Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 32

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 32
30 ÚTI komast að raun um, að hann væri ekki hið minsta hjátrúarfullur. Vildi hann óð- ur, að menn fyndu músina og dræpu liana. En eldri hásetarnir voru því mjög mótfallnir. Kvað svo ramt að því, að þeir kváðust mundu ganga af skipinu, ef mús- in fengi ekki að vera í friði. Formaður kunni því illa, að hann fekk ekki að fullnægja vilja sínum. Ákvað hann að koma músinni fyrir, svo að eng- inn vissi. Gekk hann i góðu tómi til báts- ins. Greip liann þar alt, sem hægt var að losa og bar úr bátnum. Loks náði hann músinni og drap hana. Gætti liann þess, að geta ekki um þetta við nokkurn mann. Formaður þessi hjet Ásmundur og átti unnustu, Sæunni að nafni. Hún komst að því, að hann hafði fargað músinni. Þótti lienni það ills viti. Færði hún í tal við unnusta sinn, að ekki væri henni um, að liann reri næsta róður. Hló hann í fyrstu að þessu. En fljótt fekk liann að heyra, að Sæunn tók þetta mjög alvarlega. Gekk það svo langt, að hún bannaði honum algerlega að fara á sjóinn þennan róður. Vildi Ásmundur humma alt fram af sjer og skeyta ekki um hjegiljur unnustu sinnar. Kvaðst Sæunn mundu segja há- setunum frá drápi músarinnar, ef hann ekki sæti sjálfur i landi. Fengju þeir að vita hið sanna, færu þeir ekki fet. — Svo fór að lokum, að Sæunn gat fengið Ásmund til þess að vera heima. Lá hann í rúminu og ljest vera veikur. Veður var ágætt, og vildu bátverjar hans alls ekki sitja í landi. Þeir reru. Þegar á daginn leið hvesti og gerði hið versta veður. Bátur Ásmundar fórst með allri áhöfn. —- Og má geta nærri, að hann þakkaði Sæunni líf sitt. Mörgum árum síðar var þessi sami Ás- mundur orðinn skipstjóri á allstóru línu- skipi, eftir því sem þá gerðist. Hann var talinn ötull sjómaður. En til þess var tekið, að aldrei tímdi hann að farga nokkuru kvikindi, sem hafðist við ofan- sjávar, og allra síst músum eða rottum. Það var einhverju sinni, að Ásmundur var staddur með skip sitt í höfn, og ætl- aði innan stundar að leggja af stað. Hann stóð á þilfarinu og unglingsdrengur Iijá honum. Það var sonur Iians. Hann var ekki skipverji, en var nú að kveðja föður sinn og ætlaði á smábáti til lands. „Pabhi, hvað er þarna á sjónum?“ Faðir lians leit þangað, sem drengur- inn benti. Honum hrá dálítið. „Það eru mýs, drengur minn. Þær eru að flytja sig og hafa kúaldessu fyrir bát. Hjónin róa sitt á livort borð með hölun- um, en börnin sitja milli þeirra“. Og kúaklessan hreyfist, þó að hægt fari. „Drekkja menn þeim ekki, ef þær koma nálægt skipunum?" spurði dreng- urinn. „Fáir mundu verða til þess. Gömul sögn er til um það, að einu sinni hafi músahjón verið að flytja sig og sitt á þennan hátt yfir sund. Á miðri leið mættu þau báti. Einn á bátnum stjakaði við þeim með árinni, svo að alt fór í sjó- inn og druknaði. En mælt er, að á sama stað hafi maður þessi farist með jafn- mörgum mönnum og mýsnar voru“. Mýsnar stefndu að skipi Ásmundar, en fóru fram hjá því, og komust upp á ann- að, sem var skamt frá. Drengurinn sagði siðar, að honum hefði sýnst á pabba sín- um, að hann liefði gjarna viljað fá þær um borð til sín. Ásmundur sigldi burt, en drengurinn reri í land. Þeir sáust aldrei framar, því að skip föður hans kom ekki fram eftir þetta. Sæunn sveik ekki loforð sitt. Þegar son-

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.