Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Síða 5
Formáli
Fjölmiðlun og menning er eina rit sinnar tegundar hér á
landi sem geymir eingöngu tölulegar upplýsingar um
fjölmiðla- og menningarstarfsemi. Ritinu er ætlað að veita
yfirlit yfir stöðu fjölmiðlunar og menningarstarfsemi lands-
manna. Hagstofa Islands gaf fyrst út rit af þessu tagi á árinu
1999. Ritið sem nú kemur út öðru sinni hefur bæði verið
aukið mikið og endurbætt að nokkru eftir því sem gögnin
hafa leyft.
Efnið er af margvíslegum toga og skiptist í 25 efniskafla,
auk inngangs og viðauka. Efnisflokkar eru misjafnlega
ítarlegir sem ræðst af misjafnri stöðu skýrslugerðarinnar á
hverju sviði. Við framsetningu efnisins hefur verið tekið
fullt mið af alþjóðlegum stöðlum og venjum sem skapast
hafa um birtingu talna í þeim málaflokkum sem hér um
ræðir. Talnaefni bókarinnar nær frá því um 1990 og fram til
ársloka 2002.
Fjölmiðlun og menning er einnig gefin út á geisladiski,
sem fylgir bókinni og spannar hann mun lengra árabil en
hún gerir, í sumum tilvikum nær efnið allt aftur til loka 19.
Media and Culture is the only work of its kind in Iceland
containing exclusively statistical data on activities in the
areas of media and culture. The work is intended to provide
an overview of the situation of Icelandic media and cultural
affairs. A similar work was first published by Statistics
Iceland in 1999. This new work has been both substantially
augmented and improved to the extent that data permits.
The contents are varied, and are divided into 25 chapters,
plus an introduction and appendix. The various sections are
more or less detailed depending upon the reporting situation
in each area. In presenting the material, full consideration
has been given to international standards and customs
which have been developed for presentation of figures in
the areas in question. The statistics in the book extend from
around 1990 until the end of 2002.
Media and Culture is also published on a CD-ROM,
which accompanies the book and extends over a considerably
longer period of time than the book itself, in some cases
extending as far back as the end of the 19th century. The
aldar. Efni geisladisksins er einnig birt á vefsíðum Hagstofu-
nnar, www.hagstofa.is.
Við efnisöflun hefur Hagstofan notið góðvildar og
aðstoðar fjölmargra einstaklinga og stofnana, innlendra og
erlendra, sem lagt hafa til gögn og veitt notadrjúg ráð
varðandi framsetningu efnis. lafnframt hafa nokkrir innan-
hússmenn lagt til efni í þeim málaflokkum sem þeir fara
fyrir. Öllum þeim sem hlut eiga að máli em færðar bestu
þakkir fyrir ágæta aðstoð og samvinnu.
Innan Hagstofunnar hefur þungi verksins aðallega mætt
á Ragnari Karlssyni sem sá um efnisöflun, úrvinnslu og
samningu þessa rits og Sigurborgu Steingrímsdóttur sem
annaðist umbrot bókarinnar og frágang hennar fyrir prent-
lögn. Keneva Kunz þýddi enskan inngang og skilgrein-
ingar helstu hugtaka.
Hagstofu íslands í maí 2003
Hallgrímur Snorrason
material of the CD-ROM is also published on the Statistics
Iceland website www.statice.is.
In gathering material, Statistics Iceland has benefited
from the goodwill and assistance of a large number of
individuals and institutions, in Iceland and abroad, that
have provided data and useful assistance in the presentation
of material. In addition, a number of Statistics Iceland
personnel have also provided material from their own fields
of responsibility. All of the people involved are gratefully
thanked for their positive assistance and co-operation.
On behalf of Statistics Iceland, Ragnar Karlsson has
contributed the main share of work on gathering material,
processing it and compiling this book. Sigurborg Steingríms-
dóttir did the layout and pre-press work. Keneva Kunz
translated the English introduction and definitions of the
main terms.
Statistics Iceland in May 2003
Hallgrímur Snorrason