Morgunblaðið - 22.06.2019, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á sumarhusavorn.is
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Körfuknattleikskappinn Tryggvi
Snær Hlinason leitar sér nú að nýju
félagi en samningi hans við
spænska stórliðið Valencia var rift í
vikunni. Íslendingurinn stóri og
stæðilegi hefur skotist hratt upp á
stjörnuhimininn en hann byrjaði að
æfa körfubolta árið 2013. Árið 2017
skrifaði hann undir fjögurra ára
samning við þáverandi Spánar-
meistara í Valencia en Tryggvi er
einungis 21 árs gamall og gaf meðal
annars kost á sér í nýliðavali NBA-
deildarinnar síðasta sumar.
„Þessi viðskilnaður við Valencia
kom mér aðeins á óvart en að sama
skapi þá skildi ég við félagið í sátt
og samlyndi. Um mitt síðasta tíma-
bil voru þeir jákvæðir upp á fram-
haldið að gera en svo kom eitthvað
upp á, þeirra megin, sem verður til
þess að ég er laus allra mála hjá fé-
laginu og það er bara þannig,“
sagði Tryggvi í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Tryggvi er lítið að stressa sig á
hlutunum og reiknar með því að
finna sér nýtt lið á næstu vikum.
Líður vel á Spáni
„Ég hef rætt við einhver lið en
það er ekkert fast í hendi og þessar
viðræður hafa ekki farið langt,
þetta eru meira bara þreifingar á
milli manna. Ég reikna sjálfur með
því að vera búinn að finna mér nýtt
lið eftir mesta lagi mánuð. Umboðs-
maðurinn minn er að vinna í þess-
um málum fyrir mig, við ræðum
saman daglega, og ég er opinn fyrir
nánast öllu eins og staðan er í dag.
Liðin eru að klára sín mál með nú-
verandi leikmannahópum sínum og
næstu vikur fara í það að finna sér
nýja leikmenn, þannig að ég bíð
bara rólegur og er ekki að stressa
mig á hlutnum.“
Miðherjinn öflugi eyddi síðustu
leiktíð á láni hjá Obradoiro í efstu
deild Spánar þar sem hann skoraði
3,5 stig að meðatali og tók 2,5 frá-
köst í 33 leikjum fyrir félagið.
„Markmiðið er að spila áfram á
erlendri grund og ég reikna fast-
lega með því að ég sé ekki á heim-
leið. Við þurfum hins vegar að bíða
og sjá hvernig málin hjá mér þróast
en ég er ekki að drífa mig að taka
neina ákvörðun. Ég hef í raun ekki
gefið neitt færi á mér gagnvart ís-
lenskum liðum. Það eru einhverjir
sem vilja vita hvað planið hjá mér
sé en fólk gerir sér grein fyrir því
að markmið mitt er að spila áfram
úti. Mér líður mjög vel á Spáni og
ég er sjálfur mjög spenntur fyrir
því að halda áfram að spila í efstu
deild Spánar. Æfingalega séð er ég
sáttur með mína frammstöðu á leik-
tíðinni en það komu augnablik í
ákveðnum leikjum vetrarins þar
sem maður hefði viljað geta gert
aðeins betur. Heilt yfir er ég hins
vegar sáttur með tímabilið.“
Tryggvi Snær á að baki 33 lands-
leiki en hann spilaði sinn fyrsta
landsleik árið 2016. Mikil stígandi
hefur verið í leik hans með landslið-
inu síðan hann fór út í atvinnu-
mennsku árið 2017.
Allt á uppleið
„Ég finn það sjálfur að ég er að
bæta mig jafnt og þétt og þetta er á
ákveðinni uppleið hjá mér. Það er
alltaf gaman að hitta landsliðið og
það er góður staður fyrir mann að
koma á til þess að sjá muninn á
sjálfum sér á milli verkefna. Að
sama skapi er maður aldrei full-
komlega sáttur og markmiðið er að
sjálfsögðu að halda áfram að bæta
sig sem körfuboltamaður og verða
betri með hverjum deginum sem
líður.“
Landsliðsmaðurinn segir að at-
vinnumennskan hafi ekki komið sér
neitt sérstaklega á óvart enda van-
ur erfiðisvinnu í Svartárkoti í Þing-
eyjarsveit þar sem hann er uppal-
inn.
„Þetta er ekki erfiðara en ég átti
von á en þetta er klárlega öðruvísi
umhverfi en maður er vanur. Að
hafa ákveðna reynslu utan körfu-
boltans er mjög mikilvægt og það
hefur hjálpað mér mikið á mínum
ferli. Maður er mættur í sveitina
núna að taka aðeins á því og það er
alltaf gaman að koma norður. Þetta
er aðeins öðruvísi vinna en inni á
körfuboltavellinum en lífið sem at-
vinnumaður í körfubolta er hins
vegar ljúft og maður getur ekki
kvartað mikið. Þegar allt kemur til
alls þá eru vinnubrögðin hins vegar
svipuð í körfunni og í sveitinni því
þetta snýst jú bara um að leggja
hart að sér, sama hvað maður er að
gera,“ sagði Tryggvi Snær Hlina-
son í samtali við Morgunblaðið.
