Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 22

Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Félagsvef-urinnFacebook var í upphafi tæki til þess að nem- endur við ákveðna háskóla í Bandaríkjunum gætu átt samskipti, en er nú orðið eitt umfangsmesta og valdamesta fyrirtæki heims. Samkvæmt gögnum fyrir- tækisins Statista voru virkir notendur Facebook á fyrsta fjórðungi þessa árs 2,38 millj- arðar manna. Nú hyggjast forráðamenn Facebook hasla sér völl á fjármálasviðinu með nýjum gjaldmiðli, rafmynt- inni líbru, og verða greiðslu- og fjármagnsmiðlun heims- ins. Forráðamenn Facebook litu í upphafi á sköpunarverk sitt sem gjöf til heimsins, til bóta og batnaðar fyrir mann- kyn, líkt og um góðgerðar- stofnun væri að ræða. Sú var þó ekki raunin. Facebook hefur malað gull og oftar en ekki er uppspretta auðsins vinna annarra, sem lítið fá fyrir sinn snúð. Um það eru fjölmiðlar besta dæm- ið. Umferð notenda Facebook snýst að miklu leyti um efni, sem hinir ýmsu fjölmiðlar búa til. Út á þessa umferð fær Facebook gríðarlegar auglýs- ingatekjur á meðan þeir sem unnu verkið berjast í bökkum. Notendur Facebook eru þó meginuppspretta teknanna. Einhvern tímann gekk brand- ari um mannætu sem flaug á fyrsta farrými. Henni var réttur matseðill, leist ekki á hann og spurði: „Gæti ég nokkuð fengið farþegalist- ann.“ Lifibrauð Facebook er not- endalistinn. Notendur setja stanslaust inn upplýsingar um sjálfa sig og þær notar Facebook til þess að greina hegðun þeirra og útbúa mat- seðil fyrir auglýsendur þann- ig að hver og einn nái til lík- legra viðskiptavina. Facebook á sér vissulega jákvæðar hliðar. Rúmlega þrjátíu þúsund Íslendingar skiptast á upplýsingum í sér- stökum hópi áhugamanna um garðyrkju og nú mun vera kominn afmarkaður hópur áhugamanna um lúsmý, sem ugglaust á eftir að draga að sér fjölda manns. En Facebook getur líka verið rotþró því að þar eru einnig öllu skuggalegri krók- ar og kimar, svívirðilegar árásir og einelti og jafnvel hryðjuverk í beinni útsend- ingu. Stjórnendur Facebook spyrja hvernig í ósköpunum þeir eigi að geta haft eftirlit með því hvað notendur setja inn á vefinn og það er ekki fráleit spurning, en hins vegar get- ur það ekki verið án ábyrgðar að skaffa hryðju- verkamönnum vettvang, sem um þriðjungur jarðarbúa notar, til að básúna hryllingsverk sín. Og þá er það nýja rafmynt- in. Líbra hefur fengið blendin viðbrögð. Hugmyndin er sú að myntin verði studd einhvers konar myntkörfu með blöndu hefðbundinna gjaldmiðla, en að baki býr þó sú hugsun að líbran verði mynt heimsins og tæki þá við af hlutverki doll- arans. Greiðslukortafyrir- tækin Visa og Mastercard hafa þegar stokkið um borð. Þau líta væntanlega svo á að bolmagn og áhrif Facebook vegi þyngra en væntanlegt högg, sem hefðbundin við- skipti þeirra kynnu að verða fyrir, og betra sé að vera með frá upphafi. Stórir markaðir verða reyndar utan seilingar. Face- book er bannað í Kína og raf- myntir eru bannaðar á Ind- landi. Þar búa tvær fjölmennustu þjóðir heims með samanlagt tvo og hálfan milljarð manna. Ódýr leið til að geyma og flytja fé kæmi sér sérstaklega vel fyrir fátækt fólk og vega- laust. Talsmenn Facebook halda því fram að hinir vega- lausu tapi árlega um 25 millj- örðum dollara (3,1 billjón króna) í gjöld fyrir peninga- færslur. Það myndi vissulega muna um það ef þeir, sem minnst hafa á milli handanna, hefðu aðgang að ódýrri eða ókeypis bankaþjónustu og handhægri leið til að flytja fé. Þá vaknar hins vegar sú spurning hvort þessi nýja raf- mynt yrði ekki um leið skálka- skjól til að þvo og flytja illa fengið fé og auðvelda skatt- svik. Ekki að það hafi gengið vel hingað til, en það þarf meira en yfirlýsingar Face- book til að öðlast fullvissu um að líbran verði ekki stærsta afland sögunnar. Reynslan af eftirliti félagsvefsins með sjálfum sér er ekki traust- vekjandi. Til