Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 25

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 25
23 ÚTl þó ekki lengi kyr, því að þegar Hólm beygði inn á Nj'jugötu, kom stór snjókúla fljúgandi beint í hattinn og þeytti honum góðan spöl eftir götunni. »Sú sjötta!« muldraði læknirinn fokvond- ur um leið og hann trítlaði á eftir hattin- um. Hann krossbölvaði stráknum og niðj- um hans í þriðja lið. Synir Dehlsens verkfræðings voru komnir upp í herbergi sitt. Herluf, sá eldri, var að hátta sig, en Birgir var þegar kominn í rúmið. Hann var að borða döðlur og tróð nú þeim seinustu upp í sig. Síðan böggl- aði hann pokanum saman og þeytti hon- um í höfuð Herlufs. »Snautaðu nú í rúmið, drengur, svo að hægt sje að slökkva Ijósið. Mamma segir, að þú eyðir alt of miklu ljósmeti«. »Haltu þjer saman, Birgir. Jeg þarf fyrst að þvo tennurnar. »Þvo tennurnar! Þvílíkur svínsháttur! Eða veistu það ekki, að hárin í tannburst- anum hafa setið á öðru svíni?« »Ha! Þorirðu að segja þatta aftur?« Her- luf nálgaðist rúm Birgis ógnandi. »Auðvitað þori jeg að segja það«, svar- aði Birgir hreykinn — og skreið langt nið- ur undir sængina. Litlu seinna gægðist hann fram. »Heyrðu, Herluf!« »Hvað er það?« »Heyrðirðu hvað gamla nöldurskjóðan sagði við pabba um drengi og óþokka og prakkara og--------« »Hvaða nöldurskjóða?« Herluf rauf orða- straum bróður síns með þeirri spurningu. »Nú, þessi gamla lyfjaflaska. Það stend- ur víst »Hólm« á miðanum«. »Já, auðvitað heyrði jeg það. Jeg sat inni hjá mömmu. En hvaðan heyrðir þú það?« »Jeg lá bak við skrifborðið hans pabba«. »Ertu alveg vitlaus? Jæja. En við því er ekkert að segja«. »Því að vera vitlaus? Ha!« »Nei, því sem læknirinn sagði«. »Nú-ú. Það veit jeg nú ekki. Jeg þoli það ekki vel, að menn gangi með firrur í kollinum, allra síst núna, þegar blessuð jólin eru í nánd. IJvað heldurðu að jeg hafi hugsað mér, Herluf?« »Getur þú yfirleitt hugsað?« »Ja, svei! Þú þykist víst vera fyndinn«. Herluf slökti ljósið og skreið undir sængina. Birgir hélt áfram: »Jeg hefi hugsað mjer, að refsa Hólm lækni fyrir nöldrið«. »Jæja«. »Segir þú ekki annað en jæja? Það get- ur nú hver maður sagt. Þú átt að verða stórlega hrifinn«. »Fyrst verð jeg að heyra hugmyndina«. Birgir hjelt nú langa og vísindalega ræðu um afbrot og refsingar, með sjerstöku til- liti til Hólms læknis. Síðan lýsti hann af mikilli mælsku þeirri hegningu, sem hann áleit hæfa »lyfjaflöskunni«. »Nei, Birgir. Það er ekkf til neins. Með þeirri aðferð yrði hann bara enn skapverri og önugri en áður. Auk þess álít jeg, að okkur sé slíkt ekki sæmandi. Það er of — ruddalegt«. »Hvers vegna? Ilt skal með illu út reka. Er ekki svo?« »Nei. Mjer finst alls ekki rjett að hegna honum — ekki á þennan hátt«. »Hvernig þá?« »Safna glóðum elds að hans sköllótta höfði, Birgir. Jeg er nú búinn að finna af- bragðs ráð til þess að snúa honum inn á rjetta braut. Skilurðu?« Og Herluf lýsti ráðagerð sinni. »Það er í alt of mikið ráðist hans vegna«, mælti Birgir. »Jeg á einar sjö krónur sex- tíu og þrjá aura til jólanna, og það ætla jeg að segja þjer fyrirfram, að meira en þrjá aura get jeg með engu móti lagt í þetta«. »Við gerum okkur ekki grillur út úr pen- ingunum. Nú fer jeg niður til pabba og ræði málið við hann«.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.