Úti - 15.12.1929, Síða 23
21
ÚTI
Liljekrona heyrði konu sína hlæja og
kom út úr herberginu.
»Hvað er þetta?« mælti hann. -Hvað er
um að vera?«
»Ekki annað«, mælti húsfreyja, »en að
Ruster er kominn aftur og jeg hefi ráðið
hann sem heimiliskennara fyrir drengina
okkar«.
Liljekrona varð steinhissa. »Þorirðu það?«
mælti hann. »Þorirðu að eiga undir þvi?
Hefir hann lofað að hætta að — — «.
»Nei«, mælti húsfreyja; »Ruster hefir
engu Iofað. En það verður margt, sem
hann þarf að vara sig á, þegar hann á
daglega að horfast í augu við lítil börn.
Jeg hefði vafalaust ekki þorað þetta, ef ekki
væri jól. En úr því Drottinn þorði að láta
lítið barn, og það sinn eiginn son, meðal
vor syndara, þá hlýt jeg líka að þora, að
láta börnin mín reyna að bjarga manni«.
Liljekrona gat ekkert orð sagt, en það
tók í hvern drátt í andliti hans, eins og
jafnan, ef hann heyrði eitthvað stórfeng-
legt.
Hann kysti á hönd konu sinnar, bljúgur
eins og barn, sem biður fyrirgefningar, og
kallaði svo: »Börnin eiga öll að komahjerna
og kyssa á höndina á mömmu«.
Þau gerðu það, og síðan voru gleðileg
jól á heimili Liljekrona.
A. S. þýdcli.
DRENGSKAPUR.
Ef jeg væri spurður um, hvaða orð í ís-
lenskri tungu mjer þætti mest um vert,
myndi jeg nefna orðið drengskapur. Það
lýsir hinu fegursta marki, sem maður get-
ur sett sjer. Og ef það væri glatað, gæt-
um vjer ekki bætt oss það með því að
sækja það í annað mál, því að jeg þekki
ekki samsvarandi orð á neinni annari tungu.
Það er jafntorvelt að þýða á önnur mál ís-
lenska orðið drengskapur og enska orðið
gentleman. Með þessu er auðvitað ekki sagt,
að aðrar þjóðir vanti þá kosti, sem lýst er
með þessum orðum. En þær hafa ekki gert
sjer samskonar grein fyrir þeim, ekki tengt
þá eins saman í eina hugsjón.
Það er skemtilegt tilhugsunar fyrir ís-
lenska drengi, að fegursta hugsjón þjóðar-
innar skuli vera kend við þá. í orðinu
drengskapur kemur fram mikið traust á
æskulýðnum. Forfeður vorir, sem mótuðu
merkingu orðsins, hafa trúað því, að hjá
ungum mönnum gæti mannlegir kostir birst
í fegurstu mynd sinni. Þetta er rjett skilið.
Á æskualdri er baráttan fyrir lífinu, sem
leiðir svo margan mann út af rjettri braut,
ekki byrjuð fyrir alvöru. Vonirnar eru óskert-
ar og trúin á lífið og mennina. Ef menn
geta ekki lifað drengilega á þessum aldri,
geta þeir það tæplega síðar meir.
En þessum sóma, sem æskunni er sýnd-
ur með orðinu drengskapur, fylgir líka
mikil ábyrgð. Til er annað orð, sem við
æskulýðinn er kent: strákskapur. Það
sýnir ranghverfu æskulífsins, ef frelsi þess
er misbeitt til spellvirkja og Ijótrar fram-
komu. Hjer í Reykjavík kemur fyrir, að sagt
er drengjapör = strákapör. Það bendir
ekki i rjetta átt. Vjer getum aldrei gert
andstæðuna á milli þessara orða of skýra.
Ef drengskapur og strákskapur fengi ein-
hverntíma sömu ljótu merkinguna, þá væri
íslenska þjóðin búin að missa leiðarljós,
sem hún má ekki án vera.
Mjer skilst, að hugsjón skátanna sje ná-
skyld hinni fornu drengskapar-hugsjón: að
vera hreinn og sannur, verja lítilmagnan
og berjast jafnvel við ofureflið með hrein-
um vopnum. Því eiga skátarnir að lyfta
þessu orði sem fána sínum og stuðla svo
að því, að fegursta markmið hvers mans
verði jafnan á íslensku kent við hinn frjálsa
æskulýð. Sigurður Nardal.