Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Page 42
40
Fjölmiðlun og menning 2003
milli landa um fjölmiðla og menningarstarfsemi. Eru les-
endur beðnir um að hafa þetta hugfast við allan samanburð
á tölum milli einstakra landa.
Viðauki: Mannfjöldi, lands- og þjóðarframleiðsla, gengi
og neysluverðsvísitala. I þessum kafla er að finna ýmsar
tölulegar upplýsingar um mannfjölda, lands- og þjóðar-
framleiðslu, sölugengi nokkurra helstu gj aldmiðla og ney slu-
verðsvísitölu.
Ymislegt talnaefni um fjölmiðla og menningarmál er að
finna í öðrum útgáfum Hagstofunnar sem ekki er tekið hér
upp. Skal einkum bent á Hagtíðindi 1969-1981 (Skýrslur
um menningarmál) og 1985-1996 (efni um íslenskrar
kvikmyndir, kvikmyndahátíðir og sérsýningar), Tölfrœði-
handbók 1967, 1974 og 1984 (ýmislegt efni), Landshagi
1991 o.áfr. (útgáfu bóka, tímarita og blaða og dreifikerfi
útvarps og sjónvarps) og Hagskinnu. Sögulegar hagtölur
um ísland, 1997 (ýmislegt eldra efni um útgefnar bækur og
tímarit og efni þeirra).
Nokkuð efni er einnig er að finna um íslenska fjölmiðla
og menningarmál sem ekki hefur ratað inn í þessa útgáfu í
ýmsum útgáfum og árbókum erlendra aðila sem Hagstofan
aflar talna í. Þær helstu eru: Norræna tölfrœðiárbókin,
árbækur European Audiovisual Observatory (Yearbook,
áður Statistical Yearbook), EUROSTAT (Statistics on
Audiovisual Services og Statistics in Focus), IP Grouppe
(European Key Facts: Televison), MEDIA Salles (European
Cinema Yearbook), NORDICOM (íritröðinniNordicMedia
Trends), Screen Digest, Screen Digest/International Video
Federation - IVF (European Video Market Assessment and
Forecasts; áður útg. sem European Video Yearbook),
UNESCO (Statistical Yearbook) og World Association of
Newspapers (World Press Trends).
Við samantekt þessa rits hefur umsjónarmaður þess þegið
góð ráð og notið aðstoðar fjölmargra aðila innan og utan
Hagstofunnar við útvegun efnis. Er öllum þeim einstak-
lingum, stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem
lagt hafa verkinu lið með einu eða öðru móti færðar hugheilar
þakkir fyrir góða aðstoð.