Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 31
SÆUNN OG MYSNAR
Jeg ætlaði að setja fyrir gluggann og
kveikja. Mjer varð litið út og sá þá
Sæunni gömlu sitja á tröppum næsta
liúss. Hún hafði nú búið þar i kjallara-
liolu næstum sex ár. Jeg hafði aldrei
komið inn til hennar. En gaman þótti
mjer að tala við hana. Hún sagði mjer
ýmislegt, sem aðrir virtust ekki vita, eða
mundu ekki. Ef til vill liefir öðrum fund-
ist flest af því svo ómerkilegt, að varla
tæki að evða tíma til þess að tala um það
við unga fólkið. En getur ekki oft verið
að kenna þessu tómlæti eldri kynslóðar-
innar, hve lítinn skilning unglingar hafa á
henni og skoðunum hennar? Vegna hvers
verða börnin hændari að þeim manneskj-
um, sem segja þeim sögur og ýmislegt
frá æsku sinni?
Jeg hætti við að kveikja og gekk út
til Sæunnar. Hún tók glaðlega kveðju
minni. Þá mintist jeg þess, að einhver
iiafði sagt, að Sæunn gamla vildi öllum
gott gera, af hinni litlu getu sinni.
„Jæja drengur minn. Jeg hjelt, að jeg
færi bráðum að sjá ljós i glugganum þín-
um. Þú kveikir svo snemma. Þú situr
aldrei í rökkrinu“.
„Jeg var nú að hugsa um að biðja þig
að bjóða mjer inn og lofa mjer að sitja
hjá þjer í rökkrinu. Þú getur sagt mjer,
eins og vant er, ýmislegt, sem er fróðlegt
að lieyra“.
Sæunn þagði dálitla stund, liorfði svo
framan i mig og sagði brosandi:
„Þú ert fyrsti pilturinn, sem langað
hefir til að líta inn til mín og tala við
mig, síðan jeg kom i þetta hús, svo að
jeg ætti ekki að taka því illa, þó að upp
á litlar kræsingar og enga híbýlaprýði
sje að bjóða. Gerðu svo vel og gakktu í
grenið“.
Jeg fór eftir henni inn dimman gang,
þar sem geymslukompur voru á báðar
hliðar. Sæunn hjó ein í kjallaranum og
liafði eitt lierbergi. Þar var ekki hjart
inni, því að glugginn var lítill og' liúsið
mikið grafið niður. Mjer datt strax í
liug, að eiginlega væri þetta ekki liæfur
mannabústaður, en vildi þó ekkert um
það tala við Sæunni.
Sæunn ljet mig setjast á kistu, gaf
mér ágætt kaffi og við töluðum lengi
saman.
Einil sinni, er við höfðum þagað stund-
arkorn, sá jeg rottu skjótast eftir gólf-
inu. Spurði jeg Sæunni, livort liún hefði
ekki reynt að veiða rotturnar.
„Nei. Jeg ætla að láta þær í friði. Það
verða nógir til að drepa þær“.
Og áður en jeg fór frá henni, skildi
jeg, af hverju hún sagði þetta.
Þegar jeg kvaddi, sagði hún:
„Jeg' liefi nýlega fengið brjef frá syni
mínum. Hann hefir verið langan tíma í
öðrum löndum. En nú kemur hann bráð-
um lieim. Þá ætla jeg að lialda svolitla
veitslu og engum að bjóða nema þjer og
honum. Vertu nú sæll“.
Jeg gekk inn í herhergið mitt, setti fyrir
gluggann og kveikti. Síðan ritaði jeg sumt
af því, sem Sæunn liafði sagt.
Saga þessi gerðist í sjávarþorpi einu
sunnanlands.
í þann tíma stunduðu menn útróðra á
opnum bátum, en stærri skip þektust
eigi. Það var trú manna,, að bátar þeir
færust ekki, þar sem mús var innanborðs.
En sumum, einkanlega ungum mönnum,
þótti þær vera enginn aufúsugestur. Al-
gengt var, að þær legðust á skrínukost
manna. Þær voru furðu ratvísar að finna
smjerið og gera sjer það að góðu.
Það bar við, að mús ein litil hafði
lengi haldið sig í fjögra manna fari. For-
maðurinn var ungur og vildi láta menn