Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 11
ÚTI
9
slagviðri um Álftafjörð á Snæfellsnesi, er
mjer einhver minnistæðasti dagur á þvi
sumri. Jeg var einn með höfuðskepnun-
um. Ekkert lieyrðist nema stormþytur-
inn, dropafallið og skrjáfið í malpoka
mínum, landið var kvrt og óbreytanlegt
— örninn, sem flaug yfir fjörðinn, regn-
ið, sem barst undan storminum, brimið,
sem veltist upp að ströndinni, og jeg, sem
þrammaði látlaust inn með Eyrarhlið og
fram með Úlfarsfelli hinu megin, við vor-
um það eina sem hreyfðist. Himininn var
dökkgrár og fjöllin stóðu allt umhverfis,
eins og veggir á geysimiklum sal, mikil-
úðlegt og ógnandi, og álíka ósnortin af
nýjum liugsjónum og Þórólfur bægifótur
var forðum daga. Hver eiaasti sp<)lur af
leiðinni þröngvaði sjer inn i liugann, heit
sig fastan i endurmininguna. Þegar jeg
hugsa aftur lil þessa dags, finst mér
liann hafa verið fullkominn í sinni röð,
og jeg' óska ekki eftir, að það hefði verið
sólskin og blíðviðri.
Orðin segja aldrei nema til hálfs til um
hugsunina, heldur ekki, þegar jeg seg'i,
að þessi dagur hafi verið fullkominn i
sinni röð. En það er eitthvað af þessu tagi,
sem er ánægja alls ferðalags, og þá ekki
síst göngurnar. Orðið fegurð er ekki nógu
víðtækt, það segir ekki til um alt, sem
ferðamaðurinn hefur inætur á. Veðurbar-
inn sjóari og hrukkótt sveitakerling geta
verið slik nautn fyrir augað, að allur frið-
leikur hverfi eins og hismi hjá því. Jeg
hef aldrei botnað neitt í þessum fögnuði
skynjananna yfir umhverfinu og lief þó
ekki farið varhluta af honum, en mjer
skilst, að liann muni vera undirstaða
allrar listar.
Athyglin er aðalatriði allrar ferða-
mensku. Að tejrga með augunum alt, sem
er sýnilegt, með eyrnm öll hljóð, þrífa
með tilfinningunni til hlutanna — i
stuttu máli, komast í samband við um-
liverfið, taka hluta af því inn í sál sína.
Það er eins og lmgur mannsins sje i dýfl-
issu, hann er lokaður innan f jögra veggja,
en hann sjer brot af hinni undursamlegu
veröld gegnum fimm þrönga og hálf-
gagnsæja glugga — skilningarvitin.
Og þeg'ar alls er gætt er skynjunin í
raun og veru livorki meira nje minna en
— sakramenti. Hún veitir fanganum í
dýflissunni hluttöku í umheiminum, í
hinni víðu, óendanlegu veröld. Fanginn
finnur til smæðar sinnar, en líka til þess
að hann er hluti af alheiminum, dropi í
hinu mikla hafi óendanleikans. Hann
finnur alt umhverfis sig völd alheimsins,
sem geisa áfram eins og' ofviðrið, virðast
blind og heyrnarlaus og ekki vita af neinu
öðru en veldi sínu og jötunafli. En hann
finnur líka trylt öfl, sem geisa í hinum
minna heimi, í eigin brjósti, og honnm
skilst viska stjörnuspekinganna fornu, að
uppi og niðri er alt eitt, hugur og heimur
svara livor til annars.
Hvort það var þetta eða annað, sem
hvarflaði í huga minn þennan óveðurs-
dag, má einu gilda. IJitt er víst, að mjer
finst jeg sjá veröldina frá nýrri lilið,
þegar jeg er á gönguferð. Jeg lmgsa þá
vafalaust minna en ella, læt mjer nægja
að skynja. Jeg er jafn þyrstur að sjá og
heyra og þreifa á og maður, sem gengur
yfir sand í sólarliita, er eftir vatni. Og
mjer finst gangan, sem gefur manninum
svo mikið af umheiminum án þess að
fjötra hann við nokknrn einn stað, mjer
finst hún vera einskonar æðri tegund af
lífi. Hún er táknræn, eins og lielgiat-
hafnir. Göngumaðurinn er sjálft mann-
heiminum, kanna alt, vita alt, eirðarlaust
reikandi áfram, án þess að vita hvaðan,
það kemur eða livert það fer.
kynið gráðugt eftir að kynnast öllum um-
Einar Ól. Sveinsson.