Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 29
:s:s:s:s S Ö R L 1. 1
Eftir A. V. TULINIUS.
Þegar skátar eru á ferðalagi eða í úti-
legu, fá þeir oft tækifæri til að athuga
lifnaðarháttu dýra. Til að geta kynt sjer
dýralífið, ber að fara að dýrunum með
gætni, hæna þau að sér, en styggja þau
aldrei.
Öll dýr eru meinlaus og gæf að eðlis-
fari, nema þau séu hungruð eða lirædd
um afkvæmi sin.
Það eru mennirnir, sem eiga sjálfir
sök á því, að viltu dýrin forðast þá, og
það er von að þau verði hrædd, er þau
verða vör við menn, þar eð mennirnir
liafa ofsótt þau í margar aldir, en lítið
gert sjer far um að hæna þau að sjer.
Það er eitt af hlutverkum skátaboð-
skaparins, að stuðla að því, að hreyta
þessu ósæmilega ástandi.
Um allan heim eru augu mannanna
að opnast fyrir þessu máli.
Menn eru alment farnir að skilja, að
dýrin eru ekki skynlausar skepnur.
Hversu skynsöm sum dýr eru, er ekki
auðvelt að segja með vissu, en skoðun
mín er, að vitsmunir t. d. hunda og hesta
sje á sumum sviðum á við vit mann-
anna.
Við vitum það allir, að margur liundur
og hestur á landi voru hefir bjargað hús-
bónda sinum, er hann var í háska stadd-
ur, og jafnvel sótt menn heim til hjálp-
ar, er hann var ósjálfbjarga.
Jeg gæti sagt ykkur nokkrar sögur um
þetta efni, sem hafa borið fyrir mig, en
það yrði of langt mál i jólablaðinu. Að-
eins langar mig til að segja ykkur eina
sögu af hesti, sem jeg átti er jeg var
sýslumaður á Eskifirði, og hjet hann
Sörli. Það er rjett að geta þess í upphafi
sögunnar, að hestur þessi var með af-
brygðum skynugur, og var hann öllum
hestum fremri að vegvísi.
Eitt sinn fór jeg frá Eskifirði um
Reyðarfjörð og yfir Þórudalsheiði, upp
Skriðudal. Þetta var í septemberlok og
lagði jeg á lieiðina frá Reyðarfirði kl. 5
síðdegis. Veður var gott, en þungbúið. í
f}rlgd með mjer var aldraður inaður, og
liöfðum við 4 liesta til reiðar, og var
Sörli þar á meðal.
Við riðum greitt upp heiðina, þar eð
við urðum að fara liratt til að ná háttum
á fyrsta bæ í dalnum, er beitir að Arn-
aldsstöðum.
Þegar upp á háheiðina kom skall á
eitthvert hið versta rigningar-illviðri, er
jeg hefi verið úti í, með myrkri, svo að
ekki sá liandaskil. Af því að við vorum
hund-kunnugir, ætluðum við þó að reyna
að rata, og hjeldum áfram um stund. Þó
fór svo, að við viltumst algerlega, og gát-
um ómögulega haldið lengur áfram, þar
sem gljúfur og ár voru á alla vegu.
I fyrstu hugðumst við að binda hest-
ana saman og láta fyrirberast á heiðinni
nm nóttina, en maðurinn sem með mjer
var var aldraður maður, svo sem áður
er getið, og treystist illa til þess, svo að
við afrjeðum að reyna, eins og svo oft
áður, á vegvísi Sörla.
Jeg settist á bak honum, en samfylgd-
armaður minn reið með tvo lausu hest-
aua í taumi fast á eftir.
Sat jeg alveg hreyfingarlaus í hnakkn-
um, nema livað jeg klappaði Sörla, og
talaði við liann, og „það var eins og
hlessuð skepnan skildi“ eins og stendur
i Sörla-kvæði Grims Thomsens. Sörli stóð
grafkyr um stund, en lagði síðan hægt
af stað , og jeg varaðist að stýra honum
á nokkurn hátt.
Hann rjeði þannig alveg ferðinni, og
hjelt viðstöðulaust áfram fót fyrir fót, i
á að giska tvær klukkustundir. Allan