Tíðbrá - 01.11.1928, Page 32

Tíðbrá - 01.11.1928, Page 32
30 TÍÐBRÁ Vér munum hafa eftirlit með félögunum, til þess að af- stýra slíkum vandræðum, einkum sökum þess, að for- seti yðar, og aðrir boðberar vorir, hljóta framvegis, því oftar sem lengra líður, að gjörast farvegir fyrir sam- band milli vor og heimsins, samband, sem vér vonum að smámsaman fari í vöxt á komandi árum. Hinir vitru menn gefa boðberum vorum gaum, en enginn skyldi eitt augnablik sýna þeim fyrirlitningu, sem eigi hlusta. Þeirra tími að heyra er enn ókominn; eiga þeir síður heima i félagsskap vorum fyrir það? Og jafnvel þó skylda þeirra væri að gefa gaum, en þeir vanræktu hana, þá munið ætíð, að mildi, og ekkert annað, laðar menn að sannleikanum, en aldrei verða menn unnir með ofbeldi eða fyrirlitningu. Vér vonum að þurfa ekki að draga úr sambandinu milli vov og yðar sökum þess, að einhverjir, af vanhugsuðum ákafa og heimskulegri illgirni, settu reglur um það, hvað þeir kölluðu „góða félagsmenn“ í voru félagi. Látum engan rétttrúnað (orthodoxy) komast inn í 1‘élagsskap vorn. Góða fé- laga eða að minsta kosti félaga, sem vér virðum, teljum vér alla þá, sem gjöra sér far um að lifa bróðurlegu lífi, hverjar svo sem skoðanir þeirra eru um oss eða annað, sem að viðkemur félaginu. Það eina, sem vér óskum að sé sameiginlegt með öllum félagsmönnum er, að þeir viðurkenni fyrsta atriðið í stefnuskrá vorri, bræðralagið, sem er skilyrði þess, að þeir verði teknir inn í fordyr musteris vors. En hafi þeir játað skilyrð- inu, þá er það heiðarleg skylda þeirra að viðurkenna fult skoðanafrelsi fyrir aðra, engu siður en að krefjast þess, réttilega, fyrir sjálfa sig'; á því verður bræðralag að byggjast. Vér bjóðum skoðanamismun velkominn, sé sltoðunum haldið fram i bróðurlegum anda, með hæ- versku, víðsýni og frjálslyndi, hversu fast sem þær eru varðar. Félag' vort hefir rúm fyrir öll trúarbrögð og all- ar skoðanir, hversu andstæðar, sem þær lcunna að virð- ast, að því tilskyldu, að andstæðingarnir berjist i bróð- erni, þó þeim finnist þeir neyddir til að leiða saman hesta sína. Hafa félagsmenn vorir enn ekki látið sér

x

Tíðbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.