Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 12
10
ÚTI
JAMBOREE
í Arrowe Park í Englandi 1929.
Að fara gangandi, og heimsækja allar
þjóðir heimsins á einum degi — það hefir
ekki margan hent. — En það var þó auð-
velt fyrir hvern þann, sem kom á Jamboree
í Arrowe Park á síðastliðnu sumri.
íslensku þáttakendurnir á Jamboree.
Við vo.ium 32, skátarnir, sem fórum þang-
að frá íslandi.
Um 50 þúsund skátar, frá svo að segja
öllum þjóðum heimsins, tóku þátt í mót-
inu. Allir bjuggu þeir í tjöldum, sem reist
voru eftir vissu skipulagi, eins og sjest
að nokkru hjer á myndunum. Skátar
hverrar þjóðar fengu landspildu til um-
ráða, þar sem þeir komu fyrir tjöldum
sínum, útbjuggu eldstæði, hlið og fleira
til þæginda og prýðis — alt á einfaldan
en laglegan hátt. — Á hlið okkar fest-
um við myndir og hraunhnullung frá
íslandi, ásamt landabrjefi til að sýna
þeim, sem ekki könnuðust við ísland,
hvar það væri á jörðinni. Tveir og tveir
enskumælandi piltar úr okkar hóp, skift-
ust á að vera við hliðið, viðbúnir að
svara spurningum gestanna um land
þjóð.------
Sýningarsvæðið á Jamboree
Ground — var geysistór grasflötur, um-
kringdur stóru hringmynduðu húsi, útbúið
með sætum fyrir mörg þúsund mans. Á
svæði þessu fóru fram allar stærri sýning-
ar svo sem fána- og liðsýningar þjóðanna,
tjald- og útilegusýningar skáta og fleira.
Gríðarstórt leikhús, með ágætu leiksviði
var og reist. Þar voru sýndir þjóðdans-
ar, glímur, skátaleikir og ótal margt
fleira. í leikhúsi þessu glímdu ísl. skát-
arnir þrisvar sinnum eftir beiðni leik-
hússtjórans, en áætlað var í fyrstu að
þeir glímdu þar að eins einu sinni.
Einnig glímdu þeir við varðeldasýníng-
ar á kvöldin og svo heima við íslensku
tjaldbúðirnar. Alt af var þeim tekið með
miklum fögnuði af áhorfendunum, sem
urðu bæði hissa og hrifnir af þessari
einkennilegu íþrótt. Við allar sýningarnar
útskýröi eiun ísl. skátanna glímuna fyrir
áhorfendum, þá sungu og allir ísl. skátarnir
nokkur lög eftir hverja sýningu.
Á hverjum degi komu mörg þúsund
gestir víðsvegar að, til að skoða skátana
Tjaldleikhús á Jamboree.
og tjaldbúðir þeirra. Máttu þeir dvelja þar
vissan hluta dagsins, og kostaði inngang-
og
Rally