svolítið í þetta ein-
falda líf sem við kynntumst, en það
verður ekki auðvelt, maður sogast
strax inn í hraðann og spennuna.
Við ætlum að finna leiðir, því
tilgangurinn með ferðalaginu er að
minnka streitu og bæta heilsu okk-
ar. Við þurfum ekki að eiga svona
marga hluti og við þurfum ekki að
vera fjarverandi til að vinna fyrir
öllum þessum hlutum,“ segir Vala.
Guðjón segir að í samfélögun-
um sem þau heimsóttu hafi fólk
ekkert rosalega mikið á milli hand-
anna.
„Þarna tekur fólk ekki meðvit-
aða ákvörðun um að lifa einföldu
lífi og vera afslappað, það er eng-
inn að pæla í því, fólk fæðist bara
inn í streitulítið samfélag,“ segir
Guðjón og bætir við að þau Vala
ætli að kynna fólki hér heima, sem
þekkir ekkert annað en streitu og
hraða, að það sé hægt að hafa hlut-
ina öðruvísi.
„Þó það virðist yfirþyrmandi
verkefni að rjúfa vítahring streitu-
fulls lífernis, þá er það alveg hægt.
Við þurfum að staldra við og byrja
í smáum skrefum. Við þurfum ekki
að snúa öllu á hvolf, en það gerist
einmitt ef við endum í kulnun, þá
fer allt á hvolf, en því miður er
andleg kulnun hjá fólki algeng í ís-
lensku samfélagi sem og lífsstíls-
sjúkdómar. Það er miklu auðveld-
ara að snúa þessu við áður en fólk
krassar,“ segir Vala.
Að sinna villiköttunum
Guðjón segir að eitt af því sem
þau fundu að skipti máli í þeim
samfélögum sem þau heimsóttu,
var að allir höfðu tilgang.
„Hver einstaklingur skipti
máli, sama hvert starfið var, allir
gegndu hlutverki sem aðrir kunnu
að meta.“ Vala bætir við að það
skipti miklu máli í lífinu að fólk viti
hvað það vill og þekki gildi sitt.
„Þetta var nokkuð skýrt hjá
mörgu af því fólki sem við hittum í
ferðinni. Það þekkti sinn tilgang,
sem gat verið afar fjölbreyttur, til
dæmis að sinna villiköttum í göt-
unni eða sinna matjurtagarði fjöl-
skyldunnar. Ef fólk þekkir tilgang
sinn þá hefur það ástæðu til að
fara á fætur á morgnana. Við höf-
um kannski ekki staldrað nægilega
við til að pæla í tilgangi okkar.“
Þau telja að í fámenninu á Ís-
landi sé auðvelt að gera eitthvað í
þessum málum.
„Og viljinn er fyrir hendi, nú
eru 26 sveitarfélög á landinu orðin
heilsueflandi, sem er frábært, enda
skiptir miklu máli að gera um-
hverfi fólks hreyfihvetjandi, þá er
fólk miklu líklegra til að nýta sér
það, hvort sem það felst í að setja
upp gang- og hjólastíga eða auð-
velda fólki aðgengi að hollum mat.
Við eigum að hafa matvöruversl-
anir þar sem nánast ekkert óhollt
er í hillum, það á að þurfa að hafa
fyrir því að ná sér í óhollustu, en
ekki öfugt. Framundan hjá okkur
er að vinna úr þessu öllu saman,
skrifa bók og fara um landið með
fyrirlestra. Við ætlum líka með
þetta út fyrir landsteinana og það
verður gaman að vinna með það
sem við höfum safnað í sarpinn og
leggja okkar af mörkum við að efla
heilsu landans og lífsgæði.“
Gott tengslanet dregur úr streitu
Guðjón og Vala fóru í
fimm mánaða rann-
sóknarferðalag með
tveimur sonum sínum til
jafn margra staða, til að
kanna hvað skipti mestu
máli varðandi góða
heilsu og langlífi. Og
komust að ýmsu.
Gaman saman Synirnir Patrekur Orri 16 ára og Snorri 8 ára hér með hinni lífsglöðu og skemmtilegu „Dignu
frænku“, en hún er 97 ára og býr í litlu þorpi á Nicoya-skaganum. Lengi var spjallað og hún söng meðal annars
fyrir íslensku ferðalangana lag sem hún lærði þegar hún var lítil stúlka í skóla. Dýrmæt tenging kynslóða.
Gríska eyjan Ikaría Gaui og Vala framan við foss. Þau segja ferðina hafa í
heild gengið vel, en líka verið upp og niður sem er partur af þeirri nánd sem
skapast við það að vera alltaf saman allan sólarhringinn í fimm mánuði.
Við þurfum að endur-
hugsa okkar vestræna
streitufulla lífsstíl sem
er litaður af efnishyggju
og neyslumenningu.
Úkúlele er heillandi strengjahljóð-
færi, líkast litlum gítar, sem börnum
finnst spennandi. Berglind Björgúlfs-
dóttir ætlar að bjóða krökkum á aldr-
inum 6-12 ára að koma á úkúlele-
námskeið hjá sér í Mosfellsbæ í
Álafosskvosinni. Námskeiðið hefst
nk. mánudag, 24. júní, og saman-
stendur af tónlistarleikjum og nátt-
úruupplifun, því þegar veður leyfir
verður farið í göngutúra í Reykjalund-
arskógi, spilað, sungið og borðað
nesti. Skráning í s: 660-766 eða:
ljomalind@gmail.is.
Námskeið fyrir 6-10 ára
Úkúlele-ævin-
týri á Álafossi
Morgunblaðið/Ómar
Úkúlele Fjögurra strengja hljóðfæri.