Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 6
4
ÚTI
og annara mnna. Við tókum eftir því, að
allar endur og máfar voru á vesturleið, og
flugu með ströndinni.
Rjett austan við Colville vorum við svo
heppnir að rekast á hreindýrahóp. Þau voru
9 saman og náðum við 7, jeg og skræl-
ingjarnir Ilavinirk og Kunaluk. Þetta voru
fyrstu hreindýrin, sem jeg veiddi með skræl-
ingjum, og þeir höfðu víst aldrei áður veitt
með hvítum manni. Seinna varð skríngíleg
deila með Ilavinirk og Kunaluk út af þess-
um veiðiskap. Þeir höfnu orðið ásáttir um
að hvorugur þeirra skyldi skjóta á gamlan
hrein, sem var í hjörðinni, fyr en hin dýr-
in væru fallin, af því að þeir þóttust vita
að feldurinn af honum væri verðminni en
af yngri dýrunum. En nú hafði gamli
hreinninn þó verið skotinn, og Ilavinirk
sagði, að jeg hefði skotið hann, en Kuna-
luk sagði, að það gæti ekki verið, annar
hvor þeirra hefði drepið hann óvart, því
að hvorugur hafði miðað á hann. Þeir
fjelagar höfðu aldrei veitt hreindýr sam-
an áður, og jeg frjetti seinna, að Kunaluk
hefði talið sig hafa skotið flest dýrin, og
jeg hefði vissulega ekkert þeirra dreptð, og
það væri óvíst, að Ilavinirk hefði drepið
nokkurt þeirra. En það var siður skræl-
ingja, sem hann var fús að fylgja, að skifta
veiðinni jafnt, þegar þrír menn skjóta í einu
á sama hreindýrahópinn. En sú skifting var
mjer ekki að skapi, því að jeg hafði alið
önn fyrir Kunaluk að undanförnu, og sagði
jeg honum, að samkvæmt venju hvítra
manna ætti jeg alla veiðina. En að lokum
sagði jeg honum þó, að í þetta sinn væri
jeg fús til þess að skifta skinnunum jafnt
á milli okkar, en kjötið tæki jeg alt í minn
hlut.
Við stóðum við í einn dag til þess að
koma kjötinu fyrir i forðabúri, og á meðan
drap Kunaluk eitt hreindýr einsamall, svo
að við áttum þarna 8 hreindýrsskrokka,
sem við skildum eftir.
8. október vorum við komnir austur undir
mynni Kuparúk-ár. Fór jeg þá einsamall
upp með ánni og skaut þar ungan hrein,
sem Kunaluk efaðist jafnvel ekki um að
jeg hefði veitt.
Síðar veiddum við þar annað hreindýr
og bjuggum um kjötið í forðabúri. Eftir
það sáum við margar hreindýraslóðir, en
hirtum ekki um þær, því að við höfðum
nú allan hug á að hitta dr. Anderson, og
flýttum okkur þess vegna af stað.
Á þessum kafla strandarinnar er fremur
þægilegt að ferðast, því að þar er víða
rekaviður með litlu millibili, sem nota má
til eldsneytis. Við fluttum þess vegna með
okkur litla eldstó úr þunnu járni og kveikt-
um upp í henni á kvöldin í tjaldi okkar,
svo að þar var alt af hlýtt og notalegt.
Sleðaferðir eru oft erfiðar á haustin vegna
þess, að sjávarseltan veldur krapi ofan á
ísnum jafnvel þó að kalt sje í veðri. Þess
vegna þurftum við að vera í stígvjelum
með vatnsheldum sólum. Snjórinn sest líka
í milli tánna á hundunum og gerir þá sár-
fætta. Sleðarnir verða miklu þyngri í drætti
vegna þessarar seltu. Þó að snjórinn virð-
ist þur og hvítur, þá veður niður úr efsta
laginu í krapið, sem undir liggur,
Við komum i Flaxman-ey 12. október
og fundum þar dr. Anderson og flokk hans
og einnig skipið Rosie H, sem var þar í
vetrarlægi.
Við dr. Anderson rjeðum nú ráðum okk-
ar. Hann ætlaði að ransaka fjallafje, sem
áður var ókunnugt vísindamönnum, og
ennfremur hreindýr þau, sem hafast við á
þeim slóðum. Varð það því úr, að hann
hjelt suður á bóginn tíl fjalllendisins suður
af Barterey, en jeg sneri vestur á bóginn
og fór úr Flaxman-ey 20. október.
Með mjer voru þrír skrælingjar og höfðum
við tvo sleða og 11 hunda
Þegar við komum í Flaxman-ey tíu dög-
um áður, sögðum við frá því, að talsvert
mundi vera af hreindýrum þar fyrir vestan.
Þetta varð til þess, að skrælingi, sem
Oyarayak hjet, fór með fjölskyldu sinni
vestur til þess að freista hamingjunnar. Á
öðrum degi mættum við honum, og var
hann þá á austur leið. Hafði hann lítið
-