Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 20

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 20
18 ÚTI fram úr instu afkimum minnisins, þótt engan grunaði, að þau lægju þar geymd. Og allir mundu verða svo góðir, svo góðir. Þegar Ruster kom, fanst öllu heimafólki í Laufdölum, að jólin vera úr sögunni. Húsfreyjan, börnin og gömlu, tryggu vinnu- hjúin voru þar öll á einu máli. Ruster vakti hjá þeim kveljandi ótta. Þau voru smeik um það, að þegar hann færi að rifja upp með Liljekrona gamlar minningar, þá mundi listamannseðlið loga upp í fiðlu- leikaranum mikl.i og heimili hans glata honum. Áður fyrri hafði hann aldrei verið lengi heima að sinni. Því verður ekki með orðum lýst, hversu mjög þau unnu húsbóndanum, núna þegar þau höfðu fengið að halda honum heima samfleytt tvö ár. Hann var heimili sinu mikið, og ekki síst um jólin. Hann átti ekki sæti á legubekk nje ruggustól, heldur á háum, mjóum, gljáslitnum trjebekk í horninu við arninn. Þegar hann var kom- inn upp á bekkinn, þá reið hann af stað út í æfintýrin. Hann þaut í kring um jörð- ina og steig upp til stjarnanna og ennþá hærra. Hann spilaði ýmist eða talaði, og alt heimilisfólkið safnaðist utan um hann og hlýddi á. Lifið varð alt auðugt og fag- urt í geislunum frá auðæfum þessarar einu sálar. Þess vegna unnu þau honum, eins og þau unnu jólunum, gleðinni, vorsólinni. Og þegar Ruster litli kom, hrundi skarð í jóla- gleði þeirra. Þau höfðu til engis unnið, ef hann drægi húsbóndann frá þeim. Og það var ekkert rjettlæti í því, að svona drykkju- ræfill sæti við jólaborðið á góðu heimili og eyddi jólagleðinni. Árdegis á aðfangadaginn hafði Ruster litli lokið nótnaskriftunum, og þá impraði hann á þvi, að hann þyrfti að fara að komast af stað, þótt hann gerði auðvitað ráð fyrir að vera, Liljekrona hafði orðið fyrir áhrifum af hinni almennu óánægju, og sagði þvi dauf- lega með tómahljóði, að best mundi vera, að Ruster yrði kyr þar sem hann væri, fram yfir jólin. En Ruster litli var bráður og drembinn. Hann sneri upp á kampana og hristi svarta listamannshárið, svo að það var eins og dimt ský um höfuð honum. Við hvað átti Liljekrona? Ætti hann að vera, vegna þess, að hann hefði engan stað að fara í? Hann ætti bara að vita, hve óþreyjufullir þeir biðu eftir honum í stóru járnsmiðjunni i Brúarsókn. Gestaherbergin væru tilbúin, kveðjustaupið fult. Hann ætti ákaflega ann- ríkt. Hann vissi bara ekki, hvert hann ætti fyrst að fara. »Hamíngjan góða!« mælti Liljekrona. »Ekki skal jeg halda i þig.« Eftir hádegi lánaði hann Ruster Iitla hest og sleða, loðkápu og feld. Piltur frá Lauf- dölum átti að fylgja honum eitthvert út i Brú, og flýta sjer svo heim, þvi að út leit fyrir, að veður mundi spillast. Enginn lagði trúnað á það, að vonast væri eftir honum, nje að hann væri nokkur- staðar velkominn. En menn vildu svo fegn- ir losna við hann, að þeir leyndu þessu fyrir sjálfum sjer og ljetu hann fara. »Hann vill þetta sjálfur«, hugsuðu þeir, og svo bjuggust þeir við, að geta nú orðið glaðir. En þegar menn komu saman í salnum um fimmleytið, til þess að drekka te og stíga dans umhverfis jólatrjeð, þá var Lilje- krona þögull og í illu skapi. Hann settist ekki á æfintýrabekkinn og snerti hvorki te nje púns. Hann mundi ekkert danslag og fiðlan var í ólagí. Þeir, sem dansa vildu og skemta sjer, urðu að gera það án hans. Þá varð húsfreyja óróleg og börnin önug. Alt gekk á afturfótunum. Það var sorglegt aðfangadagskvöld. Grauturinn brann við, ljósin loguðu illa, það rauk úr eldinum, renningskófið þyrl- aðist inn í bæ og það lagði kaldan að. Pilturinn, sem fylgdi Ruster, kom ekki heim. Bústýran grjet og vinnukonurnar rifust. Þá mintist Liljekrona þess, að gleymst hafði að láta út kornknippi handa fuglunum.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.