Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 21
ÚTI
19
Og hann barmaði sjer hástöfum yfir kven-
fólkinu, sem hann hefði í kring um sig.
Það gleymdi gömlum siðum, en fylgdi tísk-
unni og væri kaldhjartað. En menn skildu
það vel, að það, sem baggaði honum, var
samviskubit, af því hann hafði látið Ruster
litla fara frá heimili sínu á sjálfan aðfanga-
dag jóla.
Og svo hvarf hann inn í herbergi sitt,
lokaði að sjer og fór að spila, ólíkt því,
sem hann hafði spilað, síðan hann hætti
farandlífi. Þar var hatur og hæðni, heitar
þrár og stormur. »Þið ætluðuð að binda
mig, en þið megið smíða fjötra yðar um
að nýju. Þið ætluðuð að gera mig að smá-
sál, eins og þið eruð sjálf. En eg fer út í
frelsið og víðáttuna. Hversdagsmenn, heima-
þrælar, grípið mig ef þið getið!«
Þegar húsfreyjan heyrði þessa tóna, mælti
hún: »Á morgun verður hann farinn, nema
guð geri kraftaverk. Með ógestrisnt okkar
höfum við komið til leiðar því, sem við
vildum komast hjá«.
í þenna mund var Ruster litli á ferð
úti í bylnum. Hann fór bæ frá bæ og
spurði, hvort hann gæti fengið nokkuð að
gera, en hvergi var honum viðtaka veitt.
Honum var ekki einu sinni boðið að stíga
af sleðanum. Sumir höfðu fult hús gesta;
aðrir ætluðu burt á sjálfan jóladaginn.
»Farðu til næsta bæjar«, sögðu allir.
Hann mátti gjarna koma og skemma
fyrir þeim nokkra virka daga, en ekki
jólin. Á árinu voru aðeins ein jól, og börn-
in höfðu hlakka til þeirra, það sem af var
vetrar. Þenna mann var ógerlegt að setja,
að jólaborði, þar sem börn voru fyrir. Áður
hefði gjarna verið við honum tekið, en
ekki nú, síðan hann gerðist drykkjuræfill.
Hvað átti að gera við slíkan mann? Skál-
inn var honum ekki boðlegur; gestaherberg-
ið of gott fyrir hann.
Svona mátti Ruster litli aka bæ frá bæ
í öskrandi bylnum. Votir kamparnir hjengu
um munn honum, augun voru rauð og
sljó, en ölvíman tók að renna af honum.
Hann tók að hugsa og undrast. Gat það
verið — gat það verið, að enginn vildi
veita honum viðtöku?
Þá sá hann sjálfan sig alt í einu. Hann
sá, hversu aumur og útlifaður hann var,
og hann skildi, að hann hlaut að vera
mönnum til andstygðar. »Það er úti um
mig«, hugsaði hann. »Það er úti um nótna-
skriftir og hljóðpípuleik. Enginn í heimin-
um þarf mín við. Enginn hefir meðaumkun
með mjer«.
Stormurinn æddi og bljes, reif í sundur
skaflana og bjó til nýja, tók snjóhauga í
fangið og dansaði með þá út i víðáttuna;
lyfti sumum strokunum hátt til skýja, en
keyrði aðrar niður í lægðir. »Svona gengur
það, svona gengur það«, sagði Ruster litli.
»Meðan menn hendast og dansa, er lífið
leikur, en þegar menn eiga að fara niður
í skaflinn, grafast og hverfa, þá er sorg
og söknuður«. En grafast áttu menn allir,
og nú var að honum komið. Að hugsa
sjer, að lokastund hans skyldi þegar komin.
Hann spurði ekki framar, hvert pilturinn
ók honum. Honum fanst hann aka inn í
land dauðans.
Ruster litli brendi engum goðum á þeirri
ferð. Hann bölvaði hvorki hljóðpípuleik nje
gleðimannslífi. Hann hugsaði ekki á þá
leið, að hann hefði betur plægt jörðina
eða gert skó. Kvartanir hans spruttu af
því, að hann var útspilað hljóðfæri, sem
gleðin gat ekki notast við lengur. Hann
ásakaði engan, því að honum var það ljóst,
að þegar hornið er sprnngið eða gítarinn
hættur að taka stillingu, þá er þeim fleygt.
Hann varð í einni svipan auðmjúkur maður.
Hann skildi, að úti var um hann á sjálft
aðfangadagskvöldið. Hungur eða kuldi
mundi gera út af við hann, því að hann
kunni ekkert, var til engis nýtur og átti
enga vini.
Þá stansaði sleðinn og það birti í kring
um hann. Hann heyrði vingjarnlegar radd-
ir; einhver hjálpaði honum inn í hlýja stofu
og bar heitt te að vörum hans. Hann var
klæddur úr loðkápunni, margar raddir buðu