Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 30
þann tíma sáum við ekkert og vissum
ekkert um hvert við fórum.
Alt í einu stansaði Sörli, og jeg fann,
að hann vildi ekki halda áfarm lengra.
Yið fórum af baki, og vorum þá
komnir að beitarhúsunum að Arnalds-
stöðum.
ALÞJÓÐASTEFNA.
Eftir ROBERT BADEN POWELL
upphafsmann skátahreyfingarinnar.
Þó að vjer Ieggjum rækt við ættjarðar-
ást vora, megum vjer ekki gleyma þeirri
hættu, að hún getur snúist upp í þröng-
sýnan þjóðarmetnað. Það er rjettmætt, að
þú sjert hreykinn af landi þínu, en ekki
þannig, að þú um leið gerir lítið úr öðrum
löndum eða hefjir það hærra en það á skilið.
Þú sýnir ættjarðarást þína best með því,
að örfa þjóðina til framsækni í öllum grein-
um og rjetta þar sjálfur hjálpandi hönd.
Heimsstyrjöldin síðasta hefir leitt það í Ijós,
sem mönnum áður var hulið, en það er,
að þjóðirnar eru hver annari mjög háðar í
verslun og viðskiftum, og að einungis frið-
samleg samvinna þeirra megnar að þoka
heiminum áfram í áttina til velmegunar og
hamingju.
Eitt landið hefir hráefnin. Annað hefir
best tækin til að vinna þau. Hið þriðja
lýkur tilbúning þeirra sem verslunarvöru
og fjórða landið er neytandinn. Baðmullin,
sem vex í Indlandi, er unnin i Manchester,
fullgerð í Belgíu og notuð í Austur-Afríku.
Þannig er um margt. Landbúnaðarþjóðin
sendir verslunarþjóðinni afurðir sínar. Hún
skiftir þeim aftur milli þjóða, sem neyta
þeirra. England framleiðir meira af kolum
og járni en það sjálft þarfnast og lætur
því afganginn af mörkum við önnur lönd.
Þannig voru þjóðirnar tengdar hvor ann-
ari, og er ófriður gaus upp milli tveggja
stórþjóða, varð afleiðingin sú, að fleiri og
fleiri drógust inn í leikinn, þar til mestur
hluti Norðurálfu stóð í björtu báli. Miljónir
manna voru drepnar, löndin herjuð og eydd
og allur heimurinn í sárum um mörg ár.
Og hvers vegna? Vegna þess, að Serbi
myrti Austurríkismann. Við skulum vona,
að öryggið verði meira í framtíðinni eftir
þessa dýrkeyptu reynslu og að stjórnendur
þjóðanna verði betri og vitrari.
Þjóðabandalag og gerðardómstólar hafa
nú verið stcfnsett til þess að hindra það,
að annað eins komi fyrir aftur. En banda-
lög, dómstólar og ákvarðanir eru til lítils
gagns, ef þau hafa ekki stuðning og virð-
ingu þjóðanna að baki sjer. Það má setja
bitmúl á grimman hund og hlekkja hann,
en öruggur verður friðurinn ekki nema hægt
sje að hæna hundinn að sjer og gera hann
mannelskan. Múllinn hefir ekki mesta þýð-
ingu, heldur geðslag hundsins.
í hverju landi á það að vera skylda íbú-
anna, að komast í nánara samband og
viðkynningu við íbúa annara landa, og
leiðin til þess er heimsóknir og áhugi á
sögu þeirra og landsháttum. Þegar gagn-
kvæm velvild og persónuleg vinátta er al-
menn orðin milli íbúa hinna ýmsu landa,
verður það besta öryggið gegn styrjöldum
í framtíðinni.