Tíðbrá - 01.11.1928, Page 21

Tíðbrá - 01.11.1928, Page 21
TÍÐBRÁ 19 Þjónustureglan. I->ið munuð öll kannast við þjónusturegluna, þó held- ur hafi verið hljótt um hana síðustu árin. Frú Besant stofnaði þessa reglu fyrir nokkrum árum, en síðan hefir fyrirkomulagi hennar verið breytt mörgum sinnum, og nú síðast á alþjóðafundi, sem haldinn var sumarið 1927 i Ominen á Hollandi. Og reglan á áreiðanlega eftir að breytast mörgum sinnum enn, enda hlýtur allur fé- lagsskapur að breytast eftir því, sem tímarnir og þarfir mannanna breytast. A teikningu þeirri, er hér birtist má sjá, hvernig starfinu er fyrir komið. Frú Besant er forseti reglunnar, sér til aðstoðar hefir hún valið tvo meðstjórnendur. Gegnum þenna þríhyrning á hinn andlegi kraftur að streyma ti 1 reglunnar. Sá, sem stjórnar öllu verkinu, er nefndur Alþjóðaritari. í þann sess hefir verið valinn ameríkanskur maður, Max Wardall að nafni, framúr- skarandi áhugasamur og duglegur maður. Þá velur hann höfuðsmenn, einn fyrir hvert land. Venjulega starfa fleiri deildir undir hverjum höfuðsmanni, l. d. í stóru löndunum, ein í hverri borg, þess vegna þarf hann aftur að velja sér deildarstjóra í hverri borg. - Starfið getur verið nokkuð mismunandi, eftir þörfum landanna, en það er talið æskilegt að haga því á sem líkastan hátt alstaðar. Það hafa verið nefndir sjö flokk- ar, sem allir áttu að geta sameinast um að vinna i. Þeir eru : 1. almenningsheill, 2. dýraverndun, 3. heims- friður o. s. frv., sjá teikn. Höfuðsmaður og deildarstjórar útnefna síðan flokks- foringja, sem kallaðir eru Bræður, og i höndum þeirra hvílir eiginlega alt starfið út á við. — Við höfum hugs- að okkur að byrja með þessa flokka, eins og þeir eru á teikningunni, í þeirri von, að reynzlan muni fljótt sýna okkur, hvar mest þörf er fyrir okkur að vinna og snúa okkur þá að því sjerstaklega. Guðspekifélagið er nu orðið 50 ára, og allan þann

x

Tíðbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.