Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 9

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 9
7 ÚTI um þær og Iagt þær á bert brjóstið undir treyjunni. Hálsmálið er haft svo vítt, að menn geti brugðið hendinni upp um það og vermt á sjer andlitið. Jafnskjótt sem kalið er horfið, dregur maður höndina nið- ur um hálsmálið og vermir hana á brjóst- inu. Með þessum hætti geta menn gengið allan daginn móti nokkurum vindi í 30— 40 stiga frosti, og er það hættulegasta veð- ur, sem menn geta fengið, því að ef frostið eykst upp í 45 stig eða meira, þá er að öllum jafnaði blæjalogn. Enn er eitt nauðsynlegt til þess að verj- ast kali, og það er að vera alrakaður. Því að ef menn eru skeggjaðir, þá sest klaki í skeggið og brynja leggst fyrir andlitið, en milli hennar og hörundsins liggur ofurlítið lag af lofti. Ef menn fer að kala á kinnum, kömast þeir ekki að með hendinni til þess að þíða það. í fyrstu norðurför minni fór jeg einu sinni heilan dag á móti talsverðu hríðarveðri, en þá var þetta ekki orðið mjer nægilega ljóst. Þá fraus skegg mitt ekki aðeins við andardráttinn, heldur ’hlóðst og snjór framan í mig og bráðnaði, þangað til andlitið var hulið einni klakahellu. Jeg reyndi í fyrstu að þíða klakann með hönd- unum, en fann fljótt, að jeg hafði ekki við, og átti á hættu að kala á höndum og hætti þess vegna við, því að umfram alt verða menn að verjast kali á höndum og fótum. En þegar jeg kom í tjaldstað um kvöldið, þá hefir klakagríman efalaust vegið nokk- ur pund. Hún huldi alt andlit mitt, nema hvað jeg sá út um hana með öðru auga, en fyrir hitt hafði frosið. Einum eða tveim dögum síðar fór skinnið að flagna framan úr mjer, alt frá augabrúnum niður á barka- kýli. Veðrið hafði ekki verið mjög kalt og kalið stóð grunt, en ef jeg hefði verið skegg- laus, þá hefði mig sennilega alls ekki kalið. Þó að skrælingjar sjeu ekki að eðlisfari betur hæfir til þess að standast kulda en hvítir menn, þá kunna þeir miklu betur en við að vei'jast honum, og þess vegna get- ur virst svo sem þeir sjeu harðfengari. En hvítir menn, sem gefa gaum að háttum þeirra, eru fljótir að færa sjer það í nyt, sem gagnlegt er, og verða jafnsnjallir skræl- ingjum í því að sjá sjer farborða. En engin ráð eru til þess að verjast kali á höndum og fótum önnur en þau, að búa sig rjettilega. VÆRINGJA VÍSA. (Lag: Af stað burt i fjarl. — ) Við þráum állir frelsi og fjallalífið glœst og fagnandi heilsum þeim tindi er gnœfir hæst, því víðsýnið er Vœringjanna þörf, og vekur bestan skilning við líf og störf. J. O. J.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.