Svipuð vinnubrögð í
körfunni og í sveitinni
Tryggvi leitar sér að nýju félagi Ekki á heimleið eftir þrjú ár í atvinnumennsku
Morgunblaðið/Hari
Yfirvegaður Tryggvi Snær Hlinason er án félags og tekur lífinu með ró.
Kári Árnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, er genginn í raðir upp-
eldisfélags síns Víkings í Reykjavík,
15 árum eftir að hann yfirgaf heima-
hagana og hélt utan í atvinnu-
mennsku. Eftir að hafa leikið með
níu félagsliðum í sex löndum verður
hinn 36 ára gamli Kári löglegur með
Víkingum frá og með 1. júlí og samdi
við félagið út tímabilið 2020.
Kári lék með Djurgården og
Malmö í Svíþjóð, Aarhus og Esbjerg
í Danmörku, Plymouth og Rother-
ham á Englandi, Aberdeen í Skot-
landi, Omonia á Kýpur og Gencler-
birligi í Tyrklandi.
„Ef rétta tilboðið hefði komið á
borðið hefði ég skoðað það. Mér
bauðst að spila í Tyrklandi en ég
hafði ekki áhuga á því. Mér finnst ég
enn eiga góð ár eftir, en í fyrra
fannst mér ég geta spilað í sterkari
deild í lengri tíma,“ sagði Kári við
Morgunblaðið, en á sama tíma í
fyrra virtist hann ætla að koma heim
en ákvað að taka eitt ár í Tyrklandi.
Ekki er þó víst að hringnum sé al-
veg lokað, því Kári hefur enn mikinn
metnað fyrir íslenska landsliðinu og
ætlar sér með í lokakeppni Evrópu-
mótsins næsta sumar, komist liðið
þangað. Það sé því inni í myndinni að
fara út á lán í haust til þess að vera í
leikformi. Hvað framtíðin ber í
skauti sér þegar samningurinn
rennur út kemur svo í ljós.
„Við ætlum okkur á EM og þá
myndi ég klára tímabilið hérna eftir
það. Svo er hægt að taka stöðuna,“
sagði Kári, sem á að baki 77 lands-
leiki og viðurkenndi að það væri
meiri pressa á sér að spila vel með
landsliðinu nú þegar hann er fluttur
heim. johanningi@mbl.is
Hafnaði Tyrklandi
fyrir heimaslóðir
Kári snýr aftur heim 15 árum síðar
Morgunblaðið/Eggert
Heima Kári Árnason í treyju Vík-
ings R. eftir undirskriftina í gær.
Inkasso-deild kvenna
Augnablik – Tindastóll .......................... 0:1
Murielle Tiernan 31.
FH – ÍR..................................................... 6:0
Helena Ósk Hálfdánardóttir 23., 41., Úlfa
Dís Kreye Úlfarsdóttir 51., Birta
Georgsdóttir 59., Aldís Kara Lúðvíksdótt-
ir 62., Anna Bára Másdóttir (sjálfsmark)
66.
Afturelding – Þróttur R. ....................... 1:0
Margrét Regína Grétarsdóttir 29. Rautt
spjald: Gabríela Jónsdóttir (Þrótti) 38.
Fjölnir – Grindavík ................................ 0:0
Staðan:
Þróttur R. 5 4 0 1 19:4 12
ÍA 5 3 2 0 8:2 11
FH 5 3 1 1 16:7 10
Tindastóll 5 3 0 2 14:12 9
Grindavík 5 2 2 1 5:5 8
Afturelding 5 2 1 2 7:7 7
Haukar 5 2 0 3 5:4 6
Augnablik 5 2 0 3 5:6 6
Fjölnir 5 0 2 3 3:11 2
ÍR 5 0 0 5 2:26 0
2. deild kvenna
Álftanes – Grótta..................................... 0:2
Staðan:
Völsungur 4 4 0 0 9:4 12
Grótta 5 3 1 1 11:3 10
Fjarð/Hött/Leikn. 4 2 0 2 12:4 6
Álftanes 4 2 0 2 11:5 6
Hamrarnir 3 1 0 2 3:6 3
Sindri 3 1 0 2 2:9 3
Leiknir R. 5 0 1 4 1:18 1
3. deild karla
Reynir S. – Álftanes................................ 0:0
KH – Einherji.......................................... 0:2
Staða efstu liða:
KV 7 6 0 1 17:8 18
Kórdrengir 7 5 2 0 17:6 17
KF 7 5 1 1 16:6 16
Vængir Júpiters 8 5 0 3 13:9 15
Reynir S. 8 3 3 2 12:10 12
Sindri 7 3 1 3 15:13 10
Einherji 8 3 1 4 10:10 10
Álftanes 8 2 3 3 12:13 9
Ameríkubikarinn
C-riðill:
Úrúgvæ – Japan...................................... 2:2
Luis Suárez 32. (víti), José Giménez 66. –
Koji Miyoshi 25., 59.
Staðan: Úrúgvæ 4, Síle 3, Japan 1, Ekva-
dor 0.
Gunnar Andrésson, sem hætti sem
aðalþjálfari karlaliðs Gróttu í hand-
knattleik fyrir tveimur árum, hefur
verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.
Grótta féll úr efstu deild í vor og í
kjölfarið var Arnar Daði Arnarsson
ráðinn nýr þjálfari. Hann fær nú
Gunnar sér við hlið.
Fyrrum aðal-
þjálfari aðstoðar