Úti - 15.12.1929, Page 14

Úti - 15.12.1929, Page 14
12 ÚTI ákjósanlegasta og var það ekki hvað síst að þakka atorku Sigurðar. Þeir, sem glímdu voru þessir: Daníel Gíslason, Gunnar Stef- ánsson, Jón Þorkellsson, Leifur Guðmunds- son, Ólafur Nielsen, Ólafur Stefánsson, Óskar Úti hefir ekki rúm til að segja meira frá Jamboree, en birtir nú nokkuð af mynd- um þeim, sem ísl. skátar tóku í förinni. Um Jamboree hefir áður verið ritað í ísl. blöð svo sem hjer segir: í Lögrjettu 34— Óboðinn gestur. Pjetursson og Sigurjón Jónsson. Jörgen Þorbergsson glímukappi æfði skáta þessa hjer heima og færa þeir honum hjermeð bestu þakkir fyrir ágæta kenslu. 35 tbl. (Aðalst. Sigmundsson), í Morgun- blaðið 203 tbl. (Jón Oddg. Jónsson) og í Fálkann 38—39 tbl. ,/. O. J. ÚR FJALLADAGBÓK. . . . Þú tignarlega fjall! Jeg teiga loftið, sem blæs af tindum þínum. Hjarta mitt berst örar. Hugur minn heillast og nemur feg- urð þína. Líkami minn verður leikandi ljett- ur. Lof mjer að leggjast við rætur þínar og þamba af vatni linda þinna, svo jeg hljóti styrkleika til að klýfa á hæsta tindinn. Við komum að Kolviðarhóli í gær — fjórir fjelagar — í þeirri von að finna nóg- an snjó til að skemta okkur á skíðum. Við fórum víða um Henglafjöllin og fengum ágætt færi. — Það er fagurt hjer til fjalla á sumrin, en þó ekki síður nú, þótt alt sje snævi þakið. Umskiftin eru reyndar mik- il. Á sumrin er það fjölbreytni fjallagróðurs- ins og litbrigði bergtegundanna, sem heilla hugann. En á veturna þegar alt er hvítt, er það hreinleikinn, og hið bjarta yfirlit, sem heilla mest. Þegar við komum upp á fjallið og litum í austur, blasti við okkur litskrúð það, sem þeir verða svo oft aðnjótandi er fara á fjöll. Um Ingólfsfjall sveipuðust skrauti búin ský. Ótal litir ófust saman í einum hjúp. Sólin var lágt á lofti og geislar hennar mynduðu þetta óviðjafnanlega litskrúð, sem afburða listmálurum tekst stundum að festa á ljereftið og geyma þannig þessa undraliti náttúrunnar til íhugunar og augna- gamans fyrir mennina. J. o. J.

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.