Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 26
Dehlsen verkfræðingur situr við skrifborð
sitt og er að glima við stál-hengibrú, sem
á að hafa fjórtán þúsund smálesta burðar-
magn. Herluf ber að dyrum og gengur inn
í skrifstofuna. Hann er snöggklæddur með
sumarhúfu á höfði.
»Ertþú ekki háttaður enn, Herluf?« Dehl-
sen sneri sjer að drengnum og horfði á
hann hissa.
»Segðu mjer. Hverskonar búningur er
þetta, sem þú kemur hingað í?«
»Það er sumarbúningur, pabbi«, svaraði
Herluf og hló. »Jeg þarf að tala við verk-
fræðinginn um mikilsháttar fyrirtæki«.
»Einmitt það. Gerðu svo vel að fá þjer
sæti«.
Brosandi dró Dehlsen fram stól, og Her-
luf settist, er hann hafði komið húfunni
fyrir á brjóstmynd af Tycho Brahe.
»Taktu nú eftir, pabbi«. Þannig byrjaði
Herluf og ræskti sig hressilega. »Jeg heyrði
þær kuldalegu og hárrjettu athugasemdir,
sem vinur okkar, Hólm læknir, jós yfir þig
í kvöld og snertu mig og mína starfs-
bræður«.
»Hverjir eru þeir?«
»Fjelagar mínir, þ. e. a. s. drengir. Heyrðu,
pabbi! Hvað var um þessa púðurkerlingu?«
»Haltu þjer við efnið, Herluf. Áfram!«
»Já. Það var þetta, sem jeg hvarf frá:
Við Birgir höfum fundið ráð til að snúa
piltinum til afturhvarfs og gera hann að
nýjum og betri manni«.
»Hvaða pilti?«
»Ha! Hólm lækni auðvitað. Nú skaltu
heyra«.
Með dæmafárri orðfimi gerði Herluf í
annað sinn þetta kvöld grein fyrir ráðagerð
sinni til frelsunar Hólm lækni. Þegar hann
hafði lokið máli sínu, kinkaði verkfræðing-
urinn kolli samþykkjandi.
»Ágætt, Herluf! Afbragð!«
»Er það ekki? Mig grunaði líka, að þú
tækir þessu vel«.
»En hefirðu hugsað þjer, hver skuli leggja
fyrirtækinu fje?«
»Já. Það geturðu verið viss um, að jeg
hefi gert«.
»Og hver er það, með leyfi?«
»Viðstaddur Dehlsen verkfræðingur«.
Dehlsen hló.
»Ertu þá viss um, að fá verkfræðinginn
til þess?«
»Já. Ert þú ekki viss um það líka, pabbi?«
»Ef til vill. En hverjir eiga að taka þátt
í hátíðahöldunum?«
»Fyrst og fremst við Birgir, svo og Ei-
ríkur, Kalli og Villi og kanske Winthers
drengirnir, ef þeir fá að fara að heiman á
aðfangadagskvöld«.
»Hve mikið rekstursfje þarftu?«
»Ef við eigum að hafa almennilegan hljóð-
færaslátt, þá þurfum við mikið. Hljómsveit
Thomsens kostar fimtíu krónur. En það er
nú kanske hægt að vera án hennar«.
»Það held jeg nú líka. Geturðu komist
af með tuttugu krónur?«
»HægIega. Jeg þakka þjer fyrir, pabbi».
Herluf fór nú upp, tuttugu krónum ríkari
en þegar hann kom.
En Tycho Brahe brosti ástúðlega — þrátt
fyrir sumarhúfuna, sem Herluf hafði gleymt.
Aðfangadagskvöldið kom — með dönsk-
um hætti: blýgrátt og þungbúið loft og
snjókrapið eins og þunn, óhrein ábreiða
yfir stræti og torg hins litla kaupstaðar.
En fyrir utan bæinn lá snjórinn hreinn
og hvítur. Þjóðvegurinn teygði sig út í
myrkrið eins og svört rák, sem hjólförin
mynduðu.
Þarna úti bjó Hólm gamli hjeraðslæknir
í litlu, rauðmáluðu sveitahúsi, sem bar
nafnið »Gleðibústaður«. Hafði fyrri eigandi
þess, einhver iðjuhöldur, gefið því það nafn
í glensi.
Hólm sat nú í lesstofu sinni og blandaði
sjer toddý.
Ekki gat hann neitað því, að nokkuð
fanst honum einmanalegt á þessu hátíðlega
kvöldi, og hann fór nú að iðrast þess, að
hafa hafnað hinu vingjarnlega boði Dehl-