Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 13
11
ÚTI
urinn venjulega 1 shilling. Af þeim, sem
oft heimsóttu ísl. tjaldbúðirnar vil jeg sjer-
staklega geta Fred Zöllners, sem
dvalið hefir hjer í Reykjavík og
talar dável íslensku. Hann fór
oft með okkur til Liverpool og
viðar og leiðbeindi okkur og
hjálpaði á margvíslegan hátt.
Á Jamboree bundumst við
vinaböndum við fjölda marga
skáta, bæði svarta og hvíta. Hefir
flestum okkar borist mörg brjef
frá þessum skátabræðrum okkar
síðan við komum heim, og skift-
umst við nú á við þá með brjef-
um, myndum og frímerkjum.
í hálfan mánuð dvöldum við
á Jamboree. — Þeir dagar voru
fljótir að Iíða — og á
þessum hálfa mánuði
munum við hafa sjeð og
numið meira en nokkuru
sinni fyr.
Nokkru áður en við
fórum að heiman barst
Bandalagi ísl. skáta sím-
skeyti frá skátaforingja
nokkrum, í bænum Luton,
England, Afríka og ísalnd.
sjera E. Scott, þar sem hann býður öllum
ísl. Jamboree-förum að verða gestir Luton-
búa eftir Jamboree. Þannig orsakaðist það
að við fórum frá Jamboree beint til Luton.
Sjera E. Scott hafði einnig boðið 35 skát-
Indverskir skátar með Svía.
um frá Armeniu og urðum
við nú allir samferða. í
Luton var okkur tekið
tveim höndum, boðið í
veislur, farið með okkur
um nágrennið og bæinn
í bílum, sýndar verksmiðjur
söfn og ótal kirkjur. Þarna
vorum við í eina viku
og bjuggum tveir og tveir
saman hjá ýmsum fjöl-
skyldum, sem velviljaðar
voru skátum. Munum #við aldrei gleyma
gestrini þeirra og hjálpfýsi.
Að lokum fórum við til London og
dvöldum þar í 3 daga. Var þar margt
nýstárlegt og stórkostlegt að sjá, bygg-
ingar, söfn, dýragarðurinn o. fl. o. fl.
í för þessari vorum við einn mánuð.
Fórum með Gullfossi þ. 27. júli og kom-
um heim með Goðafossi þ. 27. ágúst.
Formaður fararinnar var Sig. Ágústsson
rafvirki. Hann var sá eini af ísl. skátum,
sem áður hafði komið á Jamboree (Dan-
mörku 1924). Meðstjórnendur hans voru
þeir Leifur Guðmundsson, sem var for-
ingi yngri skátanna og Jón Oddgeir Jónsson,
sem var foringi eldri skátanna. Undirbún-
ingur allur og ferðalagið í heild, var hið
Gata á Jamboree.