Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 24

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 24
22 ÚTI JÓLATRJEÐ HJÁ HÓLM LÆKNI. EFTIR C. REINHARD. Hólm læknir hallaði sjer aftur á bak í mjúkum hægindastólnum og bljes vindil- reyknum út í loftið í glæsilegum hringum. Síðan mælti hann hvatskeytlega. »Nei, nei, góði minn. Nú á dögum eru drengir argvítugir dónar«. »Drengir eru altaf drengir«, svaraði hús- bóndinn, Dehlsen verkfræðingur.»Og hvernig vorum við, læknir góður, þegar við vorum drengir? Manstu nokkuð eftir því, að Ás- geir nokkur Hólm, Iæknisnemi, lagði einu sinni í byrjun kenslustundar púðurkerlingu undir stól hins æruverðuga prófessors? Og hinn sami Hólm var þó enginn óviti þá — eða hvað! Drengir eru engan veginn verri nú en áður, jafnvel heldur skárri«. »Skárri! Ja, hvað heyri jeg! Eða hvernig viltu rökstyðja það?« »Jú. Jeg held að þeir sjeu nokkru betri. Þeir hafa að minsta kosti betri skilyrði til að verða góðir. Skátafjelög, Sjálfboðalið drengja og K. F. U. M. safna þeim saman undir merki sín, og þar eignast þeir hug- sjónir og markmið, sem eru hærri og hreinni — og jafnvel sannari — en við þektum á drengjaárum okkar. Tak þú eftir orðum mínum, læknir. Sá tími mun koma, er skoð- un þín á drengjum breytist«. »Breytist! Ertu genginn af göflunum, Dehlsen! Nei, þetta tekur nú yfir alla þjófa- bálka!« æpti læknirinn æstur. »Fyrirgefðu annars vanstillingu mína. En að jeg------- — aldrei, Dehlsen, aldrei, segi jeg!« Þeir sátu þegjandi litla hríð. Þá tók lækn- irinn til máls: »Þegar jeg var á leið hingað til þín í kvöld, fjekk jeg hvorki meira nje minna en fimm snjókúlur í hausinn. Hvernig lýst þjer á það?« Verkfræðingurinn ypti öxlum. »Snjókúlur eða púðurkerlingar. Hvort vilt þú heldur?« sagði hann og brosti. »Nú — það er dáfallegt að heyra, hvernig þú leysir úr þessari spurningu. Ef einhver drengur heyrði þessi ummæli þín, Dehlsen, mætti ganga að því vísu, að hann vitnaði til þeirra hvert sinn, er hann hefði sýnt af sjer strákskap. Afsökunin yrði þessi: Dehl- sen var miklu verri, þegar hann var dreng- ur. Hvað finst þjer nú sjálfum? Lagleg af- sökun eða hitt þó heldur!« Klukkan sló tíu mjúk högg. Læknirinn stóð upp og bjóst til brott- ferðar. í sama bili kom frú Dehlsen inn í stofuna. »Við vonumst þá eftir yður hingað á að- fangadagskvöld, Hólm læknir«, sagði hún. »Á aðfangadagskvöld?« Læknirinn leit undrandi á hana. »Já, það var satt, læknir. Því hafði jeg alveg gleymt«, sagði verkfræðingurinn. »Konan mín bað mig að spyrja þig að, hvort þú vildir ekki líta inn til okkar á að- fangadagskvöld. Og þú vilt það auðvitað». »Nei, jeg þakka. Nei, jeg verð heima, Dehlsen. Annars þakka jeg yður, frú. Nei, jeg sit heima í kofa mínum. Jeg er frábit- inn öllu þessu jólabrauki, átveislum, jóla- trjám og þvílíku — en misvirðið það ekki við mig, frú Dehlsen. Jeg kann best við minn venjulega, óbrotna miðdegisverð og fæ mér kanske — jeg legg áherslu á þetta: kanske — gott toddý um kvöldið. Enga bruðlunarsemi fyrir þá tilviljun, að þetta er aðfangadagskvöld. Jæja. Verið þjer sæl- ar, frú. Þökk fyrir vingjarnlegt boð. Vertu sæll, verkfræðingur«. Útidyrahurðin skall aftur. Hólm læknir þrammaði eftir Pistólugötu, klæddur loð- kápu, með pípuhatt á höfði. Hatturinn sat

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.