Morgunblaðið - 22.06.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 22.06.2019, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is „ÉG HÉLT AÐ ÞIÐ LOKUÐUÐ KLUKKAN SEX!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að geyma mynd af henni í veskinu og ást hennar í hjartanu. ÉG HEF ALDREI ÁÐUR SETIÐ FYRIRLESTUR UM DÝRALÆKN INGAR VILTU POPP? UM … NEI TAKK, ELSKAN SYNG FYRIR MAT! PABBI HENNAR HUNANGS VILL EKKI GEFA ÞÉR LEYFI TIL AÐ KVÆNAST HENNI NEMA AÐ ÞÚ GETIR SÝNT FRAM Á AÐ GETA FRAMFLEYTT HENNI! HANN VILL SJÁ VIÐSKIPTAÁÆTLUN ÞÍNA Á PRENTI! EKKI SENDA BOÐSKORTIN! „ÉG MUNDI EFTIR AFMÆLINU ÞÍNU. ÉG SMYGLAÐI MEIRA AÐ SEGJA INN HELÍUMI. ” verja í gönguferð í Hvalfirði. Svo er aldrei að vita nema ég haldi af- mælisveislu í haust.“ Fjölskylda Sonur Eyrúnar er Bjartur Ein- arsson, f. 1.10. 2008. Systkini Eyrúnar eru Brynja Björk Magnúsdóttir, f. 31.5. 1976, lektor í sálfræði, búsett í Reykja- vík, og Ásdís Magnúsdóttir, f. 3.4. 1989, sjúkraþjálfari, búsett í Kópavogi. Foreldrar Eyrúnar eru hjónin Ásta Ásdís Sæmundsdóttir, f. 7.5. 1951, kennari og starfaði lengst af í Seljaskóla, meðal annars sem deild- arstjóri sérkennslu, og Magnús Björnsson, f. 20.3. 1951, rafmagns- iðnfræðingur og starfaði lengst af á heilbrigðistæknideild Landspítala. Þau eru búsett í Reykjavík. Eyrún Magnúsdóttir Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir á Hvalgröfum Brynjúlfur Haraldsson kennari og bóndi á Hvalgröfum á Skarðsströnd Magdalena Septemborg Brynjúlfsdóttir húsmóðir á Reykhólum og í Rvík og vann ýmis störf Ásta Ásdís Sæmundsdóttir kennari í Reykjavík Sæmundur Björnsson búfræðingur við Tilraunastöð landbúnaðarins á Reykhólum, starfaði síðar hjá Almenna bókafélaginu í Rvík og stundaði ættfræðirannsóknir Ástríður Sigríður Brandsdóttir húsmóðir í Hólum Björn Björnsson járnsmiður og bóndi í Hólum í Reykhólasveit Valgerður Guðbjörg Björnsdóttir grunnskóla kennari í Reykjavík Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir grunnskólakennari og námsráðgjafi í Reykjavík Brynjúlfur Sæmundsson framhaldsskólakennari í Kópavogi Berglind Björnsdóttir grunnskólakennari og íþróttakennari á Blönduósi Björn Sæmundsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Valgerður Jónsdóttir húsmóðir á Bergstaðastræti Haraldur Skúlason Norðdahl tollvörður, bjó á Bergstaðastræti í Rvík Guðrún Haraldsdóttir Norðdahl íþróttakennari og húsmóðir á Eiðum og í Reykjavík Björn Magnússon kennari og íþróttakennari við Alþýðuskólann á Eiðum og skólastjóri barnaskólans, síðar fulltrúi í menntamálaráðuneyti Svanfríður Björnsdóttir húsmóðir á Hauksstöðum á Jökuldal Magnús Björnsson vinnumaður á Fljótsdalshéraði, lengst af á Rangá í Hróarstungu Úr frændgarði Eyrúnar Magnúsdóttur Magnús Björnsson rafmagnsiðnfræðingur í Rvík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Knöttur þessi kann að vera. Klakkur oft sá þunga ber. Líkamspartur loks er vera. Lítill fiskur þetta er. Baldur Hafstað sendi þetta svar og tók fram að lausnin væri í eign- arfalli í fyrri hluta lokaorðsins: Gátan snjalla mætti mér; nú mun ég alla daga muna, uns lalla úr heimi hér, að hnöttur er ballarlaga. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Böllur eitt sinn hnöttur hét. Því heiti klakks má flíka. Böll á Adam æðstur lét. Er hann fiskur líka? Svar mitt: Böllur knöttur kann að vera. Klakkur merkir böllur hér. Verir á sér böllinn bera. Böllur lítill fiskur er. Þá er limra: Séra Fúsi á Felli á freistinga hálu svelli oft syndugur féll og sínum þann skell kenndi brotlegum belli. Og nú kemur ný gáta eftir Guð- mund: Morgunsólin, mild og hlý, mjúku ljósi stafar um gluggann minn og gáta ný gerð er nú án tafar: x Þarna forðum Þórir bjó. Þegnar fyrrum nefndu skóg. Orðið haft um handvömm er. Hæð sem lítinn gróður ber. Sigrún Grímsdóttir sendi lausn á gátunni í síðustu viku. Því miður misritaðist vísan og er beðist vel- virðingar á því. Rétt er hún svona: Á færið mitt ég fiska lítið fer að þessu á minn hátt, hugsun skýr er helst í bítið held að gátan merki DRÁTT. Þessi staka Péturs Stefánssonar er skemmtileg og sönn: Gleðin um mig hríslast hrein, hress er ég og dreyminn, líkt og fugl á grænni grein sem galar út í heiminn. Ármann Þorgrímsson gerir sér það að yrkisefni að tveir hvalir hafa verið fluttir frá Kína til Íslands!!! Oft við höfum afrekað ýmislegt á flónsku sviði en alltaf tekst að toppa það teljumst enn í sigurliði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt ber við á Ballará

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.