Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 10
8
ÚTI
GÖNGUR.
Öfundin er ljót tilfinn-
ing, og hver vill játa, að
tilfinningar hans sjeu
ljótar? En jeg get þó ekki að þvi gert,
ef jeg á að segja satt, að jeg verð að
viðurkenna, að þegar jeg mæti skátum
á hjóli upp um sveitir, en einkum þó
ef þeir eru gangandi, þá kemur á huga
minn einkennilegur blær, og jeg er illa
svikinn, ef hann er ekki einmitt það,
sem menn kalla öfund.
Einkum þegar þeir eru gangandi, með
húsin sin á hakinu, húsgögnin á bakinu,
matvælin á bakinu. Það er fljótlegra að
hjóla en ganga, en hjólin eru þó i raun-
inni ekki annað en ódýr híltegund, og
sá sem situr í bíl, nýtur landsins ekki
nema að liálfu leyti, frekar en reiðmað-
urinn. í fult samband við landið, nátt-
úruna, kemst aðeins göngumaðurinn.
Bilmaðurinn nýtur landsins með augum
og eyrum, göngumaðurinn lika með
höndum og fótum.
Göngumaðurinn, sem tekur húsið sitt
á bakið, hlej'pur um leið mörg þúsund ár
aftur í tímann. Það, sem skilur dýr frá
jurt, er sjálfráð hreyfing frá einum stað
til annars. Menningin gerir mennina að
jurtum, bindur þá við húsið þar sem þeir
sofa og vinna, staðinn þar sem þeir
dvelja, svo að þeir una ekki annarsstaðar.
En við og við kemnr þó upp úr djúpi hug-
ans brottþráin, ferðaþráin — gömul og
heilsusamleg ættarfylgja frá löngu liðnum
dögum. Menn langar að sjá aðra staði og
aðra menn, njóta meira af dýrð jarðar-
innar en þeir hafa gert. Og þá er að taka
sjer staf í hönd og mal á öxl og lialda
út í bláan fjarskann.
Sá, sem vill sjá mikið á skammri stund,
sá, sem þarf að sinna þessa heims málefn-
um, notar sjer auðvitað tæki nútímans,
sem gera vegalengdirnar nærri því að
engu. En með því móti sjer liann aldrei
nema vsta borð hlutanna, sem fvrir aug-
un ber. Hinn, sem vill sjá sem best, kynn-
ast sem best umhverfinu, og getur fórnað
heilum sunudegi, viku, hálfum mánuði, ef
til vill mánuði, hann fer áreiðanlega
gangandi. Hann uppgötvar sælu göngunn-
ar með fögnuði þess manns, sem finnur
vakna á ný i sál sinni hálfgleymda hæfi-
leika frá horfnum kynslóðum. Gangan
verður lionum skemtun, list, helgiatliöfn
liggur mjer við að segja.
Göngumaðurinn á að liafa aflað sjer
sem mestrar vitneskju um það hjerað
eða land, sem hann ætlar að ferðast um,
landslag og staðhætti, vegi, bæi og menn,
og hann á að vera við öllu búinn, láta
livorki vanta kápuna nje hnífinn, nálina
nje snærið. En hann á enga ferðaáætlun
að gera sjer fyr en jafnóðum, láta þar
nótt, sem nemur, taka sjer livíld, þegar
þreytan kallar að, snæða, þegar sultur-
inn gerir vart við sig, haga sjer i öllu eftir
staðháttum, leysa vandkvæðin, þegar þau
ber að höndum, en ganga ekki með þau
í liöfðinu alla leiðina. Með þessu móti
verður gögnumaðurinn frjáls og óháður.
Hann hefur með sjer alt nema áhyggjur,
lætur aldrei umhugsun um morgundag-
inn byrgja fegurð dagsins í dag.
Þó að göngumaðurinn geri sig með
þessu frjálsan og óliáðan, verður hann þó
altaf nokkuð háður veðrinu. En veðrið
er eins og landslagið, á forlaganna valdi.
Það getur verið mjög hart að fá húðarrign-
ingu á göngu — en það er nú einu sinni
náttúrulögmál, að slíkt getur komið fyrir,
og er þá ekki að taka því öðruvísi en öðr-
um ferðaerfiðleikum: vel. Og ganga í
regni getur stundum verið eftirminnileg
og skemtileg. Dagurinn, þegar jeg gekk i
t