Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 4

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 4
A NORÐURHVELI JARÐAR EFTIR VILHJÁLM STEFÁNSSON. Vilhjálmur Stefánsson er fæddur í Ameríku af íslenskum foreldrum. Hann er nú fyrir löngu frægur orðinn fyrir ransóknir sínar og rit um norðurhvel jarðar. í augum islenskra drengja er Vilhjálmur hetjan og æfintýramaðurinn, sem nemur ný lönd, lendir í hættum, kann ráð við öllu og kemur svo heim heill á húfi og segir sögur fullar fjörs og fróðleiks. Ein af bókum Vilhjálms hefir birst á íslensku. Hefir Þjóðvinafjelagið gefið hana út, en Baldur Sveinsson þýtt, og nefnist hún / norðuweg. Þá hefir og Lýðmentun (Þorst. M. Jónsson) gefið út bók um Vilhjálm, sem Guðm. Finnbogason hefir ritað. Úti hefir leyft sjer að þýða eftirfarandi kafla úr einum af bókum Vilhjálms, sem heitir My life with the Eskinios (Líf mitt með Eskimóum) og út kom 1913. Vilhjálmur Stefánsson fór í aðra norður- för sína vorið 1908. Um haustið var hann kominn norður að Smithflóa við Norður- íshaf. Þaðan fór hann sleðaferð austur með landi og heim aftur, og fer hjer á eftir frá- sögn hans af þeirri ferð, lauslega þýdd og talsvert stytt. 17. september 1908 töldum við sennilegt, að sjávarísinn væri orðinn svo traustur, að óhætt væri að fara um hann á sleða. Lag- ísinn á Smithflóa hafði verið nægilega traust- ur nokkura daga, en við óttuðumst, — og vafalaust með rjettu — að enn væri auður sjór með ströndum fram austan við flóann. Síðara hluta dags, 17. september, Iögðum við Ilavinirk1) af stað með ljett æki og ætluðum til Pitt-tanga, sem er austast við flóann. Þar ætluðum við að skilja ækið eftir og athuga horfurnar. Við komumst þó aldrei alla leið, því að hjer um bil 10 enskum mílum suðvestan við Pitt-tanga, og nokkuð inni í Smithflóa, sáum við hvar skrælingjar höfðu slegið landtjöldum á há- vaða við lítinn lækjarós, sem fjell í sjóinn úr alkunnu veiðivatni skamt þaðan. Þeir voru að koma úr viðskiftaferð frá Calville og Flaxman-eyjum, þar sem þeir höfðu fengið skotfæri, hveiti, te og aðrar nauðsynjar fyrir skinn af hreindýrum, fjalla- 1) Hann var skrælingi og förnnautnr V. St. fje og tófum. Þeir höfðu stundað atvinnu á Barrow-tanga, nyrsta odda á meginland- inu, hjá fjelagi einu, sem rekur verslun og hvalveiðar. Sumir skrælingjar á Borrow- tanga stunda hvalveiðar í stórum stíl, — gera jafnvel út fim eða sex skip. Hvort sem þeir vinna hjá hvítum mönnum eða skrælingjum, fá þeir sama kaup, eða um 200 dollara virði á ári í nauðsynjavörum. Þeir, sem byggja Barrow-tanga, eiga náð- ugri daga en nokkurt annað sveitarfjelag á bygðu bóli, sem jeg þekki. Hvalveiða- tíminn er sex vikna skeið að vorinu, og vinnan er alls ekki erfið. Allan annan hluta ársins hafa þessir menn ekkert að gera, geta lifað og látið eins og þeir vilja, því að húsbændur þeirra verða að greiða þeim árskaup fyrir sex vikna vinnu, og að auki sjá þeim fyrir húsaskjóli alt árið. Skrælingjarnir sögðu okkur, að frostið hefði skollið á þá rjett fyrir austan Pitt- tanga, og þeir farið landleið til þessa fiski- vatns, þar sem þeir hefðu veitt nægan fisk handa sjer og hundum sínum. Flestir ætl- uðu þeir að halda áfram til Barrow-tanga innan fárra daga, en tvær fjölskyldur ætl- uðu að hafa þarna vetursetu og lifa af veiði úr vatninu. Við snerum heim samdægurs og biðum eftir þeim, sem ætluðu að fara til Barrow- tanga, því að við ætluðum að kaupa af

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.