Úti - 15.12.1929, Síða 34
32
UTI
á höfði þá er vistin fullgóð. En sje engu
að bíta nje brenna og klæðnaður ljelegur,
þá vöknar maður að sjálfsögðu af snjó-
bráðinni og verður lítt svefnsamt og hroll-
kalt. En fullfrískan mann sakar ekki þó svo
þjaki að honum um hríð.
Mýmö.ig dæmi eru þess að menn hafi
bjargast í fönn. Unglingar ættu að æfa sig
í því að grafa sig í snjó í stórhríð og finna
hvílíkt snjallræði hjer er um að ræða, ef
í tíma er tekið,
Það segir sig sjálft að varasamt er að
fara úr fönninni of snemma, áður en upp
styttir, eða ef frostið er hart, því þá er
hætt við kali. Það má fullyrða, að eins og
skepnurnar bjargast, sem liggja vikum sam-
an, eins getur maður þolað við að minsta
kosti i nokkra daga.
Rauðahafið.
Þeir eru víst ekki margir, sem vita það
að rauða hafið er grænt. En þó munu
þeir vera færri er vita það, hversvegna
það er kallað rauða hafið. Það hefir
hlotið nafn sitt af hinum miklu engi-
sprettuliópum er oft flvkkjast á vatnið
og drukna þar. Engisprettur þessar, sem
koma frá Egiptalandi eru nefnilega rauð-
ar og er þær í miljónatali þekja vatnið,
veður það rautt á að líta.
V A R Ð E L I) A R
Sagðar voru sögurnar
og sungið hest á kvöldin,
er við kyntum eldana
vð útilegu-tjöldin.
3eee9ððeoðeeeeee@eeee-^eef»e^tHHM}@&3@8oe'
Efnisyfirlit.
Hvatning til æskunnar......................Eftir sjera Árna Sigurðsson.
Á norðurhveli jarðar..........................Eftir Vilhjálm Stefánsson.
Væringjavísa.............................................Eftir J. O. J.
Göngur........................................Eftir Einar Ól. Sveinsson.
Jamboree 1929, með fjölda mynda..........................Eftir J. 0. J.
Úr fjalladagbók..........................................Eftir J. 0. J.
Jólagestur, saga................................. Eftir Selmu Lagerlöf.
Drengskapur..............................Eftir Sigurð Nordal professor.
Jölatrjeð hjá Hólm lækni, saga.........................Eftir C. Reinhard.
Vetrarsöngur.............................................Eftir A. Sigm.
Sörli, saga................ Eftir A. V. Tulinius skátahöfðingja íslands.
Alþjóðastefna............................. . . Eftir Lord R. B. Powell.
Sæunn og mýsnar, saga......................Eftir Jón H. Guðmundsson.
Að grafa sig í fönn......................Eftir Stgr. Matthíasson læknir.
H9o©©s®©s©®0©ð®s©íís©e5®©síí*3ð®o®®e©®oo®ae©®o®íí6€“-
toðeec
eeec
Gefið út að tilhlutun skátafjelagsins Væringjar.
Ritstjóri og ábyrgðarm. Jón Oddgeir Jónsson.-----------Herbertsprent, Bankastr. 3, prentaði.