Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 19

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 19
17 ÚTI •■v-^c JÓLAGESTUR. EFTIR SELMU LAGERLÖF. Einn sá, er liiði sem gleðimaður i Eiki- bæ1), var Ruster litli, hann, sem skrifaði nótur og ljek á hljóðpípu. Hann var af lágum stigum og fátækur, átti hvorki vini nje vandamenn. Það hófust erfiðir tímar fyrir hann, er gleðimennirnir tvístruðust. Hann hafði þá ekki framar hest og vagn, enga loðkápu nje rauðlitað nestisskrín. Hann varð að ferðast fótgangandi bæ frá bæ og bera farangur sinn, bundinn innan í bláröndóttanbaðmullarvasaklút. Hann hnepti frakkann upp í háls, svo að enginn kæm- ist að, hvernig ástatt var um skyrtu og vesti. Og í stóru frakkavösunum geymdi hann það, sem hann átti dýrmætast í eigu sinni: hljóðpípuna sundurskrúfaða, vasa- fleiginn og nótnapennann. Atvinna hans var að skrifa nótur, og ef alt hefði verið eins og forðum var, þá hefði hann fengið nóg að gera. En með hverju ári, sem leið, var sönglist minna iðk- uð á Vermalandi. Hljóðfærin voru sett upp á geymsluloft og söfnuðu þar ryki. En því minna, sem Ruster litli fjekk að gera með hljóðpípuna og nótnapennann, því meir gaf hann sig að vasafleignum, og loks gerðist hann úttaugaður drykkjumaður. Það var illa farið um Ruster litla. Enn var þó tekiö á móti honum á höf- uðbólunum sem gömlum vini, en það voru kveinstafir, þegar hann kom, en gleði, þegar hann fór. Það var óþrifnaðardaunn og vín- lykt af honum, og ef hann fjekk í staup- inu, gerðist hann ölvaður og fór að segja grófar sögur. Hann var plága á gestrisn- um heimilum. Ein jólin kom hann að Laufdölum, þar 1) Frá þvi segir i Gösta Berlings sögu. sem Liljekrona átti heima, fiðluleikarinn mikli1). Liljekrona hafði líka verið gleði- maður á Eikibæ, en að mjörsfrúnni látinni fór hann heim að Laufdölum, jörðinni sinni góðu, og var þar síðan. Nú kom Ruster til hans einn daginn, skömmu fyrir jól, þeg- ar annirnar voru mestar, og bað um vinnu. Lijekrona ljet hann fá dálítið af nótum að skrifa upp. »Þú hefðir átt að láta hann fara undir eins«, mælti húsfreyja. »Nú treinir hann sjer þetta svo lengi, að við sitjum með hann um jólin«. »Einhversstaðar verður hann að vera«, mælti Liljekrona. Og hann bauð Ruster toddý og brennivín, drakk með honum og lifði upp með honum allan Eikibæjartímann. En hann var í slæmu skapi og honum leiddist Ruster, eins og öllum öðrum, þótt hann vildi ekki láta á því bera, því að gömul vinátta og gestrisni voru honum heilög. Á heimili Liljekrona höfðu menn búið sig í þrjár vikur undir að taka á móti jólunum. Fólkið hafði lifað við annir og illa líðan, vakað augu sín rauð við kerta- ljós og týrur, og þolað kulda við ketsölt- un í skemmunni og við ölgerð í heituhús- inu. En bæði húsfreyja og vinnufólk höfðu gengið að þessu öllu án þess að kvarta, því að þau vissu, að þegar öll verk væru unnin og kvöldið helga kæmi, þá yrðu þau öll sem í inddælum álögum. Jólin mundu hafa þau áhrif, að fyndni og gaman, kvæði og kæti yrði þeim óþvingað á vörum. Allir fætur mundu verða ólmir að komast í dans- inn, og dansljóð og danslög mundu koma 1) Sbr. Liljekronas hem.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.