Úti - 15.12.1929, Síða 33
ÚTI
31
ur hennar kom, bauð hún mjer í veitsl-
una. Og það er liið ánægjulegasta borð-
liald, sem jeg hefi nokkurn tima verið við.
Sonur hennar keypti nokkru síðar lítið
iiús og flutti þangað með móður sína.
Hann er nú kvongaður og á þrjú skemti-
leg hörn. Þau sitja oft í rökkrinu hjá
ömmu sinni og hlusta á hana segja sögur.
Jón H. Guðmundsson.
AÐ GRAFA SIG í FÖNN.
Eftir STGR. MATTHÍASSON.
Eftir nýárið kemur á markaðinn
eftirtektarverð bók, fyrir alla unga
menn. — Það er kenslubók skáta. —
Fyrir utan alla almenna skátafræðslu
hefir hún að geyma alskonar fróð-
leikskafla, skrifaða af mönnum, sem
framarlega standa. hvor á sínu sviði.
í bókinni birtast kaflar umr Sljörnu-
fræði, Veðurfræðí, Hjálp í viðlögum
og fleira.
Úti hefir fengið leyfi B. í. S. til að
birta eftirfarandi kafla úr bók þessari.
Þegar maður villist í stórhríðarbyl eða
skafrenningsblindu með frosti, þá kemur
brátt að því, að hann gefst upp og sest
fyrir eða legst út af yfirkominn af þreytu.
Þá heltekur frostið hann, svo að öll kulda-
tilfinning hverfur, það sækir á hann svefn-
mók og hann fer að dreyma sæla drauma
uns yfir hann svíftir algjör dauði — og
hann verður úti.
Eitt er ráð við þessum lifslokum og kem-
ur oft að góðu haldi, það er, að grafa sig
í fönn i tœka tið áður en maður er orðinn
aðframkominn af kulda og þreytu.
Náttúran hefir kent mönnum þetta ráð.
Snjókoman er stundnm svo mikil að veg-
viltur ferðamaðurinn hlýtur að staðnæmast
sjálfkrafa í ófærunni — hann legst út af
og hylst allur af snjónum. En þá bregður
svo við, að frostið hverfur, honum hlýnar
öllum og hann getur sofnað eðlilegum svefni
þar til hann vaknar á ný nægilega hress
til að brjótast áfram á ný ef hríðinni er
slotað, eða ef svo er eigi getur haun í
næði hugsað sitt ráð og finnur þá eina úr-
ræðið að halda enn kyrru fyrir þar til
styttir upp.
Niðri í fönninni er venjulega nóg loft til
að anda að sjer, en ef þröngt er um and-
rúmið þá er ætíð hægt að gera sjer dá-
lítinn stromp með stafnum eða hendinni.
En hitt er víst, að strax undir þunnri snjó-
breiðunni er ekkert frost framar og engin
hætta á kali fyrir þann, sem ekki hefir
þegar kalið eða er því ver á sig kominn,
vegna veiklunar eða þreytu.
Mennirnir hafa einnig lært af skepnunum
hvernig fara skal að. Þær bjargast þráfald-
lega þó þær grafist í fannfergi. Hestar að
vísu sjaldan, því þeir þráast við að standa
upp úr snjónum þar til yfir tekur og frostið
hefir gagntekið þá. En sauðfje fennir oft
og bjargast jafnvel þó það verði að liggja
marga daga eða vikur í fönninni. Dæmi
eru til að kind hafi náðst lifandi úr fönn
eftir 18 vikur.
Þegar æðarkollan liggur á eggjum og
hríð skellur á, þá situr hún sem fastast
og lætur skefla yfir sig. Bjargar hún með
því oft og tíðum bæði sjálfri sjer og eggj-
um sínum.
Vilhjálmur Stefánsson Iærði það af Græn-
lendingum, að leggjast fyrir ofboð rólega
og láta skefla yfir sig líkt og æðarkollan
gerir, og blessast þetta ágætlega.
Um að gera er að taka þetta ráð í tíma
meðan kraftar eru óskertir. Það er of seint
þegar »frýs í æðum blóð«.
Vilhjálmur lærði líka af Grænlendingum,
að gera sjer snjóhús. Það er meiri vandi,
en vissari aðferð ef vetrarharka er mikil og
hríðin stendur marga daga. Til þess þarf
skóflu eða langa skálm, og helst þarf þá
einnig að hafa með sjer eldfæri, lýsiskolu,
steinolíuvjel eða sprittlampa. Um það má
lesa sjer til fróðleiks og skemtunar í ferða-
sögu Vilhjálms,
Hafi maður nestisbita með sjer, eins og
allir óvitlausir ferðamenn eiga að hafa, þá
er öllu óhætt í fönninni fyrst um sinn, og
sje maður vel búinn í góðum stígvjelum
og vatnsheldum jakka, með lambhúshettu