Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 28

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 28
26 LJ T I þrátt fyrir alt. — Fjelagar! Hólm læknir lengi lifi!« Þeir æptu þrefalt húrra, svo að glumdi í litlu, bókfyltu lesstofunni. Hólm læknir greip alls ekki fyrir eyrun. Það, sem honum hefði fundist óhugsandi kvöldinu áður, var nú skeð. Á einu kvöldi var öll misklíð milli læknisins og drengj- anna í þorpinu horfin út í veður og vind. En þetta var líka aðfangadagskvöld. Skömmu síðar óku nokkrir bændur fram hjá læknishúsinu. Þeir komu úr jólaboði í kaupstaðnum og voru á heimleið. Urðu þeir steinhissa, er þeir heyrðu hávaðann inni hjá lækninum. Hestarnir voru stöðvaðir og einn mannanna steig út úr vagninum til þess að vita, hverju þetta sætti. Setjum svo, að þetta væru innbrotsþjófar! En hann komst ekki lengra en að hlið- inu. Gegnum opinn gluggann heyrði hann rödd Hólms: »Jeg þakka ykkur fyrir kvöldið. Viljið þið syngja eitt lag fyrir mig áður en þið farið heim?« Átta drengjaraddir sungu: »Af himnum ofan boðskap ber oss, börnum jarðar, englaher. Vjer fögnum þeirri fregn í trú; af fögnuð hjartans syngjum nú«. Bóndinn hristi höfuðið forviða og sneri aftur. A. G. þýddi. Vetrarsöngur. (Lag; Sig bældi refur — ) Þótt komi vetur og kæfi snjó yfir landið, þá glymur æskunnar hæ og hó yfir landið, og fjörið svellur í sin og æð og söngur gellur, þótt ei sje væð mjöll um landið. Komið, æskumenn, út í byl, allir saman, að finna og reyna ykkar eigin yl, allir saman. Og niður skjótist á skíðum fell, á skautum þjótið um glerhál svell. Gaman, gaman! Að finna máttinn í sjálfum sjer sigur vinna, að ljósi og hita í lundu sjer leita og finna — já, það er vormanna vor og laun, og veitir þor gegn um hverja raun: að vinna og finna. A Sigm. Kjánaleg spurning. Mjög frægur guðfræðidoktor hafði ver- ið að prjedika í þorpi einu og var nú á leið heim til sín. Hann var í leiðslu og Ijet hestinn lötra hægt áfarm. Loks tók hann eftir því að hann var kominn af rjettri leið. Litlu seinna mætti hann bónda nokkrum og spurði hann til vegar. Bóndinn þekti hann aftur og sagði: „Flerra! þjer eruð góður maður. Jeg heyrði yður prjedika í kirkjunni okkar, og jeg man meira úr ræðunni yðar en nokkurri annarri, sem jeg hefi lieyrt. Jeg gæti vel hlýtt á fimm, sex slíkar ræð- ur“. „Agætt, vinur minn,“ sagði klerkur. „Þú skalt einhverntíma fá að heyra meira. En segðu mjer eitt — hvar er vegurinn, sem liggur til S. „Ha, ha!“ hló bóndinn. „Guð forði mjer frá, að fara að kenna manni, sem veit alt, jafn einfalt atriði og þetta! Auð- vitað eruð þjer að gera gabb að mjer. Hvert smábarn þekkir leiðina til S. Verið þjer sælir, herra!“ Og bóndinn hjelt leið- ar sinnar. J

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.