stendur að líbran fari í umferð á næsta ári. Enn er ógerningur að segja til um hvernig til muni takast, en með tilkomu hennar gæti Facebook hæglega orðið stærsta fjármálafyrirtæki heims með öllum þeim ítökum, sem því fylgja. Þekkt eru orð Hobbes um stigmagnandi spillingarmátt valdsins. Þessi þróun getur því ekki verið annað en áhyggjuefni hvað sem líður öllum yfirlýsingum um góðan ásetning. Áform Facebook um rafmynt ættu að vera áhyggjuefni} Mikið vill meira N ú þegar langt er liðið á júní og þingi frestað fram í lok ágúst þá er augljóst að spyrja: hvað gera þingmenn þá? Til að byrja með er loksins einhver tími til þess að sinna fjölskyldu og tengdum verkum en þó það séu ekki þingfundir eða nefndarfundir þá klárast þingstörfin aldrei. Á liðnu þingi hlaut t.d. einungis eitt af þingmálum mínum af- greiðslu með atkvæðagreiðslu í þinginu. Öll önnur mál annaðhvort komust ekki á dagskrá eða dóu í nefnd, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að hljóta þaðan afgreiðslu. Í heildina eru þetta 14 frumvörp til laga og 5 þingsálykt- unartillögur, 19 mál. Af þeim eru þá 18 sem þarf að endurvinna m.t.t. umsagna og leggja fram aftur, þar sem frumvarpi um styttingu vinnuviku var vísað til ríkisstjórnarinnar til ít- arlegra samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Ég hlakka til þess að ganga á eftir ráðherra með spurningum um það hvernig það verk þokast áfram. Af þessum þingmálum Pírata fengu 3 mál afgreiðslu, 12 mál föst í nefnd og 32 bíða eftir að komast til umræðu. Mörg þeirra mála hafa áður verið lögð fram og jafnvel ver- ið nálægt því að komast út úr nefnd á fyrri þingum en kvótasetning meirihluta á fjölda þingmannamála stendur þar í vegi fyrir góðum málum, einfaldlega af því að Píratar voru með það mörg góð mál á meðan þingmannamál ann- arra flokka voru ekki nægilega tilbúin til þess að vera af- greidd úr nefnd, þá komust þau ekki til afgreiðslu. Af því að það verður að „skipta jafnt“. Það er ekkert endilega mat meirihlutans á því að mál sé ekki tilbúið, það getur verið sá aðili sem lagði fram málið sem er ekki tilbúinn til þess að leyfa því að fá afgreiðslu. Það er ekkert endilega óeðli- legt, þar sem við vinnslu málsins koma fram góðar athugasemdir sem þarf að bregðast við, en það sem kom mér á óvart var hversu fáum málum aðrir flokkar eru tilbúnir til þess að hleypa í afgreiðslu til þess að betrumbæta ís- lenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum auðvitað um hvað sé gott mál og hvað ekki, en það er a.m.k. hægt að hleypa málum úr nefnd þegar málin klárast þar. Það er nefnilega allt of al- gengt að meirihluti nefndarinnar segi nei, en sé svo ekkert tilbúinn til þess að segja hvað vanti upp á til þess að klára umfjöllun nefnd- arinnar um málið. Næstu níu vikur fara því í að endurvinna þau mál sem þarfnast uppfærslu, klára að útfæra hugmyndir að nýjum málum sem hafa setið á hakanum í þinglokum, fara með strákinn á fótboltamót, hlýða skipun um þriggja vikna hlé og vesenast í garðinum einhversstaðar þar inn á milli. Já, og skrifa þessa og nokkrar fleiri greinar í sumar. Ég býst við að skrifa eitthvað um þær athugasemdir sem forseti þingsins hafði um þingstörfin þegar þingi var frestað, þar sem hann velti fyrir sér m.a. málfrelsi þingmanna. Gleðilegt sumar. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvað gera þingmenn þá? