Úti - 15.12.1929, Page 7

Úti - 15.12.1929, Page 7
æki og var á því hreindýrakjöt, sem hann ætlaði að selja Wolki skipstjóra á Rosie H. Hann virtist hafa drepið sex hreindýr, og hafði skilið konu og börn eftir til þess að gæta þess, sem hann skildi eftir, á meðan hann færi til Flaxman-eyjar til þess að fá te og skotfæri fyrir það, sem hann hafði á sleð- anum. Hann bauð okkur að fara til tjald- staðar síns og tjalda þar, því að vistir væru nógar til eins eða tveggja daga, og sagði hann, að konu sinni mundi þykja vænt um nábýli okkar á meðan hann væri að heiman. Við fórum þess vegna rakleitt þangað, sem okkur var til vísað, og komum þangað eftir tvo daga, vorum þar tvo daga um kyrt og fórum í veiðiferðir suður á bóginn, en veiddum ekkert. Að vísu sáum við nokkur hreindýr fyrsta daginn, en fyrir mistök tókst okkur ekki að komast í færi við þau. Kjötbirgðir Oyarayak’s voru farn- ar að ganga mjög til þurðar á þriðja degi svo að okkur kom saman um, að betra væri fyrir konu og börn Oyarayak’s að losna við okkur, heldur en að búa við sult og seyru okkar vegna. Þess vegna hjeldum við vestur á bóginn og ætluðum að vitja birgðanna, sem við skildum eftir við Kuparúk-á 8. október. Við reyndum líka að veiða þar, en fengum ekkert. Sáum þar ekki annað en gamlar hreindýraslóðir. Á flestum árstíðum verða menn fyrir tals- verðum óþægindum af hillingum á þessum slóðum, en þó einkanlega á vetrum. Á þessum veiðiförum varð jeg oft fyrir mis- sýningum, bæði af því að hlutir virtust óeðlilega stórir, og gerðu ýmist að koma í ljós eða hverfa, hvað eftir annað á snjó- breiðunum. Þar sem menn eiga von á hrein- dýrum, búast þeir við, að hver dökkur dill, sem þeir sjá, hljóti að vera hreindýr. Jeg var þessu óvanur, og fyrstu fjóra dag- ana, sem jeg var nálægt Kuparúk-á, þóttíst jeg oft sjá hreindýr, en það var ekkert annað en missýning, sem glöggt kom í ljós af því, að í snjónum sáust engin för, þeg- ar jeg kom þar, sem jeg þóttist hafa sjeð þau. Þegar við höfðum árangurslaust svipast eftir hreindýrum nokkura daga, hjeldum við áfram vestur á bóginn, og 30. október sá- um við hreindýrahóp. Hann var að hverfa fyrir hæð, þegar við komum auga á hann, svo að við vissum ekki nákvæmlega, hvert hann stefndi. Þess vegna fóru tveir skræl- ingjarnir saman í eina átt, en jeg í aðra, til þess að komast fyrir þau. Nú vildi svo til, að þeir rákust á hópinn, en jeg ekki. Þeir skutu eitthvað 30 eða 40 skotum á góðu færi, en drápu ekki nema tvö dýr. Mun það hafa orsakast af því, að ofurlítil þoka lá yfir, svo að þeir hafa ætlað þau fjær en þau voru og skotið yfir þau. 31. október náði Oyarayak okkur. Hafði hann haldið á eftir okkur með fjölskyldu sína og dró okkur uppi, því að við höfð- um farið hægt, sumpart vegna þess, að við áttum hálfvegis von á honum. Hann hafði sagt, að hann vildi gjarna verða okkur samferða til Colville, til þess að heimsækja dóttur sína, sem þar hafði alist upp. 1. nóvember hjeldu skrælingjarnir með sleða okkar með ströndum fram, en jeg fór yfir land, nokkurum mílum innar, eins og jeg var vanur, til þess að svipasf eftir hreindýrum eða slóðum þeirra. En þenna dag rakst jeg ekki á þau, en hitti fyrir mjer bjarndýrsslóð, og lá hún beint á land upp. Skrælingjarnir höfðu líka sjeð slóðina niður við sjó, og jeg sá i sjónauka, að þeir voru að ráðgast um, hvað gera skyldi. Jeg flýtti mjer til þeirra, sagði þeim að tjalda og tók Natkusiak skrælingja með mjer til þess að rekja feril bjarnarins og höfðum við ljett æki og nokkura hunda. Skrælingjarnir hugðu, að við mundum ná bjarndýrinu eftir hálfan dag. Það mundi hafa grafið sig i fönn til þess að liggja þar í dvala út veturinn. En þeir höfðu á röngu að standa í þessu eins og mörgu öðru, viðvíkjandi háttum dýra. Við röktum ferilinn þenna dag og næsta. Það var hörkufrost og nokkur skafrenningur. Við mundum þó varla hafa hætt eftirförinni þriðja daginn. ef ekki hefði viljað svo illa

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.