Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 22
20
ÚTI
hann velkominn og hlýjar hendnr nöru
líf í dauða fingur hans.
Hann varð utan við sig af öllu þessu og
áttaði sig ekki drjúga stund. Hann skildi
ekki í því, að hann var kominn aftur að
Laufdölum. Hann hafði ekki veitt því at-
hygli, að pilturinn gafst upp á að flakka
með hann í óveðrinu, og snöri heim.
Hann skildi það heldur ekki, hví svo
vel var móti honum tekið á heimili Lilje-
krona. Ekki gat hann vitað, að húsfreyjan
skildi það, hvað erfiða ferð hann hafði
farið þetta jólakvöld, er hann hafði verið
hrakinn frá hverjum dyrum, sem hann barði
á. Hún kendi svo mjög í brjósti um hann,
að hún gleymdi sínum eigin áhyggjum.
Liljekrona hjelt áfram viltu spili inni í
herbergi sínu. Hann vissi ekki, að Ruster
var kominn. En Ruster sat í salnum hjá
húsfreyju og börnunum. Vinnufólkið, sem
annars var vant að vera þar á jólunum,
hafði flutt sig fram í eldhús, frá leiðind-
unum inni hjá húsbændunum.
Húsfreyja ljet ekki bíða, að láta Ruster
hafa verk að hugsa um. »Þú heyrir, Ruster,
að Liljekrona gerir ekki annað enn að spila
í alt kvöld, en jeg þarf að fara að sjá um
matinn. Þá er enginn til að hugsa um börn-
in. Nú verður þú að hafa ofan af fyrir tveim-
ur þeim minstu«.
Börn voru þær verur, sem Ruster hafði
minst haft saman við að sælda. Hann hafði
ekki hitt þau í hermannatjöldum nje veit-
ingahúsum nje á þjóðvegum. Hann var
feiminn við þau og vissi ekki, hvað hann
ætti að segja, sem væri nógu fallegt fyrir
þau.
Svo tók hann hljóðpípuna upp og fór
að kenna þeim fingrasetningu á hana. Þetta
voru drengir, fjögra og sex ára. Þeir fengu
nú kenslu í hljóðpípuleik og voru hrifnir
af. »Þetta er A«, mælti Ruster, »og þetta
er C«. Og svo tók hann tónana. En dreng-
irnir vildu fá að sjá þessi A og C, sem
átti að spila.
Þá tók Ruster upp nótnablað og skrifaði
tvær nótur.
»Nei«, sögðu þeir, »þetta er skakt«,
Og þeir hlupu eftir stafrofskveri.
Þá fór Ruster litli að hlýða þeim yfir
stafrofið. Sumt þektu þeir, annað ekki.
Kunnáttan var næsta takmörkuð. Ruster
fyltist áhuga, tók drengina sinn á hvort
hnje og fór að kenna þeim. Húsfreyjan
gekk um og hlustaði hissa á. Þetta var
eins og leikur. Drengirnir hlógu sifelt, en
þeir lærðu.
Ruster hjelt áfram stundarkorn, en svo
hvarflaði hugurinn frá því, sem hann var
að gera. Hann fór aftur að velta fyrir sjer
sömu hugsununum og úti í hríðinni. Þetta
var gott og hugnanlegt, en það var nú
samt úti um hann. Hann var útslitinn. Það
átti að fleygja honum. Og alt í einu tók
hann höndum fyrir andlit sjer og fór að
gráta.
Húsfreyjan flýtti sjer til hans.
»Jeg skil þig, Ruster«, mælti hún. »Þjer
finnast allar bjargir bannaðar. Það gengur
ekki sem best með hljómlistina, og þú ert
að fara með þig á drykkjuskap. En það
eru ekki öll sund lokuð enn, Ruster«.
»Jú«, kjökraði litli hljóðpípuleikarinn.
»Sjáðu nú til. Það væri nokkuð fyrir
þig, að sitja svona, eins og í kvöld, og
hafa ofan af fyrir börnum. Þá yrðir þú
aftur alstaðar velkominn. Þetta eru engu
síðri hljóðfæri að leika á, en hljóðpipa og
fiðla. Líttu á börnin, Ruster«.
Hún færði drengina til hans; hann leit
upp og lygndi augunum, eins og hann
hefði litið í sólina. Það var þvílíkt sem
litlu þokuaugun hans ættu örðugt með að
mæta augum barnanna, stórum, skærum
og saklausum.
»Líttu á þá, Ruster«, endurtók húsfreyjan.
»Eg þori það ekki«, sagði Ruster. Honum
var það sem hreinsunareldur, að horfa gegn
um fallegu barnsaugun, inn í fegurð óflekk-
aðra sálna.
Þá hló húsfreyja hátt og glaðlega. »Þú
skalt fá að venjast þeim, Ruster. Þú getur
verið heimiliskennari hjerna þetta árið«.