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andsvör settu mikinn svip áhinn reglulega þingveturá Alþingi, en honum laukí fyrrakvöld. Helgast það af málþófi þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir fluttu ræður hver á eftir öðrum, daga og nætur, og fóru síðan í andsvör við félaga sína svo ekkert hlé yrði á málþófinu. Á lista yfir þá þingmenn sem oftast og mest hafa talað á 149. lög- gjafarþinginu hafa Miðflokksmenn raðað sér í fjögur efstu sætin. Þrír af þessum þingmönnum töluðu lengur í athugasemdum (and- svörum) en ræðum, sem er fáheyrt. Við blasir að Birgir Þórarins- son, Miðflokki, þingmaður Suður- kjördæmis, verður ræðukóngur 149. löggjafarþingsins. Fram til þessa hefur Birgir flutt 166 ræður og gert 683 athugasemdir, eða alls 849. Ræður hans hafa staðið yfir í 1.160 mínútur og athugasemdirnar í 1.251 mínútu. Samtals eru þetta 2.411 mínútur, sem gera rúmar 40 klukkustundir, eða vel á annan sól- arhring. Næstur kemur Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokki, með 828 ræður og athugasemdir og hefur hann talað í samtals 2.192 mínútur. Þriðji er Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Miðflokksins, sem talað hefur í 1.547 mínútur. Fjórði er Ólafur Ísleifsson, Mið- flokki, sem talað hefur í 1.433 mín- útur. Þorsteinn Víglundsson, þing- mður Viðreisnar, er í 5. sæti, en hann hefur talað í 1.242 mínútur. Fyrirkomulag andsvara verði endurskoðað Í ræðu sinni við frestun þings- ins gerði Steigrímur J. Sigfússon þingforseti andsvörin að umtalsefni og sagði: „Við öllum blasir ein- kennileg framkvæmd andsvara sem verður að taka til endurskoðunar og færa í það horf sem til var stofnað í upphafi við afnám deildanna 1991.“ Alls hafa 120 lög verið sam- þykkt á þinginu í vetur og 47 álykt- anir. Búið er að svara 49 munn- legum fyrirspurnum og 339 skriflegum. Sérstakar umræður hafa verið 35. Þingforseti vakti at- hygli á því að borist hafa allmörg skrifleg svör frá ráðherrum sem ekki hefur tekist að útbýta vegna annríkis við vinnslu skjala síðustu daga. Það verði gert fljótlega um leið og um hægist, með rafrænni út- býtingu. Þinghaldið nú á 149. löggjafar- þingi hefur þegar staðið í 865 klukkustundir eða þar um bil og eru enn nokkrir dagar eftir, sagði Steingrímur J. Sigfússon. „Þinghaldið hér á landi er langtum lengra en gengur og gerist hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum og víðast hvar í lýðræðisríkjum Evrópu. Raunar sker Alþingi sig algerlega úr hvað þetta snertir sem þjóðþing, m.a. sé litið til smæðar þess. Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Stein- grímur. Alþingi, 149. löggjafarþingi, var frestað í fyrrakvöld. Sam- komulag var um að þingið kæmi saman á ný miðvikudaginn 28. ágúst til að ræða og afgreiða þing- mál sem tengjast hinum svonefnda þriðja orkupakka. Til stendur að greiða atkvæði um málið 2. sept- ember. Á þingfundinum í fyrrakvöld færði þingforseti Helga Bernód- ussyni, skrifstofustjóra Alþing- is, sérstakar þakkir, en Helgi mun í sumar láta af störfum fyrir aldurs sakir. Helgi hef- ur starfað fast í þinghúsinu síðan 1983 en var áður í hluta- starfi í fimm ár. Var Helga færður blómvöndur af þessu tilefni og þingmenn fögnuðu honum með lófaklappi. Töluðu lengur í and- svörum en ræðum „Það er rétt að taka fram að sá sem hér stendur er sér að fullu meðvitaður um að hann er ekki saklaus af strákapörum hér á Al- þingi, enda hef ég lengi verið í stjórnarandstöðu, stundum þar fáliðaður, og hef þurft að láta mikið fyrir mér fara til að nokkur maður taki eftir mér.“ Þetta sagði Steingrímur þing- forseti í fyrrakvöld og uppskar hlátur í þingsal. „En það er kannski heldur enginn almennilega með hreint sakavottorð í þessum efnum hér í þessum sal. Ætli það sé ekki þannig þegar upp er staðið að meira og minna við öll og þeir flokkar sem nú eiga fulltrúa á Al- þingi eiga sér allir sögu í þess- um efnum þannig að málið er sameiginlegt viðfangsefni og verkefni okkar allra. Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æski- lega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþing- is en hvort tveggja getur aðeins ver- ið áunnið.“ Viðurkennir strákapör RÆÐA ÞINGFORSETA Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Hari Málþóf Miðflokksmenn ræða 3. orkupakkann. Aðrir þingmenn fjarverandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.