Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 43

Morgunblaðið - 22.06.2019, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Myndlistarsýningin Hlutbundin þrá eða Object of Desire eins og hún heitir á ensku, var opnuð í Institute of Contemporary Art í Singapúr í gær, 21. júní, og mun standa yfir til 24. júlí. Sýningin mun svo ferðast til Íslands á næsta ári og verður opnuð í lok mars í Gerðarsafni í Kópavogi. Íslenska myndlistarkonan Dag- rún Aðalsteinsdóttir leiddi saman átta listamenn frá Íslandi og Singapúr fyrir sýninguna en auk Dagrúnar taka þátt í henni Weixin Quek Chong, Guðlaug Mía Ey- þórsdóttir, Styrmir Örn Guð- mundsson, Sæmundur Þór Helga- son, Daniel Hui, Luca Lum og Guo-Liang Tan. Dagrún bjó í Singapúr þegar hún stundaði meistaranám í myndlist þar í landi og segir sig lengi hafa langað að stofna til samstarfs milli listamanna frá Singapúr og Íslandi. Lyfta hvert öðru upp „Það sem listamennirnir eiga sameiginlegt er að leggja áherslu á samstarf við aðra listamenn bæði til að starfrækja rými og við að skipuleggja sýningar og við- burði,“ segir Dagrún. „Sú tilhneig- ing að búa til vettvang til þess að lyfta hvert öðru upp er það sem dró mig að þessum listamönnum. Allur undirbúningur hefur ein- kennst af þessu viðmóti sem er svo gefandi fyrir alla.“ Titill sýningarinnar, Hlutbundin þrá, vísar til ritgerðar eftir þýsku listakonuna Hito Steyerl sem ber nafnið A thing like you and me. „Í þeirri ritgerð skoðar Steyerl þátt- töku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð,“ segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Nýjar og spennandi brautir „Ritgerð Hito Steyerl varð kveikjan að frekari rannsóknar- vinnu um virkni mynda og hluta,“ segir Dagrún. „Það leiddi mig áfram á nýjar og spennandi braut- ir, að lesa mér til um efnishyggju og þá sérstaklega nýleg skrif sem eru að reyna að ögra þeim gefnu hugmyndum um að maðurinn sé í þeirri stöðu að geta skilgreint og stjórnað sínu hlutbundna um- hverfi.“ Öll verkin frekar ólík Undir þessum innblæstri bauð Dagrún listamönnunum sem taka þátt í sýningunni „að skapa verk sem skoða verðmæti og stigveldi þess sem felst í því að vera hlutur eða mynd. Sýningin er tilraun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga, þar sem listaverkin eru blanda af „hlut og viðfangi“,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni má finna klippi- myndir, skúlptúra, vídeóverk og innsetningar. „Öll verkin eru frekar ólík en eru með mismunandi hætti að fást við hugmyndir um hlut og viðfang, og einnig okkar eigin hlutgerv- ingu. Verkin skoða hvernig við bú- um til hugmyndir um ákveðna hluti og gefum þeim merkingu, einnig hver eða hvað hefur eig- inleika til þess að vera viðfang sem skapar sína eigin virkni,“ seg- ir Dagrún og bætir við: „Sýningin er tilraun til þess að búa til vett- vang til þess að skoða hvenær hlutir geta orðið að viðfangi og öfugt.“ Hópurinn Frá vinstri: Melanie Pocock sýningarstjóri hjá ICA, Daniel Hui, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Dagrún Aðalsteinsdóttir sýningarstjóri, Sæmundur Þór Helgason og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir. Á myndina vantar listamennina Weixin Quek Chong og Guo-Liang Tan frá Singapúr. Gjörningur Úr verki Styrmis Arnar Guðmundssonar, Líffæraflutningur. Hugmyndir um hlut og viðfangsefni  Myndlistarsýningin Hlutbundin þrá opnuð í Institute of Contemporary Art í Singapúr  Í Gerðar- safni næsta vor  Dagrún Aðalsteinsdóttir leiddi saman átta listamenn frá Íslandi og Singapúr Listmálarinn Rut Rebekka opnar málverkasýninguna Grjót og gróður í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu í dag kl. 14. Í málverkunum beinir hún sjónum að hinu blíða og í senn hrjóstruga landslagi Íslands, mest í fjallshlíðum, brekkum og giljum, í mismunandi birtu og litasamspili, eins og því er lýst í tilkynningu. Þetta er 22. einkasýning Rutar sem hefur stundað myndlist í 45 ár og þá að mestu leyti í Reykjavík. Verk eftir hana má finna í opinber- um safneignum bæði hér á landi og erlendis og hefur hún á ferli sínum m.a. sýnt á á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie Gammel Strand í Kaup- mannahöfn, Hamar Kunstforening í Noregi og Piteaa Kunstforening í Svíþjóð og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og er- lendis. Hún stundaði listnám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur og Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands auk þess að sækja námskeið í Skidmore College. Þá hefur hún einnig unnið í vinnustofum í Danmörku, Sveaborg í Finnlandi og Kjarvalsstofu í París og verið gestakennari í myndlist við Skidmore College í New York. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 17.30 fimmtudaga til sunnudaga og seinasti sýningardagur er 7. júlí. Blítt og hrjóstrugt landslag Íslands Í Grafíksalnum Rut Rebekka opnar málverkasýningu í Grafíksalnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.